Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 34
462 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Ansi margir hafa komið að því að halda lífinu í mér,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson eftir hjartnæman fyrirlestur í Hörpu um síðustu mánaðamót. Hann fór þar ásamt teymisstjóra aðgerðarinnar, Lionel Badet, yfir handaágræðslurnar sem hann gekkst undir í Frakklandi í janúar í fyrra – tímamótaaðgerð sem umbylti lífi hans. „Ég vaknaði með túbu í hálsinum og hugsaði: Hver gerir sjálfum sér þetta vilj- andi? Mér leið eins og ég hefði tvo trukka á öxlunum,“ skaut hann á lækna í fyrir- lestri sínum og uppskar hlátur í þéttsetn- um salnum. „Ég horfði á handleggi annars manns þegar ég vaknaði upp. Hárin á framhand- leggjunum, svartari, dekkri og grófari. Aðrir handleggir en mitt blóð,“ sagði Guð- mundur. Hann lýsir því nánar í samtali við Læknablaðið. „Hendurnar eru ótrúlegar svipaðar þeim sem ég hafði áður. Það er magnað hvað þær hafa aðlagast. Húðliturinn orðinn jafn alls staðar. Neglur vaxa eins og illgresi.“ Hendurnar hafi umbreyst. „Ég skipti um húð frá úlnlið og niður úr og það komu aðrar neglur undir. Ég kasta húðinni og nöglunum á nokkrum vikum.“ Má búast við meiri framförum Lionel Badet fór yfir líffæraágræðslur og þessa tímamótaaðgerð í fyrirlestrinum. Fáir hafa snert íslenska heilbrigðiskerfið með sama hætti og Guðmundur Felix Grétarsson. Tugi aðgerða hefur þurft til að halda lífinu í honum, eins og hann lýsir auk einnar stórrar sem bætti lífsgæði hans stórkostlega. Hann lýsti áhrifum handaágræðslu-tímamótaaðgerðarinnar með lækni sínum Lionel Badet á 30. þingi Skandinavíska ígræðslufélagsins ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Margir læknar haldið lífinu í mér“ V I Ð T A L Hann er yfirmaður þvagfæradeildar og skurðaðgerðamiðstöðvarinnar á Edouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon. Sjálfur taugalæknir og ígræðsluskurð- læknir og hlutverk hans að fjármagna vinnuna, velja skjólstæðingana og skipuleggja aðgerðirnar. „Felix má búast við meiri framförum, eða í allt að þrjú ár,“ sagði hann þar. „Því ofar sem græða þarf handlegginn á, þeim mun lengri tíma tekur að ná virkni,“ lýsti hann. „En það fyrsta sem sjúk- lingurinn finnur er næmið eins og fyrir hitabreytingum.“ Næmið sé einmitt einn helsti kostur líffæraágræðslna umfram gervilimi og lykilatriði fyrir Guðmund Felix. „Aðgerðin tók 11 klukkustundir á hægri handleggnum en 13 klukkustund- ir á þeim vinstri,“ lýsti hann. Einnig að teymið hafi auk þess verið yfir 8 klukku- stundir að aflima gjafann fyrir aðgerðina stóru. Aðgerðin á Guðmundi Felix hafi verið sú fyrsta af þessari stærðargráðu, en auk handleggjanna var vinstri öxl grædd á hann. Þjóðin hefur fylgst með elju Guð- mundar allt frá slysinu. Hugarfar hans er aðdáunarvert og gleðin yfir höndunum fölskvalaus. Saga Guðmundar þar til hann undirgekkst þessa tímamótaaðgerð er lygileg. Líffæragjafir stærsta hindrunin „Allir þekktu græna handalausa mann- inn,“ sagði hann í fyrirlestri sínum og hvernig hann hafi meðal annars safnað fyrir aðgerðinni með þátttöku í Reykja- víkurmaraþoninu. Þjóðin hafi staðið með honum. Hann rakti sögu sína. Ungur handa- laus maður sem missti konu sína frá sér og sökk í fíkniefni eftir alvarlegt slys. Lifrin fór. Fékk tvær lifrar ígræddar með nokkurra mánaða millibili. Á ónæmis- bælandi lyfjum síðan. Badet segir að einmitt sú staðreynd hafa gert hann að ákjósanlegum „handhafa“. „Við höfum einu sinni afstýrt höfn- unarferli í tilviki Felix,“ segir Badet sem notar eins og aðrir Frakkar millinafn Guðmundar enda vefst þetta íslenska nafn fyrir þeim ytra. Guðmundur Felix óttast þó ekki að missa hendurnar. „Hugarfarið skiptir svo miklu. Ég hugsa ekki um það hvort líkaminn muni hafna höndunum. Ef að það gerist, tek ég á því,“ segir hann æðrulaus. „Ég trúi að ef maður er stanslaust að bíða eftir að eitthvað slæmt gerist, kalli maður það yfir sig,“ segir hann yfirvegað við Læknablaðið. Badet segir engar áætlanir um eins umfangsmiklar aðgerðir og gerð hafi ver- ið á Felix. „En við undirbúum nú handa- ágræðslu frá olnboga,“ segir hann, sestur með Læknablaðinu í Hörpu. Teymi hans stundi nú rannsóknarvinnu og stefni á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.