Arkitektúr og skipulag


Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 10

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 10
AÐ FERÐAST í SKJÓLI Á FRÓNI HÖF. VALDIMAR KRISTINSSON Valdimar Kristinsson er viöskipta- og landfræöingur. Eftir að góðvegir fóru að teygja sig um landið og nú þegar jafnvel hillir undir að allur hringvegurinn verði lagður bundnu slitlagi á næstu árum, er það einkum rysjótt veðrátta, sem hamlar skemmtiferðum fólks hér innanlands frá vori til hausts. Stundum erkomist svo aðorði, aðfólk tali stöðugt um veðrið, en enginn geri neitt í málinu. I afstæðri merkingu er það þó ekki alveg rétt. Margt er gert til að verjast erfiðri veðráttu, en aftur á móti færra til að lifa með henni. f köldustu árum, sem reyndar urðu að öldum í íslandssögunni, var landið lítt byggilegt miðað við þáverandi tækni. A þessari öld er allt annað uppi á teningnum. Húsnæði er yfirleitt rúmgott hér á landi og umfram allt hlýtt, fatnaður er skjólgóður og vatnsheldur, ef fólk kærir sig um, og samgöngutæki þægileg og oftast sæmilega örugg. Áhugi á ferðalögum er nú mjög almennur, meðal annars vegna lengingar orlofs, og því er mikilvægt að búa svo um hnútana, að bæði innlendir og erlendir ferðamenn geti notið landsins sem best, enda samkeppnin mikil frá útlöndum. Ef sérstaklega er hugsað til hringvegarins, þá mundi mörgum henta að fara hann frá einum áfangastað til annars, þar sem boðið væri upp 8 Með yfirbyggðum gönguleiðum má tengja saman ýmsar byggingar. á góða þjónustu og aðstöðu. Ef miðað er við vikuferðir og næturgistingu á hverjum stað, þá gætu áningastaðimir til dæmis verið á eftirtöldum stöðum: Við Hreðavatn, Akureyri, Mývatn, Egilsstaði, Homafirði,Skaftafelli, og við Skógafoss. Á hverjum þessara staða þyrfti að reisa smáhýsi, er mynduðu lítið þorp, sem jafnframt byði upp á ýmsa þjónustu: Verslun, veitingar, leiktæki, einfalda íþróttaaðstöðu, sundlaug ef mögulegt væri, hestaleigu, silungsveiði í nágrenninu, sjónvarpskerfi fyrir allt svæðið o. fl. Tjaldað væri yfir torg með nýjustu tækni, þar sem flestar þjónustugreinarnar stæðu hlið við hlið og reynt að sjá til þess að fólk kæmist sem mest í skjóli frá húsunum að torginu. Ekki ætti þetta þó að koma í stað þess sem fyrir er, þar með talin sveitagisting og Edduhótel, heldur að verða hrein viðbót er miðaðist við aukinn ferðamannastraum, og er þá einkum hugsað til íslendinga sjálfra, sem búa allt árið um kring við íslenska veðráttu og hafa því jafnvel meiri væntingar um sumarleyfi sitt heldur en margir útlendingar. Þegar fólk getur sjálft meira og minna séð um matseldina hvert í sínu húsi og hefur áðurnefnda þjónustu og tómstunda- gaman við höndina, þá er stöðugleiki veðráttunnar ekki sama ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.