Arkitektúr og skipulag


Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 56

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 56
áætlað hafði verið. í ábendingum er lagt til að meta skuli áhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum sem gera má ráð fyrir að hafi afgerandi áhrif á umhverfið. Hér er átt bæði við framkvæmdir einkaaðila og opinberra aðila, en einnig er rætt um að æskilegt sé að gera á svipaðan hátt grein fyrir þeim afleiðingum, sem framkvæmd ákveðinnar stefnu og áætlana geti haft. Aþaðer bent aðvið hverjategundframkvæmdarfaraáhrifin að verulegu leyti eftir staðsetningu, stærð, útfærslu eða hönnun viðkomandi framkvæmdar. Þó hægt sé að flokka ákveðnar framkvæmdir þannig að ávallt - eða aldrei sé nauðsynlegt að meta áhrif þeirra verða flestar framkvæmdir ekki flokkaðar þannig. I ábendingum Efnahagsbandalagsins er gert ráð fyrir því, að framkvæmdaaðili sjái um þetta mat á umhverfisáhrifum í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld, en nauðsynlegt er að skilgreina nákvæmlega, hver gerir hvað og hver greiðir fyrir þessar athuganir. I tilmælunum er einnig gert ráð fyrir að frá því sé greint í fjölmiðlum, að sótt hafi verið um leyfi til framkvæmda og auk þess er lagt til að niðurstöður athugana séu kynntar hlutaðeigandi aðilum og að einnig sé leitað eftir skoðunum almennings. Til þess að svona athuganir séu teknar trúanlegar er nauðsynlegt að almenningur fái nægar upplýsingar um málið frá upphafi og taki virkan þátt í umræðu um þessi mál. Einstaklingar og samtök þeirra geta líka vitað meira um ákveðnar framkvæmdir og áhrif þeirra en bæði framkvæmdaaðilar og skipuleggjendur og því er nauðsynlegt að leita eftir þessari þekkingu. Þetta er einnig mjög æskilegt til þess að tryggja að fullt tillit sé tekið til allra kosta sem koma til greina við viðkomandi framkvæmd. REYNSLA HOLLENDÍNGA . Af þeim þjóðum í Evrópu sem helst hafa tekið þessi mál föstum tökum, má taka dæmi af Hollendingum. Þar ákvað ríkisstjómin fyrst, að áhrif framkvæmda á hennar vegum skyldu metin til þess að fá reynslu af framkvæmd þessara mála. Lagafrumvarp um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda varsíðan lagtfyrirHolIenskaþingiðímaí 1981. Þessilöggjöf nær bæði til mats á áhrifum einstakra framkvæmda og mats á afleiðingum af ákveðinni stefnumörkun. Með löggjöfinni er þess krafist að mismunandi kostir sem koma til greina við viðkomandi framkvæmd séu metnir. Einnig er nauðsynlegt að lýsa þeim kosti sem hefur minnst áhrif á umhverfið, og a.m.k. einn kostur þarf að fela í sér bestu þekktar aðferðir við að koma í veg fyrir óæskileg áhrif á umhverfið. I upphafi þessara athugana er gert ráð fyrir að hlutaðeigandi ráðuneyti og málsaðilar komi sér saman um það hvemig slíkt mat sé gert og til hvaða þátta það nái. Þetta mat er einungis framkvæmt viðvíkjandi fyrirhuguðum framkvæmdum og stefnu, sem gæti haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir umhverfið. Þær framkvæmdir og aðgerðir sem hér er um að ræða eru t.d. þjóðvegir og stofnbrautir, meiri háttar iðnfyrirtæki, námugröftur og malartekja, stíflur og uppistöðulón, meiri háttar jarðvatnsöflun, stórar frárennslishreinsistöðvar,byggingasvæði í þéttbýli, meiri háttar útivistarsvæði og fyrirhuguð notkun ákveðinna hættulegra efna. I endanlegu mati yfirvalda á viðkomandi framkvæmd og ákvörðun um hana verður m.a. að koma fram, hvers vegna ákvörðunin er tekin, og er þessi niðurstaða birt. Einnig er sú kvöð lögð á yfirvöld að þau fylgist með áhrifum af viðkomandi framkvæmd, þannig að það sé tryggt að hún verði innan fyrirfram ákveðinna marka. HVAÐ ÆTTUM VIÐ AÐ GERA? Þótt kerfisbundið mat á áhrifum meiri háttar framkvæmda verði í ljósi þess sem hér hefur verið sagt að teljast æskilegt, er það síður en svo alltaf auðvelt í framkvæmd. Þó eru flestir sérfræðingar á þessu sviði þeirrar skoðunar að sú aðferðafræði, sem hefur þróast í þessum málum á undanfömum árum, sé það skásta sem hægt er að bjóða upp á. Erfiðleikamir við að meta heildaráhrif framkvæmda, svo vel sé, em samt talsvert miklir. Annars vegar eru atriði, sem tiltölulega auðvelt er að mæla, en hins vegar eru atriði sem mun erfiðara er að mæla og meta, svo vel sé, jafnvel þótt þessi atriði séu engu að síður mikilvæg. Þar sem reynsla er komin á slíkt kerfisbundið mat á áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda hefur það þó sýnt sig, að þessar athuganir þurfa ekki að tefja fyrir framkvæmdum ef vel og tímanlega er að þeim staðið. Kostnaður við þessar athuganir hefur líka alla- jafna verið innan við 0,5% af framkvæmdakostnaði. A hinn bóginn hafa þessar athuganir nær alltaf leitt til mun æskilegri og betur un- dirbúinna framkvæmda en ella. Þótt ekki sé nauðsynlegt að láta framkvæma slíkt formlegt mat á umhverfisáhrifum allra fyrirhugaðra framkvæmda hér á landi, verður tvímælalaust að telja rétt að framkvæma slíkt mat á áhrifum allra meiri háttar framkvæmda, og framkvæmda sem geta haft mikil og varanleg áhrif. Töluverður vandi er að ákveða hvaða framkvæmdir væri æskilegt að meta á þennan háttog hverjarekki.Stærðframkvæmdarinnareðaþaðfjármagn sem er bundið með henni er t.d. ekki alhlítur mælikvarði, því oft geta tiltölulega litlar framkvæmdir haft mjög mikil og afgerandi áhrif. I Bretlandi hafa t.d. engar beinar reglur verið settar um það hvaða fyrirhugaðar framkvæmdir skuli meta, en yfirleitt er tekið mið af stærð, staðarvali, mengunarhættu og hvort búist er við mótmælum eða ekki. Mörg önnur lönd hafa tekið upp ákveðnar reglur í þessu sambandi, sem þó eru ekki allskostar samhljóða. I Frakklandi þarf t.d. nú að meta form- lega áhrif allra fyrirhugaðra framkvæmda sem kosta meira en 6 milljónir franka og raflína sem hafa meiri flutningsgetu en 225 kV. Full ástæða virðist vera til þess að við reynum að færa okkur í nyt reynslu á þessu sviði. Hér á landi gæti verið rétt að til reynslu yrði tekið upp kerfisbundið mat á stórframkvæmdum á vegum ríkisins eða á stórframkvæmdum sem íslenska ríkið á aðild að. I ljósi þeirrar reynslu sem fengist af slíku mati á næstu árum yrði framhaldið síðan ákveðið. I 54 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.