Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 44

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 44
RÁÐHÚSTORGIÐ Nýlega var kveöinn upp dómur í samkeppni, sem Akureyrarbær efndi til um skipulag og mótun tveggja svæöa í miöbæ Akureyrar, Ráöhús- torgs og Skátagils. Alls bárust 14 tillögur, þar af 3 frá arkitektum, 6 frá landslagsarkitektum, 1 frá arkitektum og landslagsarkitektum í sam- vinnu, 3 frá arkitektanemum og 1 frá lista- manni. Sú mynd, sem miöbær Akureyrar hefur á sér í dag, á fyrst og fremst rætur að rekja til skipu- lags, sem samþykkt var 1927 eftir tillögu þá- verandi skipulagsnefndar ríkisins. Rar var ákveðin lega og lögun Hafnarstrætis, Skipa- götu og Ráöhústorgs, kveöiö á um hæö og gerö bygginga á þessu svæöi, kirkjunni valinn staöur o.s.frv. Þótt ýmislegt færi á annan veg en ætlað var í skipulaginu, var stuðst við þaö í marga áratugi og ekki ráöist í gerö nýs heildar- skipulags fyrir miðbæinn fyrr en á áttunda ára- tugnum. Nýtt miöbæjarskipulag, sem samþykkt var og staöfest fyrrihluta árs 1981, geröi m.a. ráö fyrir þeirri nýjung að Hafnarstræti norðan Kaup- vangsstrætis og Ráöhústorg skyldu gerö að göngugötu/göngusvæöi meö mjög takmarkaðri bifreiöaumferð. Fljótlega var ráöist í aö breyta Hafnarstræti í göngugötu norður aö Ráöhús- torgi. Haraldur V. Haraldsson arkitekt annaðist hönnun göngugötunnar í samráði við skipulagsnefnd bæjarins og varframkvæmdum lokið haustið “83 og gatan þar meö komin í núverandi mynd. Hinn 21. apríl “87 ákvaö bæjarstjórn að viðhafa samkeppni um næsta áfanga breytingarinnar, þ.e. mótun Ráðhústorgs og Skátagils, en þaö opnast út í Hafnarstræti og um þaö liggur mikilvæg gönguleið, sem tengist miðbæjar- svæöinu. Samkeppnin var auglýst um miðjan september “87 og var skilafrestur ákveðinn til 26. nóvember. f keppnislýsingu sagöi m.a.: „Tilgangur sam- keppninnar er aö fá fram hugmyndir um mót- un og frágang svæðisins í samræmi viö þaö hlutverk sem því er ætlað í skipulagi miöbæjar sem útivistar- og göngusvæöi. Samkeppnis- formiö hefur verið valið vegna þess hve mikil- vægt er taliö að leita eftir snjöllustu lausnum á 44

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.