Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 42

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 42
Lítið hliðartorg er grafið inn í brekkuna útfrá göngugötunni neðan við gilið. Hæðarmunur upp í gilið og að Oddagötu er brúaður með tröppum, sem greiða gönguleiðir og eru um leið settröppur fyrir „Litla torgið“. Lækur á upptök sín efst í gilinu og endar sem gosbrunnur í jaðri göngugötu. Lækurinn og raflýsing meðfram honum sameina gilið, tröppurnar, „Litla torgið" og göngugötuna. Ráðhústorgið er í beinum tengslum við göngu- götuna. Hringlaga trjákrans er umgjörð um innra svæði, sem hallar veikt niður að hjámiðja fleti. Trjákransinn myndar rólega og yfirlætis- lausa umgjörð umlykjandi húsa. Á þann hátt fær Ráðhústorgið sérstakt og ótvírætt form. MEGINHUGMYNDIR Höfundar grundvalla tillögu sína á þeim sér- stöku ræktunarskilyrðum sem ríkja á Akureyri. Lagt er til að í Skátagilinu verði byggður skrúð- garður, sem lagar sig að hæðarlegu gilsins og undirstrikar form þess. °°° *<ÁU AGiL_______ 42 43

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.