Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 32

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 32
Mynd af stjórn Félags húsgagna- og innanhúss- arkitekta FHI. Frá vinstri: Elísabet V. Ingvarsdóttir, ritari, Heiða Elín Jóhannesdótt- ir, gjaldkeri, og Pórdís Zoega, formaður. mikil ráðstefna og sóttu hana um þaö bil 2000 manns víðs vegar að úr heiminum. Frá íslandi sóttu hana þrír frá Félagi húsgagna- og innan- hússarkitekta, tveir frá Form ísland og einn frá Félagi grafískra teiknara. Dagskrá ráðstefnunnar byggðist á fyrirlestr- um, umræðum og skoðunarferðum á söfn og í byggingar. Fyrirlesararnir fjölluðu um ýmsa þætti hönnunar, meðal annars hönnunarnám, hönnunartímarit, þróun hönnunar, markaðs- setningu hönnunarvara, hönnun geimskipa, viðbrögð hönnunar í fátækum samfélögum. Á göngum ráðstefnubyggingarinnar voru kynningar frá ýmsum skólum og sýnd verkefni frá hönnunardeildunum. Þetta var mjög athygl- isvert og spennandi. Einnig voru ýmis fyrirtæki að kynna nýjustu hönnun sína. Ráðstefnan setti svip sinn á alla Amsterdamborg og mátti víða sjá þess merki. Má nefna að vel hannaðar og sérstakar verslanir voru merktar tákni ráð- stefnunnar. Hönnunarsýningar voru um alla borgina og víðar því helstu söfn landsins buðu upp á hönnunarsýningar. Ráðstefnan var mjög áhugaverð og skemmtileg þó ekki væri hún gallalaus með öllu. Fyrirlesarar voru flestir ágætir þó sumir hafi verið bæði illa undirbúnir og illa talandi á ensku. Okkur fannst gaman að taka þátt í þessari alþjóðlegu ráðstefnu, bæði til að fylgj- ast meö því sem er að gerast erlendis og ekki síst aö kynna og vekja áhuga annarra þjóða á okkar landi og starfi. Meðal áhugaverðustu fyrirlestranna voru: Hönnunartímarit, -hönnun innréttinga í geim- stöðvar, og notkun Ijósmyndatækni í hönnun. Umræður um hönnunartímarit. Deyan Sudjik, ritstjóri nýs bresks tímarits Blu- eprint, hóf umræðurnar. Hann talaði um þróun hönnunartímarita og nefndi að þau væru í mörgum tilfellum ekki lengur óháður aðili í gagnrýni og umfjöllun um hönnun. Síður blað- anna væru nú keyptar af framleiðendum og þannig væru greinar um þeirra hluti óbeinar auglýsingar. Lesandinn væri því óvarinn fyrir slíkri auglýsingu. Hann taldi þetta mjög var- hugaverða þróun hjá fagtímaritum, því lesand- inn missi traust sitt á tímaritinu um leið og hann uppgötvi hvers kyns grein hann var að lesa. Hann sagði aö ef umfjöllun um hönnun ætti að vera fagleg yrði að sleppa þessum vinnubrögðum því þau væru hvorki fagleg né til fyrirmyndar. Hann taldi að blaðið Blueprint spyrnti á móti þessari þróun, að fjármagn framleiðenda ráði umfjöllun fagtímarita. Nauð- synlegt væri að fagtímarit sinntu faglegri gagn- rýni um hönnun, en það væri erfitt að gagn- rýna hönnun þar sem mörg sjónarmið giltu. Hann ræddi líka um hörgul á nýju efni fyrir tímaritin og vildi þakka velgengni Memphis- stefnunnar því að hún kom fram á slíku tíma- bili. Niðurstaðan í þessum umræðum var að tímaritin verða að vanda betur umfjöllun um hönnun, því þau geta stjórnað markaðnum hverju sinni. Umræða um hönnun á að vera fagleg, til þess að hönnun geti þróast. HÖNNUN INNRÉTTINGA í GEIM- STÖÐVUM. f umhverfi þar sem upp er niður og niður upp og sæti hafa ekkert notagildi, mætti ætla að innanhússarkitekt væri óþarfur. Athyglisverðan fyrirlestur um hönnun geim- stöðva hélt John Frassantio, fyrrverandi hönn- uður hjá N.A.S.A., geimrannsóknarstofnun Bandaríkjanna. f kynningu var hann sagður einn sérhæfðasti hönnuður heims. Ný og framandi vandamál þarf innanhúss- arkitektinn að leysa við innréttingu á geimstöð. Rými eykst um 70% þegar engir veggir eru, gólf né loft. Hlutina er í reynd aðeins hægt að prófa úti í geimnum og upplýsingar fást aðeins frá fáum geimförum á lýsingu þeirra á breyt- 32

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.