Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Qupperneq 73

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Qupperneq 73
þéttbýli meö meira en 200 íbúum, en áttatíu árum síöar hafði þessu gersamlega veriö snúiö við en þá bjuggu aðeins 10% landsmanna í dreifbýli. Þessi breyting á byggöamynstri, sem er aö koma fram vestan hafs, er einnig aö líta dagsins Ijós hérlendis. Má nefna aö á Kjalar- nesi eru boðnar mjög stórar lóðir, 6-8 hektar- ar, sem eiginlega eru smábýli. Á smábýlum þessum, sem eru úr löndum Móa, Skrauthóla og Sjávarhóla, var hugsunin sú aö ábúendur gætu haft þar nokkra garðrækt og jafnvel hesta. Miðja vegu milli San Francisco og Los Angeles í San Luis Obis- po sýslu rísa villur eins og á myndinni er dæmi um á fjögurra hektara lóðum. Síðan 1970 hefur íbúafjöldi í San Luis Obispo sýslu aukist úr 100 þúsund í 200 þúsund. Margir búa í húsum eins og því sem myndin sýnir. Hluti skipulags smábýla í landi Móa, Skrauthóla og Sjávarhóla á Kjalarnesi. Lóðirnar eru 6-8 hektarar hver. Skipulag þarna vestan undir Esjuhlíðum mótast að nokkru af mikilli jarðvegsdýpt á svæðinu. Höfundur er Haukur Viktorsson arkitekt. Aö þessu leyti hafa jaröeigendur á Kjalarnesi verið á undan öörum hérlendis, en þó má ætla aö lóðirnar séu fullstórar, a.m.k. miöaö viö hvaö Bandaríkjamenn hafa talið hæfilegt. Einn- ig hafa nokkrar fjölskyldur flutt austur fyrir fjall, í ölfus og jafnvel Flóann, en sækja þó aö einhverju leyti vinnu til höfuðborgarsvæðisins. hessar breytingar eru þegar komnar fram hér á landi og aðeins tímaspursmál hvenær breyt- ingarnar leggjast yfir af fullum þunga. En hvaö meö landbúnaöinn? Hvernig getur hann brugöist viö nýjum búskaparháttum og breyttu byggðamynstri? ( erindi Guömundar Stefánssonar landbúnaðarhagfræðings á ráð- stefnu um byggöamál á Selfossi síðastliðinn vetur komu ýmsar athyglisverðar staöreyndir í Ijós. Auk þess sem dregur úr sölu hefðbund- inna búvara á sér staö veruleg hagræöing og framleiðniaukning. Þaö þarf því sífellt færri hendur til aö framleiða þaö sem til skiptanna er. Gera má ráö fyrir aö eftir nokkur ár muni ekki þurfa nema um tvö þúsund fjölskyldubú til aö anna þörf landsmanna fyrir mjólk og kinda- kjöt. Nú munu fjölskyldubú vera um fjögur þúsund. Og ekki verður séö aö aðrar búgreinar f dreifbýli komi til meö aö taka við því fólki sem nú starfar viö landbúnað. Þaö er nefnilega ekkert svigrúm viö óbreyttar aöstæður fyrir framleiðslu allra þeirra bújaröa sem nú er framleitt á. Þess vegna hefur stefna stjórn- valda í landbúnaöarmálum verið kölluö eyði- býlastefna. Og vafalítiö eiga bújaröir hér á landi eftir aö fara í eyði og kannski heil byggöarlög. En þaö er ekkert nýtt og hefur ekki áöur verið kallaö þjóöarógæfa. En af hverju má ekki líta á nýja búsetu þétt- býlisfólks í dreifbýli sem hluta svars viö þróun- inni? Eins og dæmin frá Bandaríkjunum sýna er hreyfanleiki flestra oröinn þaö mikill og mun aukast meö enn meiri bílaeign hvort sem okkur líkar það betur eöa verr. Er búseta mjög margra verulega langt frá t.d. Reykjavík vel möguleg. Þannig gæti fjöldi bænda dregið saman búskapinn án þess aö fara á vonarvöl og margir þéttbýlisbúar komist í sveitina burt frá hávaðanum sem jafnan er kvartað yfir I borgum og bæjum. En ýmis Ijón eru á veginum og enn eru dæmi frá Bandaríkjunum sem sýna hvar þau eru. Dreifbýlissveitarfélög sem hafa fyllst af borgarbörnum hafa ekki getað veitt þá þjón- ustu sem nauðsynleg er. Á þetta sérstaklega við um vatnsveitu og fráveitu en einnig um skóla og jafnvel löggæslu. Og fámenn sveitar- félög ráöa ekki við skipulag og stjórnun þegar slík holskefla ríöur yfir. Samvinna milli sveitar- félaga og samtaka þeirra í skipulagsmálum hefur verið ónóg og þróunin hefur ekki verið jöfn. Að sumu leyti er þetta því aö kenna að einstakir landeigendur hafa verið mjög frjálsir að því að selja land undir smábýli og hafa sveitarstjórnir lítt viö ráöiö. Annað stórt vanda- mál er aö vegakerfi hefur ekki verið undir það búið aö taka viö öllu því aukna álagi, sem breytt byggöamynstur hefur haft í för meö sér. Langar biðraöir myndast á þjóövegum inn í stórbæina og umferðin gengur hægt. Vegayfir- 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.