Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 23

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 23
✓ —mt> --- 2W ✓ —---------&*o- o 31,oo ^^NNMYND, NKDRI HÆ) 30,9o o 30,ðo 30. o >o 99 Árni Ólafsson stundaði nám við Chal- mers Tekniska Högskola í Gautaborg í Svíþjóð og lauk þar námi árið 1980. Hann rekur nú teiknistofuna A3 ásamt samstarfsmönnum. (( Hús dr. Magga er dæmi um byggingu þar sem hönnuður bindur sig ekki við ákveðið byggingarlag í upphafi heldur lætur starf- semi hússins, þarfir notenda þess, rýmis- myndun, samband herbergja, útsýni, sól- arátt o.fl. móta form þess. Að þessu leyti et húsið eiginlegur “fúnksjónalismi", þ-e.a.s. mótað með tilliti til notagildis, skynjunar og áhrifa. Hér er þetta gert án skírskotunar til gamalla, hefðbundinna forma eða klisjukenndra tákna, tilgangs- iausra í sjálfu sér, eins og víða sést í ný- byggingum um þessar mundir. Mörg húsa dr. Magga hafa vakið verð- skuldaða athygli. Nægir þar að nefna hug- vísindahús Háskólans, Odda, Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi, grunnskóla á Kópaskeri, auk nokkurra íbúðarhúsa. ( byggingu er kirkja á Blönduósi með sér- kennilegri hvelfingu sem vafalaust mun einnig vekja athygli þegar hún stendur full- búin. ( einbýlishúsi sínu hefur dr. Maggi á engan hátt slakað á þeim kröfum, sem hann gerir í öðrum byggingum sínum, um efnisval, frágang og samræmi. ( húsinu er samræmi milli ytra forms og innra rýmis, samræmi milli aðalatriða í uppbyggingu hússins og smáatriða í innréttingum og frágangi, samræmi sem fróðlegt er að bera saman við sundurgerð þá sem algeng er í nýjum íslenskum íbúðarhúsum. 23

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.