Arkitektúr og skipulag


Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 37

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 37
GÆÐASTIMPLAR OG HONNUNARVIÐURKENNING Höf: KJARTAN JÓNSSON Kjartan Jónsson er innanhússarkitekt og starfar í Reykjavík. Víða um lönd hefur verið komið á gæðamati á húsmunum og öðrum nytjamunum, má t.d. nefna „MÖBELFAKTA” og „Good housekeeping”. Þessar viðurkenningar ná oftast yfir endingu, efnisgæði o.þ.h.„praktiska” þætti. Hér heima hefur Iðntækni- stofnun komið upp aðstöðu til þess að gera slíkt gæðamat, en ennþá skortir nokkuð á að gera gæðaprófanir þessar almennar og að virku markaðstæki. Viðurkenningar og verð- launaveitingar á listrænni hönnun tíðkast einnig víða er- lendis og nú í seinni tíð líka hér á landi, hafa nokkrir Islendingar komið þar við sögu. Hönnunarviðurkenningar hafa ekki síður en „gæðastimplar” mjög söluhvetjandi áhrif á húsgögn og húsmuni. Markaðsfræðingar nútímans tala um, að alltaf sé ímynd söluvörunnar að verða stærri þáttur í gerð hennar. Vörumerkið sem slíkt, framleiðandinn og frægð hennar skiptir æ meira máli hjá kaupendum. Þekkt verðlaun af þessari gerð voru Lunningverðlaunin, sem veitt voru á 6. og 7. áratugnum til skandinavískra hönnuða. Þessi verðlaun hafa án efa verið mikil lyftistöng hönnunar frá þessum löndumtil þess að komast inn á Bandaríkjamarkað og gera þar með hugtakið „Scandinavian Design” að jafnþekktu hugtaki og það varð. (Sýning á munum sem hlutu Lunningverðlaunin á sínum tíma var haldin á Kjarvalsstöðum 1987). Hérlendis hefur það helst gerst í þessum málum síðustu ár, að Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda efndi til samkeppni um hönnun húsgagna og innréttinga og sýninga á þeim að Kjarvalsstöðum 1987. DV hefur undanfarið veitt verðlaun fyrir hönnun og nú hefur verið veitt viðurkenning til hönnuða í tilefni Hönnunardags í tvö ár. Allar viðurkenningar og verðlaun segja ekki minna til um dómnefndirnar sjálfar en hönnuðina. Oft eru því frumlegustu og skemmti- legustu tillögurnar ekki sérlega söl uhæfar og aftur eru sölulíklegustu hlutimir ekki alltaf sérlega frumlegir, því oft verða „pottþéttustu” hlut- imir fyrir valinu. Fréttst hefur þó að á næsta ári verði veitt tvenn verðlaun í tilefni Hönnunardagsins, önnur fyrir „hefðbundna” hönnun og hin fyrir þá frumlegustu og verður þá ekki tekið allt of mikið tillit til framleiðsluhæfni. I Svíþjóð standa að slíkum viðurkenningum: Svensk Form, Design Center og Form/Design Center. Á síðasta ári komu fram tillögur um yfir 300 muni. Af þeim fengu 82 þá viðurkenningu, að mega nota gæðastimpilinn „UTMÁRKT SVENSK FORM 1988” Meðal þeirra, sem hlutu þessa viðurkenningu, var íslenskur húsgagnahönnuður, Leó Jóhannsson, sem starfar í Svíþjóð. Myndin hér að ofan sýnir stólinn DIABAS, sem hlaut þessa viðurkenningu. Leó hefur komið mörgu af sinni hönnun í framleiðslu og má þar nefna Coromant-stólinn, Zeol-borðið og stólaseríu, sem sækir hugmyndir sínar í taflmenn. DIABAS-stóllinn er úr eðalefni, olíubomu mahogni og ber með sér reisn og virðuleikablæ, sem einkennir hönnun Leós. Gaman verður að fylgjast með þessum unga og dugmikla sam- landa okkar í framtíðinni I Diabas-stóll eftir Leó Jóhannsson. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.