Arkitektúr og skipulag


Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 72

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 72
MANNVIST I ÞETTBYLI Verölaunasamkeppni læknafélaganna 1988 HÖF: ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON Þorsteinn Þorsteinsson er verkfræðingur og rekur ráðgjafarstarfsemi í Kópavogi. síðasta ári átti Læknafélag íslands sjötíu ára afmæli, stofnað árið 1918. Fyrsti formaður félagsins og reyndar helsti hvatamaður að stofnun þess var Guðmundur Hannesson prófes- sor og læknir en hann hafði áður verið formaður félags lækna fyrir austan og norðan (1902-1904) meðan hann var héraðslæknir á Akureyri og síðar verið formaður Læknafélags Reykjavíkur (1911-1915). Þótt Guðmundur Hannesson hafi verið prófess-or í læknisfræði við Háskóla Islands leitaði hugur hans víða. Húsagerð og skipulagsmál voru Guðmundi hugstæð og ritaði hann m.a. Um skipulag bæja 1916 (Arbók Háskóla íslands 1915-1916), Skipulag sveitabæja 1919 og Steinsteypa. Leiðarvísir fyrir alþýðu og viðvaninga (Handbækur Iðnaðarmannafélags íslands 1) 1921. Asamt Guðjóni Samúelssyni, fyrsta húsameistara ríkisins, var Guðmundur Hannesson hugmyndafræðingur fyrstu íslensku skipulagslaganna 1921 og á þeim grunni eru núgild-andi skipulagslög gerð. Á sjötugsafmæli Læknafélags Islands var sérstakur gaumur gefinn að hugmyndum Guðmundar í skipulagsmálum og hlut heilbrigðisfræðinnar í skipulagsfræðum og var því efnt til verðlaunasamkeppni á vegum Læknafélagsins um „Mannvist í þéttbýli”. Verðlaunasamkeppnin hafði þann tilgang að hvetja fólk til umhugsunar um húsakost og umhverfi og leiða fram nýjar hugmyndir að umbótum í húsnæðis-, skipulags- og umhverfismálum er geti stuðlað að betra mannlífi og bættu andlegu og líkamlegu atgervi komandi kynslóðar. Úrslit í samkeppninni voru kynnt og verðlaun afhent 4. nóvember sl. Fyrstu verðlaun hlaut Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingurfyrirritgerðina„Stefnamenningargilda og mannlegrar velferðar”. Önnur verðlaun hlutu Margrét Þormar arkitekt, Dagbjört Einarsdóttir arkitekt og Sigríður Helgadóttir líffræðingur. Hér á eftir verður fjallað nokkuð um verðlaunaritgerð Trausta og reynt að koma helstu hugmyndum hans til skila. Ritgerðin skiptist í þrjá meginkafla sem heita: 1. Hinn fræðilegi grunnur umhverfismótunar, 2. Um skipulags- löggjöfina íslensku og hvernig skapa má skapa henni nýjan fræðilegan grundvöll og 3. Ymsir frumþættir nýrrar skipu-lagsstefnu - og hönnunardæmi er útskýra útfærslu þeirra. I inngangi segir Trausti um innihald ritgerðar sinnar: „Firr- ing, tengslaleysi, hráslagalegur fegurðarsmekkur og úreltar garðborgarhugmyndir eru meðal þeirra atriða sem þessi ritgerð tekur til gagnrýnnar athugunar. Lýst verður m.a. hvemig sumir þessir ágallar eiga sér upphaf í fræðilegum bakgrunni hinna íslensku skipulagslaga og bygginga-samþykkta. Hér kemur rit Guðmundar Hannessonar pró-fessors nokkuð við sögu, 1) vegna þess að það varð í ýmsu, ásamt framlagi Guðjóns Samúelssonar, helsti fræðilegi grundvöllur að skipulagslögunum fyrstu, 1921. Ritverk Guðmundar voru um margt mjög merkileg, en ekki fer hjá því að á um 70 árum hafi ýmis viðhorf úrelst. Það hlýtur því að vekja spumingu þegar ljóst verður við athugun, að fáar grundvallandi brey ting- ar hafa orðið á skipulagslögunum íslensku allan þennan tíma. Það virðist því orðið tímabært að hinn fræðilegi bakgrunnur 70 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.