Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Síða 77

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Síða 77
SVÆÐISSKIPULAG SUÐURNESJA A » m árinu 1982 var fariö aö huga aö gerö svæöisskipulags fyrir Suðurnes. Ástæöur voru fyrst og fremst þær að menn sáu fram á aö erfitt yrði aö undirbúa lausn ýmissa vanda- mála á svæðinu nema með samstilltu átaki. ( þessu sambandi má nefna málaflokka svo sem vatnsbúskap og stjórn vatnstöku, umhverfis- skipulag, atvinnumál, orkumál og samgöngu- mál auk annarra þátta. Áriö 1985, [ apríl, var sett á stofn samvinnu- nefnd um skipulagsmál Suöurnesja og eiga öll sveitarfélögin á svæöinu, 7 að tölu, aöild aö henni auk utanríkisráðuneytis vegna flugvallar- svæöisins. Samkvæmt skipulagslögum skipaði hver framangreindra aðila 2 fulltrúa auk þess sem skipulagsstjórn ríkisins skipaöi formann. A fyrstu fundum í nefndinni kom fljótlega fram sú skoðun aö rétt væri að ráða skipulagssér- fræöinga til aö annast undirbúning og gerö svæðisskipulagsins fyrir nefndina. (júní 1985 var undirritaöur verksamningur viö Verkfræði- stofu Suðurnesja h.f. og Fjarhitun h.f. til aö vinna að svæðisskipulaginu. Samkvæmt verksamningi skyldi vinna aö sam- ræmingu og endurskoðun á skipulagi þess svæðis, sem tekur yfir umrædd sveitarfélög og flugvallarsvæðiö, eftir því sem þurfa þykir, og ganga frá tillögu aö svæðisskipulagi fyrir Suö- urnes, eins og segir í 2. gr. reglna fyrir sam- vinnunefnd um skipulagsmál á Suðurnesjum. Samkvæmt verklýsingu var ætlunin aö kanna landgæöi og auðlindir svæöisins og gera grein fyrir nýtingu þeirra. Svæöisskipulagiö skyldi taka til stærstu sameiginlegra hagsmunamála sveitarfélaganna og Suöurnesja og þar veröi mörkuö samræmd heildarstefna um hag- kvæma þróun byggðar og landnotkun á svæö- inu. Höfö hefur veriö hliðsjón af aöalskipulagi þeirra staöa, sem staöfest hefur verið, og drögum aö aöalskipulagi hinna staðanna, sem ekki hafa lokiö viö gerð aöalskipulags. Helstu staðreyndir af þessum aðalskipulagskortum hafa verið settar inn á svæðisskipulagiö, en ekki hefur verið fariö út í smærri atriði nema þaö væri þáttur í samræmingu. Pess er einnig aö geta, aö svæðisskipulagið er aö sjálfsögöu ekki tæmandi, þaö tekur aöeins til ákveðinna þátta svæöisskipulags, þótt reynt væri að taka sem mest meö. Sem dæmi má nefna vegakerfið, en ekki er farið út í nema aðalatriði þar, eins og t.d. legu aðalvega, en ekki minniháttar vega eöa gatnamóta. Eins má nefna drög aö skipulagi útivistar, þar sem sýnd eru helstu útivistarsvæði og aðkoma aö þeim. Samvinnunefndin hefur nú lokiö viö gerð svæðisskipulagsins og mun til- lagan veröa send til umfjöllunar í sveitarstjórnunum. Stefnt er að því aö svæðisskipulag Suðurnesja veröi staðfest, sbr. 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Á ár- inu 1985 var 14.281 íbúi á Suðurnesjum og er gert ráö fyrir aö þeir veröi á bilinu 17.200- 19.200 í lok skipulagstímabilsins, þ.e. áriö 2007, þar af um 12.000 í Keflavík og Njarðvík. ( greinargerö meö svæðisskipulaginu er m.a. fjallaö ítarlega um ferskvatn og segir þar m.a.: Vatnafræöi Suöurnesja er alveg sérstök. Úr- komuvatniö, sem fellur til jaröar á vestanverö- 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.