Arkitektúr og skipulag


Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 83

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 83
STJORN A LANDNOTKUN I BANDARIKJUNUM Höf: Ingibjörg R. Guölaugsdóttir. Ingibjörg R. Guölaugsdóttir er skipulagsfræðingur að mennt og starfar sem deildarstjóri hverfaskipulags á Borgarskipulagi Reykjavíkur. Hér á eftir er leitast við að kynna aðferð sem notuð er í Bandaríkjunum við stjórn á landnotkun og nefnd er „zoning”. Orðið reitun er hér notað yfir þetta hugtak. Aðallega erfjallað um hvemig þessum málum er háttað íNew York þar sem höfundur greinarinnar þekkir best til. HVAÐ ER REITUN? Með reitun er átt við skiptingu bæjar, borgar eða sveitarfélags í reiti þar sem með reglugerð er kveðið á um leyfilega landnotkun, stærð og lögun bygginga, staðsetningu bygginga á lóð, fjölda bifreiðastæða og ýmsa aðra staðla. Þessir staðlar eru forsenda byggingarleyfis. Akvæði geta verið mismunandi milli svæða en verða að vera þau sömu innan svæðis. Talið er að Bandaríkjamenn hafi fengið hugmyndina að reitun frá Þýskalandi í byrjun tuttugustu aldarinnar en þetta kerfi var þá notað í sumum hinna þýsku borga. REITUN í NEW YORK. Fyrstareglugerðin í Bandaríkjunum um reitun var sett í New York borg árið 1916. Forsaga reglugerðarinnar var sú þróun sem var að eiga sér stað í borginni á þessum tíma. New York var um síðustu aldamót orðin miðdepill fjárfestingar í Bandaríkjunum. Ört stækkandi fyrirtæki og nýjar verslanir sem skutu upp kollinum þurftu á meira rými að halda. Ný byggingartækni, smíði stálbita, gerði það að verkum að hægt var að reisa hærri byggingar. Árið 1915 var svo reist þar mikil bygging, Equitable (mynd 1), sem varpaði skugga á byggingar og götur á stóru svæði umhverfis og olli verðlækkun á nálægum fasteignum. Á sama tíma var verksmiðjuhverfi í nánd við Fimmtu Breiðgötu þar í borg farið að þrengja að því sem nefna má „fín” heimili og verslanir við götuna. 1 þessari fyrstu reglugerð voru ákvæði um aðskilnað landnotkunar sem talin var ósamræmanleg, s.s. íbúðir og iðnaður, og ákvæði til þess að tryggja að sól næði að skína á götur og næg birta fengist inn í hús. Voru sett ákvæði um hæð bygginga og um inndregnar hæðir á byggingum eftir að bygging næði ákveðinni hæð miðað við breidd götu. Reisa mátti tum á lóð án þess að hæðir væru dregnar inn svo framarlega að hann tæki ekki yfir meira en 25% af lóð. Byggingar sem líktust brúðartertum urðu til (mynd 2). Þessi reglugerð varð fyrirmynd annarra reglugerða um reitun og á næstu árum fylgdu stærri borgir fordæmi New Y ork borgar og reitun breiddist ört út. Árið 1961 fór fram heildarendurskoðun á reglugerðinni frá 1916. í stað inndreginna hæða voru settir staðlar um að hve miklu leyti bygging hleypir að birtu. Tum mátti nú þekja 40% lóðar. Mikilvægasta breytingin var ákvæði um það sem nefna mætti uppbót. Var byggingarverktökum heimilað að auka byggingarmagn á lóð um allt að 20% í þéttbyggðum verslunar- viðskipta- og íbúðarreitum ef gert væri ráð fyrir torgi í bygging- unni eða á lóðinni. Til þess að koma í veg fyrir brotnar götulínur fékkst uppbót einnig fyrir torg inni í húsum svo og fyrir göng (lægri uppbót) í gegnum by ggingar sem tengdu götu við götu eða torg. Almenningur hefur aðgang að þessum torgum og göngum (mynd 3). Þetta varð mjög vinsælt hjá verktökum og hefur haft mikla þýðingu fyrir hönnun bygginga í borginni. Nú orðið fæst einnig 20% aukning í byggingar- magni ef gerð eru upp merk leikhús sem varðveita á miðsvæðis á Manhattan. Lóðareigandi getur einnig selt rétt sinn á auknu byggingarmagni til annarra. Reglugerðin um reitun er texti ásamt einu eða fleiri kortum. I textanum er að finna staðla sem eiga við hvem reit á kortinu og 81 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.