Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 79

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 79
öðrum greinum, væntanlega einkum í iðnaöi og þjónustu. í þessari samantekt hefur verið stiklað á stóru varðandi tillögu að svæðisskipulagi Suður- nesja. Eins og áður sagði er næsta skref að fjalla um tillöguna í sveitarstjórnunum, og er stefnt að því að tillagan verði auglýst fyrir al- menning og síðan staðfest af félagsmálaráð- herra sem svæðisskipulag fyrir Suðurnes. 1984 voru 7850 ársstörf á svæðinu, þar af rúmlega 29% á Keflavíkurflugvelli og varnar- svæðum, en um fjórðungur starfsfólks þar kemur af höfuðborgarsvæðinu. Á sama ári voru ársverk fólks með lögheimili á Suðurnesj- um um 6900 samtals. Mismunurinn jafnast með aðkomnu vinnuafli. Gert er ráð fyrir aö mannaflinn á Suðurnesjum aukist um 2500 manns á næstu 20 árum, 140-150 á ári fyrst í stað en lækkar svo niður í 90-100 á ári í lok skipulagstímabilsins. fjölgað á Keflavíkurflugvelli og varnarsvæðum og einnig í iðnaði og byggingum í sveitarfélög- unum og í verslun og þjónustu. Segja má að atvinnulíf sé nokkuð einhæft á smærri stöðun- um á Suðurnesjum, en benda má á í því sam- bandi að Suðurnes eru eitt atvinnusvæði og samgöngur eru yfirleitt góðar. Störf á Suðurnesjum (framboð á starfstækifær- um) eru nokkru fleiri en mannafli þar. Árið Iágiskun um þróun atvinnulífs á svæðinu næstu 10 ár er reiknað með að fjöldi starfa í sjávarútvegi haldist svipaöur og einnig að fjöldi starfa á Keflavíkurflugvelli og varnarsvæðum verði svipaður. Hins vegar er þar reiknað með því, að aukning verði í fisk- eldi, iðnaði og þjónustu í sveitarfélögunum. Ef samdráttur verður í starfsemi á Keflavíkurflug- velli og varnarsvæðum yrði að skapa ný störf í Skráð atvinnuleysi hefur verið lítið á Suðurnesjum eins og annars staðar á landinu, en hefur aukist síðustu ár. Árið 1984 voru að meðaltali um 130 atvinnulausir yfir árið á Suðurnesjum og 1985 um 250 manns og er atvinnuleysið aðallega í mánuðunum nóvember til febrúar. Aöalorsak- irnar eru að líkindum sveiflur í störfum við sjávarútveg og á Keflavíkurflugvelli. Þær upp- lýsingar, sem aflað hefur verið um atvinnumál, benda til vissrar stöðnunar í atvinnulífi í sveit- arfélögunum á Suðurnesjum. Nú er ekki hlut- verk svæðisskipulags að grípa inn í efnahags- lega þróun i þjóðfélaginu. Hins vegar er það skylda að benda á og vara við hættulegri eða óheillavænlegri þróun. Pannig er þróunin í sjávarútvegi á svæðinu síðustu misserin með sölu á fiskiskipum og aflakvótum frá svæðinu óheillavænleg. Mikilvægt er að stuðla að eflingu atvinnulífs á Suðurnesjum, t.d. með aukinni þjónustu, og að nýta þá kosti sem svæðið býður upp á, sbr. staðsetningu alþjóöaflugvallar á svæðinu. Pá er aðstaða mjög góð til fiskeldis, og svo er nauðsynlegt að hlúa að þeirri starfsemi sem fyrir er, þ.ám. sjávarútvegi. 79

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.