Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 33

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 33
ingum þeim sem veröa á líkama þeirra í þessu framandi umhverfi. Allt svífur í lausu lofti. Vandamál skapast af einföldustu hlutum, aö snæöa, elda mat, fara á salerni og sofa og svo framvegis. Ef þú missir eitthvaö úr höndunum er þaö jafnharðan flogiö frá þér. Viö hönnun innréttinga geimstöðva og alls tækjabúnaöar þarf sérstaklega aö taka tillit til geimfarans sem svífur um allt og t.d. einn út- stæöur takki gæti haft alvarlegar afleiðingar. öll efnisnotkun í innréttingum er sérvalin, meöal annars vegna loftþrýstingsbreytingar- innar. Ótrúlegt er aö sjá hve flókin hönnunar- vandamál hugvit mannsins hefur tekist aö leysa. Meö áhrifamiklum litskyggnum og þekk- ingu sinni tókst fyrirlesaranum aö hrífa okkur meö inn í heim framtíðarinnar. Því þegar allt kemur til alls, ef þú hugsar um hönnun þá hugsar þú um framtíðina. „INSIDE/INSIDE" Mr. Jack Dunbar arkitekt og Ijósmyndari New York, U.S.A. Ljósmyndatækni hefur aö einhverjum hluta komiö í staöinn fyrir skissur og vatnslitamynd- ir til þess aö varðveita áhrif umhverfisins. Fyrirlestur Dunbars fjallaði um hvernig nota má Ijósmyndatæknina í hönnun. Dunbar sýndi Ijósmyndir/skyggnur er sýndu margvísleg form úr landslagi, frá fornum minnismerkjum og byggingum og lýsti því hvernig hann færði þau síöan yfir í hin ýmsu form í nútímahönnun. Hann notaði t.d. í hönnun sinni Ijúfa stemmn- ingu sem myndast viö sólarlag í eyöimörk til þess aö fá fram svipaða stemmningu á lýsingu í skrifstofu i skýjakljúfi í New York. Aðalinntak fyrirlestursins var aö lýsa því hvernig nota mætti form, lýsingu, rými og ýmsa aöra þætti úr náttúrunni í hönnun innan- húss meö aðstoö Ijósmyndatækninnar. „Ein með öllu". Eldhús- innrétting, svefnaðstaða, skápar, allt í einni ein- ingu. Verkefni frá ýmsum hönnunarskólum voru sýnd á göngum ráð- stefnubyggingarinnar. 33

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.