Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 53

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 53
■ Garðsvœði og leikvellir Almenn útivistarsvceði íþróttasvceði & Hesthús r coif íi Siglingar ■ Gróðrastöðvar og garðlönd Flokkun opinna svæða. verslanir og þjónustustofnanir í miðbænum og lífga upp á þennan elsta og mikilvægasta hluta borgarinnar. UMFERÐ OG ÍBÚAR Hestir vilja geta ekið vítt og breitt um borgina án þess að verða fyrir miklum umferðartöfum. Ennfremur eru allir sammála um aö takmarka umferð eins og kostur er í íbúðahverfum, þannig að sem minnst hætta stafi af umferð- inni. Innflutningur á bifreiðum hefur á s.l. þrem árum aukist stórkostlega. Ástæöur: Tollalækkun, bensínlækkun og aukin kaupgeta fólks. Ríkisstjórnin setur á nýjan bílaskatt og fær þannig 600-700 milljónir kr. en stærsta sveitarfélagið, Reykjavík, þar sem þessi aukn- ing veldur einna mestum erfiðleikum, fær ekki eina krónu af þessum peningum til að þæta umferöarkerfið. Samkvæmt lögum skal ríkið bera kostnað vegna framkvæmda við þjóðvegi í þéttbýli (að- allega stofnbrautir) og greiðist sá kostnaður af svokölluðu bensínfé. Við síðustu efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar voru framlög til vega- mála skorin niður og gera má ráð fyrir að það bitni aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Hin vaxandi bifreiðaeign og bifreiðanotkun hefur gjörbreytt daglegu lífi og borgarbrag í Reykjavík á síðustu árum og áratugum. f að- alskipulagsvinnunni hefur umferðarskipulag borgarinnar verið endurskoðað í heild sinni. Lögð hefur verið áhersla á verulegar úrbætur á gatnakerfinu til þess að ástand umferðar og umferðaröryggi versni ekki, heldur verði bætt frá því sem nú er. I Til þess að auka umferöaröryggi, gera um- ferðina greiðari og draga úr umferð í íþúða- hverfum er lagt til aö stórátak verði gert á næstu árum í uppbyggingu stofnbrauta og tengibrauta. Það ert.d. alveg Ijóst að umferöin væri miklu greiðari á Reykjavíkursvæðinu ef búið væri að byggja Fossvogsbraut og Hlíðar- fót. Um Fossvogsbraut eru hins vegar verulega skiptar skoðanir, einkum vegna umhverfissjón- armiða. Bílar eru staðreynd og þaö er einnig stað- reynd að fólk kýs í miklum mæli að nota bílinn í margvíslegum tilgangi. Það þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn og segja að fólk eigi ekki að nota bílinn sinn heldur fara með strætó. f því felst engin lausn á umferðar- vandamálinu. Lausnin felst aðallega í því að fjölga stofnbrautum og bæta þær sem fyrir eru. Rað er mesti misskilningur og þekkingar- leysi að halda að með þessum aögerðum sé verið að fara þvert á hugmyndafræði skipu- 53

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.