Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 52

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 52
Aðalskipulag Reykjavíkur 1984—2004 - landanotkunarkort. AÐALSKIPULAG 0G STEFNA BORGARYFIR- VALDA í EINSTÖKUM MÁLAFLOKKUM Pað er ekki hlutverk aðalskipulags að ákveða hversu margir skólar, dagvistarstofnanir, byggingar fyrir aldraða og ýmsar aðrar þjón- ustustofnanir verði byggðar á næstu 10 eða 20 árum. Það er fyrst og fremst hlutverk aðal- skipulagsins aö sjá til þess að nægjanlegt land- rými sé tekið frá á framtíðarbyggðasvæöum undir slíkar stofnanir og eins að finna fyrr- greindri starfsemi stað í eldri hverfum borgar- innar í samræmi við stefnumörkun borgaryfir- valda hverju sinni, en samkvæmt sveitarstjórn- arlögum skal sveitarstjórn á fyrsta ári hvers kjörtímabils semja og fjalla um þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins. 52 AÐALSKIPULAG OG ÍBÚAR Margvíslegar ákvarðanir í tengslum við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur skipta íbúa borgar- innar miklu máli. Aðalskipulag skapar forsendu fyrir frekari uppbyggingu og þróun borgarinnar og veitir einstaklingum, félagasamtökum og opinberum aöilum svigrúm til frekari fram- kvæmda á hinum ýmsu sviðum. Það veitir þessum aðilum jafnframt ákveðna réttarvernd og er íbúum borgarinnar til leiðbeiningar um hver framvindan verði í borginni næstu árin og áratugina. En ýmsar forsendur geta breyst á skömmum tíma og því hefur verið ákveðið að endurskoða aðalskipulagið í upphafi hvers kjörtímabils. I FRAMTÍÐARBYGGÐA- SVÆÐI (framhaldi af íbúöabyggðinni sem nú rís norð- an Grafarvogs, verður byggt á Borgarholti (norðvestan rannsóknarstofnana í Keldnaholti) og í landi Korpúlfsstaða. í framhaldi af upp- byggingu á þessum svæðum kæmi byggð í Hamrahlíðarlöndum og Geldinganesi. Á þess- um svæðum er ennfremur gert ráð fyrir at- vinnusvæöum. Eitt af markmiöum aðalskipulags Reykjavík- ur er að bæta við og þétta þá þyggð, sem fyrir er í borginni. Skúlagatan mun breyta um svip á næstu árum, en þar verða byggðar u.þ.b. 500 íbúðir. Mikil uppbygging á sér nú stað við Meistaravelli, Grandaveg, Pverholt, og á Rauö- arárholti verða byggöar u.þ.b. 60 íbúðir. ( nýstaðfestu deiliskipulagi miöbæjarins er enn- fremur gert ráð fyrir fjölgun íbúða á því svæði. Þessi uppbygging mun tvímælalaust styrkja

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.