Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 92
ARKITEKTAFELAG ISLANDS
NORRÆNN STJÓRNARFUNDUR Á LAUGARVATNI
Dagana 15. 16. og 17. júní stóð Arkitektafélag íslands
fyrir norrænum stjórnarfundi, sem haldinn var á Laug-
arvatni. Fundir þessir eru haldnir árlega og skiptast
norrænu arkitektafélögin á um að halda þá. Samstarf féla-
ganna hefur í gegnum árin verið gott, en starfið að miklu leyti
miðlun upplýsinga um ýmis atriði sem snerta störf arkitekta á
Norðurlöndum. Það er yfirlýstur vilji stjómarmanna að auka
samstarfið og styrkja það enn frekar.
Af Islands hálfu sátu þennan fund Stefán Benediktsson,
formaður AI, Stefán Örn Stefánsson, gjaldkeri, Jón Ólafur
Ólafsson, ritari, Sigurður Harðarson, meðstjómandi og Lárus
Bjömsson, framkvæmdarstjóri Arkitektafélagsins. Þá naut
fundurinn aðstoðar Guðrúnar Jónsdóttur, Hafdísar
Hafliðadóttur og Ólafs Halldórssonar, sem öll eru félagar í AÍ.
Meginviðfangsefni þessa fundar voru tvö:
Afmælisbarn á tímamótum - Arkitektafélag Islands 50 ára.
Viðfangsefnið var rætt í ljósi áætlunar um stofnun
Arkitektaskóla á íslandi.
Framlag Islendinga var m.a. sýning á skuggamyndum, sem
Ólafur Halldórsson, arkitekt FAI, stóð fyrir og erindi
Guðrúnar Jónsdóttur, arkitekts FAI, um menntun í bygg-
ingarlist á Islandi. Guðrún átti sæti í nefnd á vegum
Menntamálaráðuneytisins, sem kannað hefurmenntunarmál í
byggingarlist. Alit og niðurstaða nefndarinnar varð sú „að
hefja skuli sem fyrst kennslu í byggingarlist á Islandi. Stefna
beri að fyrrihlutanámi með samvinnu við erlenda háskóla um
seinni hluta náms“.
Það vakti athygli Islendinga hversu eindreginn stuðningur
norrænu arkitektafélaganna er við þessi áform og þær hug-
myndir, sem fram komu á fundinum um samnorræna
eftirmenntun arkitekta.
Þá fjallaði fundurinn um áhrif óskipts innri markaðar innan
Efnahagsbandalagsins fyrir árslok 1992 á norrænt samstarf
arkitekta og hvaða breytingar það hefur í för með sér, með
tilliti til atvinnuréttinda og menntunar norrænna arkitekta.
Hafdís Hafliðadóttir, arkitekt FAI, sat fundinn f.h.
menntamálanefndar og kynnti það starf, sem unnið hefur verið
á vegum nefndarinnar um þetta efni. Þá hafði Ebbe Melgaard,
arkitekt SAL, ýtarlega kynningu á því starfi sem hann hefur
tekið þátt í fyrir hönd danska arkitektafélagsins og
arkitektaskólans í Kaupmannahöfn.
Stefnt er að sameiginlegum vinnumarkaði innan EB, sem felur
í sér rétt til að velja sér atvinnu og búsetu án tillits til
landamæra og þar með gagnkvæma viðurkenningu á prófum
og starfsréttindum. Unnið er að því að samræma menntunar-
og starfsréttindi milli aðildarlandanna. Öll EFTA- ríkin hafa
lýst áhuga sínum að hafa samstarf við EB- ríkin um menntun
og starfsréttindi.
Það er talið nokkuð víst að norrænir arkitektaskólar muni
uppfylla kröfur EB, en þegar er ljóst að nokkrir skólar sunnar
í álfunni verða að breyta námskrá sinni og námslengd til þess
að uppfylla þessar kröfur.
Hverju landi innan EB verður frjálst að setja strangari kröfur
um menntun og starfsréttindi, en ekki í þeim tilgangi að
mismuna borgurum frá öðrum EB- löndum. Þá þykir nokkuð
ljóst að t.d. Danir geta áfram tekið óhindrað þátt í norrænu
samstarfi og norrænir borgarar átt kost á að mennta sig og
vinna í Danmörku, með þeim takmörkunum sem EB- kröf-
urnar setja.
Það er athyglisvert að réttindi byggingarfræðinga til þess að
starfa sem „skrásettir arkitektar“ innan EB verða miklum
takmörkunum háð og er það með réttu áhyggjuefni að íslensk
byggingaryfirvöld gera minni kröfur til starfsréttinda en EB-
ríkin munu gera. Þetta vekur spumingu um hvort núverandi
fyrirkomulag á verndun arkitektastarfsheitisins þurfi
endurskoðunar við.
Stjómir arkitektafélaganna samþykktu í lok fundarins
svohljóðandi ályktun:
„NORRÆNIR ARKITEKTAR STYÐJA ÁFORM UM
STOFNUN SJÁLFSTÆÐS ARKITEKTASKÓLA í
REYKJAVÍK.
Norrænu arkitektafélögin hafa setið sameiginlegan stjómar-
fund á Laugarvatni dagana 15.-17. júní 1989.
A fundinum var upplýst um áform þess efnis, að koma á fót
kennslu í byggingarlist á Islandi.
Löng hefð er fyrir því að senda væntanlega arkitekta til náms
erlendis og hefur það verið innblástur fyrir þróun íslenskrar
byggingarlistar.
En það verður að horfast í augu við mikilvægi þess að
byggingarlistamám eigi rætur í þeim sérstöku svæðis-bundnu
og menningarlegu forsendum, sem einkenna Island.
Reynslan sýnir að þeir arkitektaskólar, sem stofnsettir hafa
verið á Norðurlöndum, hafa ætíð styrkt sjálfsímynd - og verið
jákvæð viðbót við menningarlega, tæknilega og efnahagslega
þróun þeirra svæða, sem þeir er staðsettir á.
Stofnsetning 3ja ára grunnmenntunar mun verða góð byrjun
í þá átt, að byggja upp fullnaðarkennslu í byggingarlist á
háskólastigi.
Það mun á sama hátt skapa forsendur fyrir rannsóknammhverfi,
sem mun skapa framþróun í íslenskri bygging-arlist og
byggingariðnaði í landinu.
Norræni stjómarfundurinn mælir innilega með stofnun
sjálfstæðs arkitektaskóla í Reykjavík og vill við stofnun hans
stuðla að samvinnu við arkitektaskólana á hinum
Norðurlöndunum, þar með talið kennara- og nemenda-
skiptum. Norrænir arkitektar ályktuðu á sama fundi, að stuðla
að samnorrænni eftirmenntun arkitekta og þar með styrkja
norræn menningartengsl og samstarf‘.
Arkitektafélögin munu snúa sér til Norðurlandaráðs hvað
þetta varðar “. U
90
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG