Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 16

Læknablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 16
444 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N 20% þeirra eldri. Það er nokkuð sambærilegt við það hlutfall sem erlendar rannsóknir hafa komist að, þar sem hlutfallið hefur verið á bilinu 18-35%.6,8,9 Vísbendingar eru um að algengi sykursýki 2 í almennu þýði sé mun hærra meðal eldri einstaklinga.5 Hafa þarf í huga að sykursýki er verulega vangreindur sjúkdómur og má því gera ráð fyrir að mun fleiri í þýðinu séu ógreindir.24,25 Hlutfall einstaklinga með sykursýki í eldri hópnum hækkaði á tímabil- inu en ekki í yngri hópnum. Erlendar rannsóknir hafa bent á það að hlutfall yngri einstaklinga með brátt hjartadrep sem eru með sykursýki fari hækkandi.6,9 Sykursýki er mikilvægur áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma en einstaklingar með sykursýki eru í tvö- falt meiri hættu á að fá kransæðasjúkdóm samanborið við einstak- linga sem ekki eru með sykursýki.26 Burtséð frá aldri fer algengi sykursýki hækkandi hér á landi og um allan heim.5,27 Skráningin meðhöndlaður háþrýstingur var notuð til nálgunar á raunverulegri stöðu áhættuþáttarins háþrýstingur en vera kann að sumir séu ógreindir eða ekki á lyfjameðferð.28,29 Því má gera ráð fyrir að í raun séu fleiri með háþrýsting en eru meðhöndlaðir. Einstaklingar með meðhöndlaðan háþrýsting í yngri aldurshópn- um voru 35% en það er aðeins lægra hlutfall en það hlutfall sem erlendar rannsóknir hafa komist að, sem hefur verið á bilinu 38- 73%.6,8,9 Meðhöndlaður háþrýstingur var algengari í eldri aldurs- hópnum samanborið við yngri hópinn. Rannsóknir hafa sýnt fram á hækkandi hlutfall háþrýstings meðal ungra sjúklinga með brátt hjartadrep en ekki var sýnt fram á hækkandi hlutfall í yngri aldurshópi þessarar rannsóknar.6,911 Offita var algengari í yngri aldurshópnum samanborið við þann eldri og náði til nær helmings yngri einstaklinga með hjarta- drep, sem er talsvert hærra en þau 35-37% sem Yang og fleiri sýndu fram á í rannsóknum sínum.8 Þetta er einnig mun hærra en hlutfall einstaklinga í almennu þýði með offitu á Íslandi, sem nemur 22,2%.5 Stórt hlutfall einstaklinga höfðu líkamsþyngdar- stuðul yfir 25,0 kg/m2 eða sem nemur 83% yngri einstaklinga og 80% eldri einstaklinga. Þetta líkist niðurstöðum úr faraldsfræði- rannsókn kransæðasjúkdóma á Íslandi þar sem kom fram að hlut- fall Íslendinga í almennu þýði með líkamsþyngdarstuðul yfir 25,0 kg/m2 voru um 80%. Líkamsþyngdarstuðull Íslendinga hefur far- ið hækkandi en hvorki mátti sjá þá hækkun meðal yngri né eldri aldurshópsins.530 Sykursýki og meðhöndlaður háþrýstingur var algengari með- al kvenna í yngri aldurshópnum samanborið við karla, en þetta er í samræmi við þær erlendu rannsóknir sem kannað hafa stöðu ungra einstaklinga með hjartadrep en þar eru háþrýstingur og sykursýki algengustu áhættuþættir ungra kvenna.6, 9 Eins og vænta mátti voru lifunarhorfur yngri sjúklinga betri en þeirra eldri. Eldri sjúklingar voru líklegri til að láta lífið, af öllum orsökum og vegna hjarta- og æðasjúkdóma, innan árs frá fyrsta áfalli, en aldur er einn veigamesti þátturinn sem ákvarðar horfur þeirra sem eru með kransæðastíflu. Helstu styrkleikar rannsóknarinnar eru að rannsóknin tekur til allra hjartaþræðinga sem framkvæmdar voru á afmörkuðu tímabili hjá heilli þjóð. Gögnunum sem notuð voru um áhættu- þætti einstaklinga var safnað í rauntíma. Samsvaranir má finna í niðurstöðum sambærilegra erlendra rannsókna. Þrátt fyrir að rannsóknin hafi náð til heillar þjóðar, hefði þurft stærri rannsóknarhóp og lengra rannsóknartímabil til að sýna mun á milli hópa ef hann er til staðar. Sem dæmi hvað varðar nýgengi bráðs hjartadreps í eldri aldurshópnum, voru vikmörk- in mjög víð. Aðrar takmarkanir rannsóknarinnar voru að ekki var unnt að rannsaka ættarsögu sjúklinga, en það að eiga fyrstu gráðu ættingja með sögu um hjartadrep fyrir 65 ára aldur er talið auka áhættuna á hjartadrepi hjá viðkomandi.31 Í íslensku rann- sóknunum á einstaklingum 40 ára og yngri með brátt hjartadrep var áætlað að ættarsaga væri með algengustu áhættuþáttum þessa aldurshóps.11,12 Upplýsingar um ættarsögu var ekki að finna í gagnagrunninum og voru því ekki aðgengilegar. Áhættuþættina háþrýstingur og blóðfituröskun var einungis hægt að skoða út frá meðhöndlun eða lyfjanotkun og því voru þessar skráningar notað- ar sem nálgun við raunverulega stöðu þessara áhættuþátta. Samantekt Ekki var hægt að sýna fram á breytingu á nýgengi hjartadreps meðal yngri einstaklinga á rannsóknartímabilinu og var STEMI algengari gerð hjartaáfalls þessa aldurshóps. Yngri einstaklingar með hjartadrep hafa aðra áhættuþætti en þeir eldri. Þeir eru með hærri líkamsþyngdarstuðul og reykingar eru mun algengari með- al þeirra samanborið við eldri einstaklinga með hjartadrep og einnig þjóðina í heild. Það er mikilvægt að kanna hvað orsakar þennan mikla mun á algengi reykinga og offitu milli aldurshópa. Kanna þyrfti hvort forvarnaraðgerðir nái ekki til þessa aldurs- hóps eða hvort aðrar skýringar liggi þarna að baki. Í framtíðinni væri áhugavert að kanna hvort ungir einstaklingar sem hafa feng- ið brátt hjartadrep nái að draga úr áhættuþáttum eftir áfallið og íhuga hvernig væri hægt að ná betur til ungs fólks með forvörn- um. Forvarnaraðgerðir fyrir yngri einstaklinga gætu stuðlað að bættum lífsstíl og lægri tíðni hjartadreps líkt og áður hefur gerst í eldri aldurshópum. Greinin barst til blaðsins 6. apríl 2022, samþykkt til birtingar 12. september 2022.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.