Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 16

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 16
33Stefán Benediktsson nam arkitektúr í Þýska- landi. Hann hóf störf he'r á landi 1971 og rak eigin teiknistofu frá 1976 til 1984. Hann sat á Alþingi frá 1983 til 1987 fyrir Bandalag jafnaðarmanna. Stefán er núverandi formaður Arkitektafélags íslands og þjóðgarðsvörður í Skaftafelli frá 1988. (( sóknir, heimildagerð og þá verður “skólinn" til af sjálfu sér. Ef við fáum grunduð svör við því hvað eigi að vera íslenskt í okkar byggingum, þá er engin hætfa á öðru en að menn vilji læra þessi svör. Skólar þrífast best sem svör við brennandi þrá manna eftir þekkingu. Við íslendingar höfum að vísu þraukað á þessu skeri í 1100 ár, en oft lá nærri að illa færi. Á meðan grannar okkar í vestri ferðuðust um Grænlandsjökul þveran og þræddu vogskorna strönd milli jaka f húðkeipum án teljandi skakkafalla urðu fslendingar úti milli bæja af minnsta tilefni, því það hefur alltaf þótt lítill manndómur í þvf á íslandi að klæða af sér kulda. íslendingar eru sannanlega hugvitsöm þjóð, en þeir hafa sjaldan notað hugvit sitt til þess að leysa þau vandamál sem eru því sam- fara að þyggja þetta land. Vandamál fylgja bú- setu hvar sem er í veröldinni. Byggingar þjóða taka oftast tillit til þeirra sérvandræða sem loftslag og landslag valda. Vandamál okkar fs- lendinga eru t.d. allt önnur en þeirra sem byggja strendur Miðjarðarhafs eða Grænlands. Landslag, jarðfræði, loftslag, náttúruauðlindir, efnahagslíf, menningarlíf, lífsskoðanir o.s.frv. o.s.frv. Allt þetta mótar þær byggingarhefðir sem oftast má finna sem rauðan þráð í bygg- ingarsögu þjóða. Hver er staða byggingarlistar á íslandi? Er til rauður þráður í sögu hennar? Ef svo er, hver er hann? Ef ekki, hver á hann að vera? Hvaða þýðingu hefur torfbærinn, heita vatnið, gróðurleysið, trjáleysið, raforkan, hreina loftið, meðalhitinn, eystri hlaðan í selinu í Skaftafelli, úrkoman, nýjungagirnin, rakastig- ið, spennistöðin við Bókhlöðustíg, alkalí- skemmdir, steinull, byggingarmagn, eigna- stefnan, steinsteypan, leiguíbúðaskorturinn, bárujárnið o.s.frv. Það verður að finna svör við þessum spurningum og það verður að setja þessi svör í samhengi þar sem samhengi er að finna. Og það verður að smíða kenningar og gagnrýna þær og rífa þær niður ef með þarf. Mikill hluti náms í byggingarlist er almennur og alþjóðlegur. Námið er fjölbreytt, tæknilegt, listrænt, og - þökk sé nytjastefnunni - að hluta akademískt. í byrjun er námið almennt verk- fræði- og myndlistarnám. Eftir því sem í dregst er lögð æ meiri áhersla á hönnun sífellt flókn- ari verkefna. Eftir því sem verkefnin verða flóknari vex þekkingarþörfin. Lausnin, niður- staðan, krefst skilgreiningar á því sem leysa á. Skilgreiningin krefst þekkingar á öllum þáttum þess vanda sem við er að glíma. Vandamál byggðar i Eyjahafi eru vissulega önnur en byggðar í Norður-Atlantshafi. Þessi vandamál verður að skilgreina, leita síðan lausna á þeim, skapa heföir í lausnum, gagnrýna hefðirnar og leita nýrra lausna. Til þess vantar okkur “ís- lenskan skóla" i byggingarlist. Þessi skóli verður aö öðlast líf, sæta gagnrýni, standa hana af sér, ella hljóta byltur, rísa á ný og yfirleitt taka þeim örlögum sem allir skólar verða að taka og eiga að þola. Allir þeir sem að byggingum standa eru menntaðir á (slandi í dag nema arkitektar. Iðn- aðarmenn, tæknifræðingar og verkfræöingar eru menntaðir á (slandi. Nám þeirra er ís- lenskt. Arkitektinn er eini aðilinn sem að bygg- ingum stendur sem náms síns vegna hefur yf- irsýn yfir allan feril verksins. Frá því að verkið er áhugaglampi í augum byggjandans þar til það er orðið að byggingu og þar með varan- legum þætti í lífi þjóðar. Það er því í hæsta máta órökrétt að ekki skuli vera hægt að mennta arkitekta okkar hér á landi og að sam- hæfa nám þeirra við nám þeirra stétta annarra sem að byggingum okkar standa. Arkitektinn leggur línurnar að þróuninni og það er því nauösynlegt að myndin af stöðu íslenskrar byggingarlistar á þeirri stundu sem hann leitar lausna sé skýr í huga hans. Menntun í „ís- lenskri byggingarlisf er menningu okkar jafn nauðsynleg og menntun i íslenskri tungu.

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.