Arkitektúr og skipulag


Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 21

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 21
þama sunnan undir fjallinu? Hvemig í ósköpunum nota ég þennan áttavita? Hvemig á ég að láta tjaldið mitt snúa í nótt? Hvers vegna er krökkunum bannað að hlaða vörður? Hvers vegna má ég ekki sleppa kettinum mínum lausum, hann fer ekki neitt? Sumar spum- ingar em þess eðlis að hægt er að svara þeim á einfaldan hátt, svör við öðrum þarfnast útskýringa sem mikilvægt er að fólk skilji og virði. Þá reynir á hæfni þess sem svarar, hvort hann kann þá list að túlka umhverfið og náttúruna þannig að aðrir skilji. UmhverfistÚlkun.Umhverfistúlkunerlist.Súlistaðurngan- gast fólk úti í náttúrunni á þann hátt, að það verði ánægt og áhugasamt, skynjun þess á umhverfinu örvist og það öðlist nýjan skilning. Túlkandinn leitar eftir að fólk fái innblástur, eitthvað nýtt opnist fyrir því, eitthvað sem það hefur aldrei hugsað um fyrr. Eftir að fólk hefur áttað sig á þessu nýja, þá hefur viðhorf þess breyst til þessa þáttar í umhverfinu og til umhverfisins í heild. Mikilvægasta „tækið” til náttúrutúlkunar er maður með náttúruvernd að lífsviðhorfi og meðfædda og lærða hæfi-leika til að miðla öðru fólki upplýsingum, en þó fyrst og fremst skilningi. Lifandi leiðsögn mótast af stund og stað og þátttak- endur geta samstundis fengið svör við spurningum sem vakna. Ekki er þó hægt að gera ráð fyrir að hægt sé að ná til margra íeinu. Þvífærriíhópináttúruskoðenda, þvíbetra. Tilaðspara í starfsmannahaldi, undirbúahina lifandi leiðsögn, veitafræðslu og gefa fólki kost á sjálfsnámi hafa víða á útivistarsvæðum erlendis verið lagðir sögustígar og byggðar gestastofur. Stígar. Stígarerumikilvægir. Þeireruöryggistæki, leiðafólk frá hættulegum stöðum s.s. hverum eða bjargbrúnum og koma í veg fyrir að fólk villist. Þeir auðvelda fólki för, ekki síst þeim sem eiga erfitt með gang. Með stígum má leiða fólk að markverðum stöðum og stýra því frá viðkvæmum svæðum sem ekki þola mikla umferð eða traðk. Síðast en ekki síst þá örva stígar til gönguferða. Margtfólk sem hefur alið allan sinn aldur á malbiki og spegilsléttum borgargrasvöllum leggur ekki í gönguferðir í náttúrlegu og framandi umhverfi. Stígar gera sporið út úr hinu manngerða, slétta umhverfi ekki eins stórt og erfitt og það annars yrði. Til að hægja á fólki, hvetja það til að nema staðar, líta í kring- um sig og njóta umhverfis síns, þá hafa víða erlendis verið lagðir sögustígar. Þeireru oftast þannig, að meðfram þeim eru settar litlar númeraðar stikur sem vísa í bækling eða blað sem fæst við upphaf stígsins. Þar er útskýrt með texta eða mynd eitthvað sem er á þessum stað eða sést þaðan. Einnig þekkist að upplýsingunum er komið fyrir á stikunum sjálfum, eða á lágum skiltum. Ekki má vera um að ræða eintóma upptal- ningu, heldur á að leitast við að tína saman fjölbreytta fræðslumola sem auka skilning og hvetja fólk til að líta í kringum sig og nota öll skilningarvitin. I okkar stóra, strjálbýla landi, þar sem starfa allt of fáir landverðir og leiðsögumenn og umhverfisvitund er mjög lítil, þá gætu sögustígar orðið mikilvægir. Lagning slíkra stíga sýnist upplagt verkefni fyrir skóla, ungmenna- og alls kyns félög með hjálp náttúrufræðinga, landslagsarkitekta og staðkunnugra manna. Aningarstaöir. Víðaerlendiseru útbúniráningarstaðirmeð vissu millibili meðfram aðalvegum í dreifbýli. Þeir gegna því tvíþætta hlutverki að veita fólki fræðslu og hvíld á akstri. Þar er ekki sjoppa, en skýli eða lítið hús með kortum af næsta umhverfi og leiðbeiningum að athyglisverðum stöðum í nágren- ninu. Þarnaer hægt að komast á snyrtingu og losa sig við rusl. Komið er fyrir borðum og bekkjum fyrir fólk með eigið nesti og stundum eru stuttir sögustígar frá þessum áningarstöðum. Gestastofur. Gestastofur eru reistar á útivistarsvæðum til að fræða gesti um náttúru svæðisins, veita þeim þjónustu og ýmsar upplýsingar, t.d. um umgengnisreglur. Tilgangur ges- tastofa er einnig oft sá að túlka náttúru svæðanna þannig að virðing fyrir þeim vaxi og umgengni batni. I gestastofum er venjulega starfsmaður, oftast bundinn við eftirlit með húsinu og söluvamingi. A föstum og lausum veggjum er komið fyrir sýningu, veggspjöldum með teikningum og ljósmyndum, eða sýnishomum úrnáttúrunni: steinar, þurrkuð blóm, uppstoppuð dýr. Einnig eru oft myndbandstæki þar sem stöðugt renna um skjá myndir af svæðinu, og sýningarsalur þar sem sýndar eru skyggnur á ákveðnum tímum. Gestastofur verða oft fyrir gagnrýni eins og: Hvers vegna er verið að draga fólk inn, fyrst öll undrin sem verið er að segja frá og auka virðingu fyrir eru úti? Gestastofur eru fyrir þá gesti sem eru að flýta sér, þeir geta hlaupið í gegnum sýningarsali, horft á nokkrar skyggnur í dimmu herbergi og telja sig þá búna að skoða viðkomandi svæði og vita allt um það. Jafnvel fólk sem gefur sér tíma getur gleymt sér við að skoða yfirgripsmikla sýningu og fer svo aldrei eðalítið út. Tilvistgestastofunnarhindrar þáað náttúran sjálf sé skoðuð. Stofnkostnaður gestastofu er mjög mikill og fyrir sömu upphæð mætti leggja marga sögustíga og ráða landverði og leiðsögumenn sem veittu markvissari náttúrutúlkun en hægt er að gera með uppstillingum eða skyggnumyndum. Þrátt fyrir þessa réttmætu gagnrýni, þá er ekki vafi að gestastofur geta verið gagnlegar og eru sjálfsagðar á stórum útivistarsvæðum þar sem margir koma, s.s. í þjóðgörðum. Gestastofurnar eiga fyrst og fremst að vera n.k. hlið inn á svæðið. Þar á að veita grunnupplýsingar og yfirlit yfir svæðið og leitast við að kveikja og efla áhuga fólks á að fara sjálft út, skoða og skynja. Gestastofur geta aldrei komið í staðinn fyrir skoðunarferð um landið sjálft, en sumir gesta verða þó e.t. v. að láta sér stofurnar nægja, t.d. fatlað fólk sem ekki kemst um landið. Sums staðar eru í gestastofum bókasöfn með ritum um viðkomandi svæði og náttúrufræði almennt, og aðstaða til að sitja inni og lesa og skrifa, jafnvel fá sér te- eða kaffibolla. Slíkar gestastofur eru fýsilegur kostur á íslenskum útivistar- og tjaldsvæðum þar sem allra veðra er von. B ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.