Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 19

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 19
Moldvarpan frá Dalverki gerir ótrúlega h I uti fyrir Póst og sima í septembermánuði síðastliðnum kom til landsins nýstárleg borvél á vegum Dalverks sf. í Reykjavík. Þessi borvél, sem í daglegu tali er kölluð moldvarpan, er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Þessi vél er sérstök að þvf leyti, að hún er í eðli sfnu þrýstibor, sem þrýstir sér í gegnum jarðveginn, og myndar þannig holur, sem geta t.d. verið notaðar til þess að leggja hvers konar rör og leiðslur. Moldvarpan er þýskrar ættar, en hefur verið mikið notuð víða um Evrópu. í Bretlandi hefur hún verið sérstaklega notuð í endurnýjunarstarfi gasstöðvanna. Þar er um þessar mundir verið að endurnýja gaslagnir víða um landið. Moldvarpan brýtur upp gömlu lagnirnar um leið og hún dregur á eftir sér nýtt hlífðarrör. Síðan er ný þrýstipípa dregin inn f hlífðarrörin á eftir. Þessi nýstárlega aðferð hefur vissulega vakið mikla athygli, enda sparar hún bæði verktökum og verkkaupendum tíma og peninga. Moldvarpan hefur sérstöðu hvað varðar allar lagnir þar sem hún hvorki eyðileggur eða rífur upp yfirborðið þar sem hún vinnur. Þetta er sérstaklega heppilegt þar sem bora þarf undir götur, bílastæði, byggingar og önnur mannvirki. Það var Grétar Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri Dalverks, sem kynntist þessari nýju tækni erlendis fyrir nokkru síðan. Hann sá að möguleikar moldvörpunnar voru ekki síður hentugir við íslenskar aðstæður en annars staðar, — og þá sérstaklega þegar þarf að vinna við borun eða lagnir í frosnum jarðvegi. Dalverk sf. lagði því drög að því að fá þrjár gerðir af moldvörpum til landsins, eins og fyrr segir. Þær komu til landsins í haust og hafa verið gerðar út í vinnu síðan. Moldvörpurnar hjá Dalverki sf. hafa komið sérstaklega vel út í verkefnum fyrir Póst og Síma. Verkefnið felst í endurnýjun á símalögnum, t.d. í Hveragerði. Þessi vinnuaðferð á eftir að skapa gjörbyltingu í lagnavinnu t.d. fyrir rafveitur og sveitarfélög. Moldvörpurnar spara uppbrot, trufla ekki umferð á meðan, og vinna hljóðlega. Dalverk sf. hyggst í framtíðinni koma sér upp ýmsum sérvinnslutækjum, sem stuðla að vinnusparnaði og betri vinnutækni. Moldvörpurnar eru fyrsti liðurinn í þeirri áætlun.

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.