Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 26

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 26
Byggingin er „skorin“ sundur í miðju og húshlutarnir dregnir hvor frá öðrum til að dagsbirtan geti flætt óhindrað inn í miðju húsins. Bilið milli hús- anna er brúað með glerhurð sem er helsta sérkenni s og um leið tákn fyr- irtækisins. Arkitekt: Manfreð Vil- hjálmsson Aðstoðarmaður: Ingi G. Pórðarson Byggingarár: 1987 Verkfræðileg ráðgjöf: Bragi Þorsteinsson, Ey- vindur Valdemarsson Nýbygging fyrirtækisins Epal stendur við Faxafen, nýja götu í austurjaðri iðnaðarsvæðisins milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar í Reykjavík, í hverfi sem fram að þessu hefur vakið athygli fyrir flest annað en góða byggingarlist. Svæð- ið var í upphafi hugsað sem iðnaö- ar- og verksmiðjuhverfi en á síðustu árum hefur hlutdeild verslunar og þjónustustarfsemi farið sívaxandi. Er nú svo komið að þungamiðja viðskipta og fjármálalífs í borginni er um þaö bil að flytjast úr gamla bænum yfir í Múlahverfið. Flestum byggingum á þessu svæði var á sín- um tíma hróflað upp í flýti og án þess að mikill gaumur væri gefinn að ytra útliti þeirra. Til þess að bæta upp dapurleik hins ytra umhverfis hafa mörg fyrirtæki varið háum fjár- hæðum í sérhannaöar innréttingar sem ætlað er að lífga upp á stein- kassana. í þessu samhengi sker Epalhúsið sig úr, enda er það ein af fáum byggingum í hverfinu sem er sérhönnuð jafnt að utan sem innan fyrir þarfir þess fyrirtækis er það hýsir. Að áliti Manfreðs Vilhjálmssonar, 26

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.