Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 72
MANNVIST I ÞETTBYLI
Verölaunasamkeppni læknafélaganna 1988
HÖF: ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
Þorsteinn Þorsteinsson er verkfræðingur og rekur
ráðgjafarstarfsemi í Kópavogi.
síðasta ári átti Læknafélag íslands sjötíu ára afmæli,
stofnað árið 1918.
Fyrsti formaður félagsins og reyndar helsti
hvatamaður að stofnun þess var Guðmundur Hannesson prófes-
sor og læknir en hann hafði áður verið formaður félags lækna
fyrir austan og norðan (1902-1904) meðan hann var
héraðslæknir á Akureyri og síðar verið formaður Læknafélags
Reykjavíkur (1911-1915). Þótt Guðmundur Hannesson hafi
verið prófess-or í læknisfræði við Háskóla Islands leitaði
hugur hans víða. Húsagerð og skipulagsmál voru Guðmundi
hugstæð og ritaði hann m.a. Um skipulag bæja 1916 (Arbók
Háskóla íslands 1915-1916), Skipulag sveitabæja 1919 og
Steinsteypa. Leiðarvísir fyrir alþýðu og viðvaninga
(Handbækur Iðnaðarmannafélags íslands 1) 1921.
Asamt Guðjóni Samúelssyni, fyrsta húsameistara ríkisins, var
Guðmundur Hannesson hugmyndafræðingur fyrstu íslensku
skipulagslaganna 1921 og á þeim grunni eru núgild-andi
skipulagslög gerð.
Á sjötugsafmæli Læknafélags Islands var sérstakur gaumur
gefinn að hugmyndum Guðmundar í skipulagsmálum og hlut
heilbrigðisfræðinnar í skipulagsfræðum og var því efnt til
verðlaunasamkeppni á vegum Læknafélagsins um „Mannvist
í þéttbýli”. Verðlaunasamkeppnin hafði þann tilgang að
hvetja fólk til umhugsunar um húsakost og umhverfi og leiða
fram nýjar hugmyndir að umbótum í húsnæðis-, skipulags- og
umhverfismálum er geti stuðlað að betra mannlífi og bættu
andlegu og líkamlegu atgervi komandi kynslóðar.
Úrslit í samkeppninni voru kynnt og verðlaun afhent 4.
nóvember sl. Fyrstu verðlaun hlaut Trausti Valsson arkitekt
og skipulagsfræðingurfyrirritgerðina„Stefnamenningargilda
og mannlegrar velferðar”. Önnur verðlaun hlutu Margrét
Þormar arkitekt, Dagbjört Einarsdóttir arkitekt og Sigríður
Helgadóttir líffræðingur.
Hér á eftir verður fjallað nokkuð um verðlaunaritgerð Trausta
og reynt að koma helstu hugmyndum hans til skila.
Ritgerðin skiptist í þrjá meginkafla sem heita: 1. Hinn
fræðilegi grunnur umhverfismótunar, 2. Um skipulags-
löggjöfina íslensku og hvernig skapa má skapa henni
nýjan fræðilegan grundvöll og 3. Ymsir frumþættir
nýrrar skipu-lagsstefnu - og hönnunardæmi er útskýra
útfærslu þeirra.
I inngangi segir Trausti um innihald ritgerðar sinnar: „Firr-
ing, tengslaleysi, hráslagalegur fegurðarsmekkur og úreltar
garðborgarhugmyndir eru meðal þeirra atriða sem þessi ritgerð
tekur til gagnrýnnar athugunar. Lýst verður m.a. hvemig
sumir þessir ágallar eiga sér upphaf í fræðilegum bakgrunni
hinna íslensku skipulagslaga og bygginga-samþykkta. Hér
kemur rit Guðmundar Hannessonar pró-fessors nokkuð við
sögu, 1) vegna þess að það varð í ýmsu, ásamt framlagi
Guðjóns Samúelssonar, helsti fræðilegi grundvöllur að
skipulagslögunum fyrstu, 1921. Ritverk Guðmundar voru
um margt mjög merkileg, en ekki fer hjá því að á um 70 árum
hafi ýmis viðhorf úrelst. Það hlýtur því að vekja spumingu
þegar ljóst verður við athugun, að fáar grundvallandi brey ting-
ar hafa orðið á skipulagslögunum íslensku allan þennan tíma.
Það virðist því orðið tímabært að hinn fræðilegi bakgrunnur
70
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG