Arkitektúr og skipulag


Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 73

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 73
laganna sé kannaður og endurskoðaður á kerfisbundinn hátt.” Trausti nefnir enn fremur til stuðnings þessari skoðun sinni að rannsóknir á streitu og tengslum hennar við heilbrigði manna gefi tilefni til að það umhverfi sem einum er hollt er öðrum það alls ekki. Því verði að taka meir mið af hverjum einstaklingi í stað einhvers staðaleinstaklings: „Hitt finnst mér sem hönnuði aftur á móti merkilegt að heyra, sem læknisfræðilega skoðun, að A-manngerðinni (átakamönnum) sé jafnhættulegt að vera án stressins eins og B-mönnum sé hættulegt að vera undir miklu álagi. Mér finnst þetta merkilegt því að þetta, ásamt ýmsu öðru, bendir til að rangt sé að búa til algildi um hvaða tegund umhverfis og hvaða magn áreitis henti fólki best. Heilbrigðis- og byggingasamþykktimar í Reykjavík úa og grúa af svona stórusannleikum og verða því beinlínis trygging þess að einhverri óljósri meðalmanngerð líði vel í umhverf- inu. Dæmi um þetta er bannið við því að íbúð snúi aðeins í norður. Eru læknisfræðilegu rökin fyrir þessu svo sterk að þau réttlæti þetta bann? Er ekki ýmsum (þunglyndum) hentugast þetta magn birtu? Eða svo annað dæmi sé nefnt: Eru rökin fyrir því að lofthæð megi ekki vera undir 2,5 m, nógu sterk? Eg tel að taka þurfi þessar reglugerðir til gaumgæfilegrar endurskoðunar með það að leiðarljósi að útrýma grófum alhæfingum. Eg tel að minna ætti að nota bönn, en nota frekar leiðbeiningar eins og t.d. þá að íbúar á elliheimilum, skólum og spítölum þoli illa meira en svo og svo margra desibela hávaðafrá bílum og flugvöllum, en flestir aðrir þjóðfélagshópar meira.” I ritgerð Trausta er vikið að því hvemig skipulag byggðar og samfélags hérlendis hefur leitað fyrirmynda erlendis, sem virðast líta á einstaklingana sem hluta af einhverjum hópi þar sem mest er um vert að allir séu sem líkastir: „Islenskt þjóðfélag hefur smitast mjög af þeirri skandinavísku tilhneig- ingu að reyna að þrýsta öllum og öllu inn í sama mótið. Einna frægast dæmi um þetta er norsk-finnska skipulagið af Fossvogshverfinu, þar sem arkitektar voru neyddir til að fylgja þröngri fyrirsögn, þótt húsin ættu að byggjast spýtu fyrir spýtu, meðan kollegar þeirra víða erlendis áttu við þann vanda mestan að etja að finna hvernig hægt væri að losna undan þeim skorðum einhæfni, sem stöðlun byggingaeininga setti hönnun. Eg er þeirrar skoðunar að líðan fólks sé svo háð nákvæmri hönnun hýbýla, er tekur til þarfa og smekks íbúanna, að þau þurfi að vera sem næst „klæðskerasniðin” fyrir hverja fjölskyldu. Staðlaðar lausnir þarf að líta á sem frumstætt þróunartímabil í þjóðfélaginu, sem beri að yfirvinna.” I öðrum kafla ritgerðarinnar tekur Trausti til skoðunar skipu- lagslöggjöfina íslensku og fjallar um nýjan grundvöll fyrir hana. Framarlega í kaflanum segir: „Það mun vera útbreiddur misskilningur að skipulag feli það í sér að setjast niður með blýant og fara að teikna. Þetta er þó alrangt, því skipulag er fyrst og fremst fræðileg vinna. Ekki er óalgengt að slík vinna við aðalskipulag taki mörg ár, en að teiknivinnan - sem kemur mest í lokin - taki aðeins 2 til 3 daga. Jafnvel deiliskipulag er líka að mestum hluta fræðileg vinna. Misskilninginn á orðinu skipulag má að nokkru leyti rekja til nafnsins á riti Guðmundar Hannessonar „Um skipulag bæja”, því að í raun réttri telst meira en helmingur efnis bókarinnar til umfjöllunar um arkitektúr: hönnun og gerð húsa. Þessi galli, að skipulagsumræðan hér á landi hefur tíðum festst í arkitektónískum útfærsluatriðum, hefur leitt til þess að sú stærri hugsun, sem skipulagi er ætlað að gera skil, hefur fengið miklu minni og ómarkvissari umræðu en skyldi. Þessara ágalla sér skýran stað í skipulagslögunum íslensku. T.d. er næsta lítið gert að því að móta farveg því fræðilega starfi, sem er hvað afdrifaríkast í skipulagsstarfinu.” Það sem Trausta finnst helst á skorta hvað varðar fræðilegan grundvöll skipulagslöggjafarinnar íslensku er að heil- brigðissjónarmið í skipulagi gera kröfur um aukna líkams- hreyfingu fólks, minnkaðan tóbaksreyk, minnkun loft-, hávaða- og sjónmengunaraf óþrifalegri starfsemi, aukin tengsl í borgum og að menningar- og fagurfræðileg gildi verði hafin til vegs og virðingar í umhverfishönnun. Þriðji kafli ritgerðarinnar tekur til þess sem höfundurinn nefnir „frumþætti nýrrar skipulagsstefnu”. Þar eru þrjú ný stefnumið kynnt til að taka við af úreltri stefnu og bent á hverjar breytingar þurfa að verða á skipulagslögunum. I stuttu máli eru stefnumiðin þessi: 1. Hinni neikvæðu hólfunartilhneigingu verði mætt með blöndun, tengingum og myndun heilda. 2. Vélrænu heimsmyndinni sé mætt með lífrænum skipulagsmynstrum. 3. Fúnksjónalisma sé mætt með áherslu á listræn og mannleg gildi. I ritgerðinni eru svo sýnd nokkur hönnunardæmi til útskýringar á hvemig beita má þessum nýju stefnumiðum. Sjónarmið þau, sem fram koma í ritgerð Trausta Valssonar, um nauðsyn heildarsýnar á skipulagsmálin og að líta lífrænt en ekki vélrænt á umhverfi okkar eru að vísu ekki ný; á þessum nótum hafa ýmsir erlendir hugsuðir tjáð sig í ræðu og riti á síðustu árum. Það berafturá móti nýrra við að um slíkt sé ritað á íslensku og var þó mál til komið. Einkum ber að fagna hvatningunni til heilbrigðisstétta um að láta til sín taka við mótun skipulagsstefnu líkt og gerðist á fyrri hluta aldarinnar þegar Guðmundur Hannesson var upp á sitt besta. Fyrirhugað er að gefaritgerðina út í sérútgáfu af Læknablaðinu í haust, og þá einnig ritgerð þá sem önnur verðlaun hlaut í verðlaunasamkepppni læknafélaganna. Þar gefst kostur á að kynna sér sjónarmið Trausta Valssonar og höfunda 2. verðlaunatillögunnar beint og milliliðalaust. I ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.