Arkitektúr og skipulag


Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 23

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 23
Eigendur sumarbústaða njóta þess margir að eyða stórum hluta frítímans í byggingarframkvæmdir og viðhald bústaðarins Úthlíð Hvaö þarf staöurinn aö bjóöa upp á? Þegar litið er á þróun liðinna ára er greinilegt að einkum er leitað eftir aðstöðu fyrir bústaði á svæðum sem liggja vel við samgöngum og þar sem stutt er í þjónustukjama. Gjarnan er sóst eftir kjarr- eða skóglendi og jarðhiti er talinn mikilvægur og í mörgum tilvikum sjálfsagður kostur. Dvölin í frítímanum verður að vera þægileg og bjóða upp á leik og starf fyrir alla fjölsky lduna. I framtíðinni eru allar líkur til þess að meiri áhersla verði lögð á uppbyggingu miðstöðva eins og dæmi eru um eða vísir að í Munaðamesi, Ölfusborgum og Húsafelli. Til að gera slíkt mögulegt þarf sameiginlegt átak félagasam- taka og lan- deigenda. A nýjum svæðum þarf að vera hægt að bjóða upp á góða þjónustu og fjölbreytta útivistarmöguleika. Velja þarf hverju nýju svæði ákveðið svið sem megináhersla verður lögð á að bæta, því ekki er hægt að ætlast til að á hverju svæði verði hægt að bjóða upp á alla möguleika til útivistar. Hvert svæði hefur þá sín sérkenni og fólk breytir til með því að leigja bústað við hafið eitt árið og næsta ár í nálægð við jarðhita, garðyrkju og leirböð. Ef bústaðasvæði er valinn staður við stöðuvatn þarf að nýta þá auðlind á sem bestan hátt. Með bátaleigu og sölu á veiðileyfum, seglbrettaleigu, köfunarnámskeiðum og námskeiðum í siglingarfræðum, vatnalíffræði og fuglaskoðun er hægt að bjóða upp á fjölbreytta möguleika. Ef valinn er staður þar sem nægjanlegt er af heitu vatni eru möguleikarnir ótakmarkaðir fyrir sundlaugar, vatnsrenni- brautir, gufu- og leirböð. Skipulag svæðanna og hönnun mannvirkja þarf að vera þannig að náttúrleg umgjörð haldist. Ef um garðyrkju eða gróðurhúsarækt er að ræða í næsta nágrenni er hugsanlegt að þeir sem á svæðinu dvelja gætu veitt aðstoð og ræktað þannig á óbeinan hátt eigið grænmeti um leið og þeir kynnast og læra af störfum heimamanna. A sumum sumarbústaðasvæðum mætti leggja aðaláherslu á nálægð og umgengni við dýr og þá sérstaklega hesta. Þar þarf að vera gott kerfi reiðvega og vellir með aðstöðu til hestaíþrótta. Á öðrum svæðum væri hægt að leggja aðaláherslu á góða aðstöðu til vetraríþrótta, s.s. skíðalyftu og brautir til skíðagöngu, hugsanlega með tengslum við nýtingu heita vatnsins. Nálægð við hafið og þá möguleika sem þar bjóðast höfðar til margra. Þar þarf að huga að smábátahöfn og aðstöðu til að leggja upp afla. I vissum tilvikum má finna svæði þar sem hægt er að sameina flest það sem hér hefur verið nefnt en þeir staðir eru ekki margir. Landrými er ekki ótakmarkaö.Þegar litið er til landsins alls þá mætti í fljótu bragði ætla að svæði sem henta vel til byggingar sumarbústaða væru nánast ótakmörkuð. Þegar betur er að gáð og athugaðar vegalengdir, náttúrufegurð, kyrrð, skjól og yfirleitt allt það sem fólk veltir fyrir sér, svo sem þjónusta, þá býður landið alls ekki upp á ótakmarkaða möguleika fyrir komandi kynslóðir. Þar getur komið að þeir verði ekki margir sumarbústaðirnir þaðan sem líta má til allra átta án þess að sjá ánnað mannvirki. Takmarkaö fjármagn þarf aö nýta vel. íslendingar hafa fjárfest mikið í sumarbústöðum og eiga að öllum líkindum eftirað halda þvíáfram. Allt bendirtil þess að fólk vilji komast út úr þéttbýlinu á dvalarstað þar sem hægt er að hafa eitthvað skapandi fyrir stafni s.s. smíðar og ræktun. Til að mæta þeirri þörf þurfa forráðamenn sveitarfélaganna í landinu að skoða vel sinn hug til þess hvemig eigi að standa skipulega að ákvörðunum og framkvæmdum þannig að landið bíði ekki tjón af og það fjármagn sem í þennan málaflokk fer nýtist sem best. Við skipulag bústaðasvæða og hönnun einstakra húsa þarf að hafa í huga að besti leikfélaginn er náttúran sjálf. Til hennar þurfum við að geta sótt kraft allan ársins hring. Sá kraftur er okkar auðlind sem nýta verður varlega og af skynsemi eins og aðrar ómetanlegar náttúrlegar auðlindir. I ARKITEKTUR OG SKIPULAG 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.