Arkitektúr og skipulag


Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 60

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 60
HUSAGERÐANORÐURSLOÐUM HÖF: EINAR ÞORSTEINN ÁSGEIRSSON, hðnnuður. Einn af þeim þáttum, sem geta haft áhrif á húsagerð, er umhverfið, sem húsunum er ætlað að vera í. Eg segi geta haft vegna þess, að það er engan veginn sjálfgefið að íhugmyndaheimi hönnuðarins sé þessi þátturmikilvægur, jafnvel er hann ekki fyrir hendi. Eins og allir vita sem hafa verið við nám á arkitektaskólum, er þjálfunin í fagurfræðilegum sjónarmiðum eða leik form-anna meginuppistaða námsins. En við þá meginuppistöðu tengjast síðan allir hinir þættimir, sem nauðsynlegt er að kunna skil á, þegar hanna skal byggingu. Allt er þetta nú gott og blessað, já og nauðsylegt að vissu marki. En hins vegar má gagnrýna þær tískusveiflur form- anna, sem tröllríða arkitektúrdeildunum hverju sinni, þannig að útskrifaðir nemendur telja oftast sinn formaleik stóra- sannleik, jafnvel alla starfsævi sína. Þeir sleppa aldrei úr viðjum „teikni-heimsins“ þar sem engin veður ríkjaog iðjagræn tré skreyta hvern krók og kima. Sannleikurinn er auðvitað sá, að hönnuðurinn verður að halda áfram að læra alla sína ævi og jafnvel byrja upp á nýtt í formhugsun, ef umhverfið sem hann hannar fyrir krefst þess. Húsagerð á norðurslóðum krefst meira af hönnuðum en húsagerð við Miðjarðarhafið til dæmis. Það er að segja ef hönnuðurinn vill í raun og veru aðlaga form sín aðstæðum: Vinna með náttúrunni en ekki móti henni. Og hvar sem er í heiminum þarf hann aldrei að leita langt að arfleifðinni, því að hvar sem er standa byggingar fortíðarinnar, sem ávallt hafa að geyma margar lágtæknilausnir sem eru í fullu gildi enn í dag. Sameining þeirra við hátæknimöguleika nútímans ætti að geta gert mögulega húsagerð, já ef menn vilja vera hátíðlegir: húsagerðarlist, sem ekki bara ber einkenni um-hverfis síns heldur er betri samtenging fólksins, sem húsin notar, við land sitt. Leiðimar em margvíslegar og væntanlega niðurstöðumar fjölskrúðugar: Eina sem til þarf er skilningur á því hvað húsagerð(arlist) er í raun og vem. Þau sjónarmið, sem undirritaður hefur haft í gerð húsa fyrir norðurslóðir, em í stómm dráttum þau ofannefndu. Þróunin hefur verið hægfara síðustu átta árin, en jöfn og er engan veginn á lokastigi. Til að forðast misskilning er rétt að taka strax fram að hér er alls ekki um að ræða formræna stefnu í arkitektúr (formin geta verið hvemig sem er), enda þótt megináhersla hafi verið lögð á hvolfþök (á alþýðumáli: kúluhús). Miklu frekar er hér á ferðinni hugmyndafræðileg stefna er nú um stundir virðist beinast í átt til vistfræði, en gæti þess vegna verið eitthvað allt annað frá seinni tíma bæjar- dyrum séð. Fyrir 20 árum, er undirritaður lauk námi í húsagerðarlist, ríkti oftrú á steinsteypu á Islandi. Og ekki nóg með það: bygging- artæknin var öll í höndum hugmyndafræðilegrar alþýðutrúar, stefnumótun þeirra, sem þekkinguna höfðu, var nánast engin. Sem dæmi um þetta getum við tekið einangrun steinhúsanna: Hún var sett innan á útveggina. Allir sem eitthvað höfðu lært um húsagerðarlist vissu vel að þetta var rangt. En það var eins og þegjandi samkomulag um það hjá byggingaraðilum að svona væri þetta best á Islandi. Undirritaður vakti þegar máls á þessu á opinberum vettvangi og lagði auk þess til að einangra rétt öll þau hús að utan sem hann kom nálægt. Oftast við litlar undirtektir. En þó kom það fyrir að slíkt heppnaðist, þannig að staðfesting fékkst á því að sama eðlisfræði gildir á íslandi og úti í hinum stóra heimi. Nú mætti ætla að fjölmiðlamir hefðu haft einhvem áhuga á slíkum niðurstöðum, úr því að mötunin kom ekki frá þeim er þekkinguna höfðu, sem vissulega gætu haft geysimikil áhrif á þjóðhagslega afkomu íslensku þjóðarinnar. En nei, þetta var of stórt mál til þess, e.t.v. hagsmunamál einhvers fjáraflahóps- ins. En hitt er augljóst að alkalítímabil íslenskrar húsagerðarlistar, sem enginn vill taka afleiðingunum af, hefði mátt varast með einangruninni á réttum stað: Utan á burðarveggjunum. Nú kann einhver að spyrja: Hvað er nú? Er ekki einangrunin innan á steinsteypuveggjunum? Það má vel vera og kannski í samræmi við fortíðarhyggju landans almennt. En þetta er eins og með fleira: Hver fær þá arkitekta, sem hann á skilið. Það er ekki von til þess, að þeir sem ekki sinna svo einfaldri hugsun eins og að leiðrétta byggingareðlisfræðilega útfærslu á húsum sínum, sem færði viðskiptavinum hreinan fjárhags- legan gróða, geti skilið hugsun eins og þá, að umhverfi geti haft áhrif á húsagerð lands á norðurslóðum. Og sennilega er einmitt þetta ástæðan fyrir fátækt íslenskrar húsagerðarlistar. En lítum nú stuttlega á tilraunir undirritaðs með byggingar fyrir norðurslóðir. Fyrstu húsin voru gerð með bandarískri tækni og grunnmyndarlausnir voru einnig mjög svipaðar og þær er tíðkast vestra. Mjög fljótlega (1972) kom þó upp sú hugmynd að tengja þessi nær geimferðalöguðu burðarform við lágtæknilausnir íslenska bóndabæjarins. T.d. með notkun torfhleðslu utan á húsin og jafnvel einnig að einhverju leyti innan í þeim. En eftir nokkra nýþróun byggingatækninnar á árunum 1982-84 var gerð útfærsla sem sameinaði þetta tvennt: Nýja evrópska byggingartækni og torf á ytra byrði. Þetta er sumarhús þeirra Gústafs og Bjargar við Apavatn sem reist var 1984. Tveim árum seinna mótaðist síðan garðbýlishús þeirra 58 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.