Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 35

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 35
Landslagsstíllinn þróaðist í Englandi en áhrifa hans gætir víða - einnig hér á landi GARÐLISTIN ENDURSPEGLAR TÍÐARANDANN I Frakklandi á dögum Lúðvíks 14. voru garðarnir skrautlegir og íburðarmiklir. Stígarnir voru breiðir, svo vagnar gætu ekið þar um og hefðarfrúrnar geng- 'ð um í krínólínum, setið á bekkjum og horft á göf- u9ar myndastyttur og kraftmikla gosbrunna. Útiver- an byggðist á ökuferðum og rölti um garðana. Garð- listin var táknræn fyrir hina ríku yfirstétt. Urmull af vinnufólki sá svo um að halda görðunum við, klippa limgerðin nánast með naglaskærum eftir ströngum raglum og sjá um að hver planta væri á réttum stað. Á Englandi hinum megin við sundið þróaðist Qarðlistin á annan hátt. Par var stunduð veiði- mennska og gönguferðir. Garðurinn átti að vera sem eðlilegastur og líkjast helst óhreyfðu landi: fríttvax- andi tré, bugðóttir lækir og skógarþykkni. úpp úr iðnbyltingunni, þegar borgirnar tóku að vaxa og almenningur flykktist þangaö, jókst jafn- framt áhugi á garðrækt á litlum skikum umhverfis ^ósin. Fólkið stundaði matjurtarækt, auk þess að ^sfa þar smáafdrep fyrir fjölskylduna. Grunnurinn að aarðyrkjuhefð meðal almennings var lagður. Um þetta leyti voru fyrstu almenningsgarðarnir gerðir, svo sem Central Park á Manhattan í New York, sem svaraði vaxandi þörfum borgarbúa til tengsla við náttúruna. I dag leggur garðlistin áherslu á svæði til almenn- ingsnota: leiksvæði, íþróttasvæði og önnur útivistar- svæði. Þessi fjölbreytileiki í útivist nútímans gerir miklar kröfur til skipulags og einnig til hagkvæmni í rekstri og umhirðu svæðanna. Um það leyti sem Central Park í New York var gerður, fór áhugi á garðrækt að breiðast út hér á (slandi og Garðyrkjufélag Islands var stofnað. Hins vegar voru hugtökin útivistarþörf, útivistarsvæði og umhverfisvernd ekki til. Garðyrkjan byggðist einkum á því að rammgirða reiti við íbúðarhúsin, mynda þar með vörn gegn veðri og búfénaði og byggja ræktun- ina að mestu leyti á tilraunamennsku. Allt var þetta gert af mikilli baráttu- og hugsjónagleði, þrátt fyrir að lífsbaráttan væri hörð og almenningur ætti fullt í fangi með að hafa í sig og á. Garðyrkjumenning og garðyrkjuhefð hérlendis er tiltölulega ný af nálinni. Sama má segja um þéttbýl- ismenningu hér á landi, sem þykir varla fugl né fisk- ur á heimsmælikvarða - en hefur samt í för með sér ákveðnar hömlur, reglur og venjur. Kynslóð hreinna borgarbarna er að komast á legg. Fram til þessa hafa tengslin við sveitina, hvort sem fólk er þar fætt og uppalið eða hefur dvalið þar á sumrum, mótað og endurspeglað útivistarvenjur almennings. Gott dæmi um þetta er kartöfluræktin á stærri og smærri skikum utan við þéttbýlið þangað sem fólk flykkist vor og haust, einnig reiðmennskan, en ótrúlegur fjöldi stundar hana ásamt svokölluðum tómstundabúskap sem þó fer dvínandi. Ásókn I skika undir sumarbústaði, helst f nágrenni æsku- 35

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.