Arkitektúr og skipulag


Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 91

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 91
„dramatískt rými” í myndlist, það er, hvernig staðsetning myndverks í ákveðnu rými getur aukið á, eða dregið úr, virkni þess. Þess sér stað í mörgum þrívíddarverkum listamannsins, einkum gifssteypum hans og samsettum installa-sjónum. Næmi af því tagi er nauðsynlegt öllum þeim sem fást við stærri listskreytingar. En sennilega hafa afskipti Magnúsar af ýmiss konarmyndlistartilraunum og „framúrstefnu” orðið til að fæla frá arkitekta og aðra þá sem voru á höttunum eftir slíkum skreytingum. Það var ekki fy rr en seint á áttunda áratugnum að Magnúsi var falið að gera veggmynd í afgreiðslusal Utvegsbankans við Hlemm. Þar setti hann saman tilbrigði um þjóðsagnaminni - slík minni eru fyrirferðarmikil í myndlist hans allri -og notaði til þess bæði blandaða tækni, m.a. múrristu og Iitað gler, og blandaða framsetningu inntaksins, þ.e. bæði orð og myndir. Arið 1985 réðu svo arkitektamir Magnús Skúlason og Sigurður Harðarson Magnús til að skreyta nýbyggingu Snælandsskóla í Kópavogi og fengu til þess styrk úr Listskreytingasjóði. Er áætlað að ljúka byggingu skólans, svo og listskreytingunni, innan tveggja ára. Eins og við mátti búast fór Magnús ekki troðnar slóðir í skreytingu sinni. Ákvað hann að leggja út af gamalkunnri og elskulegri þjóðsögu um Karlsson, Lítil, Trítil og fuglana, en tók sér nokkur skáldaleyfi við úrvinnslu hennar. Karlsson skírði hann upp á nýtt og kallaði Blæng og kóngsdóttur Snúllu. Til að leggja áherslu á sérstæði konungsfjölskyld-unnar í ævintýrinugerði Magnús kóngsdótturtvíhöfða, létkóng standa á öðrum fæti og skenkti drottningu óvenjulegt gæludýr, þ.e. skötu. Sagan er sögð bæði í máli og myndum og hefst utan á skólabyggingunni og heldur áfram sólarsinnis í kringum hana og niður í leikfimissal. Inni í almenningi skólans er þráðurinn tekinn upp aftur og sagan leidd til lykta. Samtals eru mynd- fletir um 250 m2. „Mér fannst vel við hæfi að nota þjóðsögumar til að myndskreyta skólabyggingu,” segirMagnús. „Þannigkynnast börnin þjóðsagnaarfleifðinni. Þegar þau koma fyrst í skólann má byrja á því að leiða þau um bygginguna, sýna þeim myndimar og segja þeim söguna. Um leið og bömin verða læs er hægt að fara aðra umferð og hjálpa þeim að lesa textann sem ristur er í múrinn.” Magnús viðurkennir að ekki hafi allir kennarar við skólann verið sáttir við úrvinnslu hans á sögunni. Einkum hafi sumir sett fyrir sig fremur frjálslega rithönd hans og handahófs- kennda notkun á hástöfum og lágstöfum.„Ætli þeim hafi ekki þótt ég hafa vond áhrif á skriftarkennsluna,” segir Magnús og brosir góðlátlega. Hins vegar var ekki annað að heyra á þeim börnum sem undirritaður tók tali fyrir utan skólann í vor en að þau væru hæstánægð með „myndimar sínar”, eins og þau kölluðu skreytingu Magnúsar. Persónur sögunnar eru samansettar úr einingum úr brenndum og glerjuðum leir, en Magnús hefur áratuga reynslu af þeim efniviði. Utan á skólanum notar hann gegnþéttan steinleir, sem áður hafði verið rækilega veðurprófaður hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, en venjulegan keramíkleir innanhúss. I myndmótuninni virðast uppáfinningarsemi og ímyndunarafli Magnúsar fá takmörk sett, og ekki nema von að bömin kunni að meta útkomuna. Það er einnig einkennandi fyrir vinnu- brögð listamannsins að á frumstigi vinnslunnar fékk hann vinum og vandamönnum í hendur formyndir sínar og bað þá auka við þær eftir eigin höfði. Að hluta til er listskrey tingin því samvinnuverk. Með þessari óvenjulegu listskreytingu Magnúsar Pálssonar á og í Snælandsskóla hefur verið tæpt á nýjum möguleikum og nýjum viðhorfum til listskreytinga á Islandi. I ARKITEKTUR OG SKIPULAG 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.