Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 42
í öndvegi á smátorgi þessu, s vo hún „taki á móti” þegar gengið
er úr kirkju. Stéttinni og Kristsmyndinni verði markaður
rammi með tilklipptum trjárunnum. Þar verði einnig sjö keröld
með vatni, og reistur kross sem blasir við þegar komið er að
kirkjunni. Gegnt honum standi birkitré það sem nú er. Um
þetta „smátorg” verðurtáknrænn inngang urað kirkjugarðinum,
framhjá Kristsmyndinni, niður þrjú þrep niður í garðinn.Þessi
breyting mun rýmka fyrir líkfylgd úr kirkjunni og gerumgjörð
hennar virðulegri og táknrænni.
ALTARI, ALTARISTAFLA, KÓR Altaristaflan er 4 m há
þríhymd steintafla, sem táknar heilaga þrenningu og uppris-
una. Taflan stendur frjáls aftan við miðjan kór. Hið neðra er
taflan að meginhluta klædd með póleruðu blágrýti, en mótuð
og steypt í brons hið efra.Eilítið á ská í töfluna miðja skerst
krossform, sem á víxl er alveg opið eða fyllt með gleri og
bronsi, og mun ljós flæða þar niður töfluna niður að altarinu,
sem stendur framan við hana lítið eitt skásett.
Altarisborðið er 25 sm þykk glerplata, sem hvílir á
blágrýtisstöpli. Undirstaðan undir altaristöflunni gengur fram
undir altarið. Fremsta brúnin er þykkt massíft eikarþrep og í
gólfið framan við altarið er felld eikarrönd, sem afmarkar það
og táknar grátumar.
A miðju altarisins er dúkur með gylltu ívafi, sem gengur út af
borðinu á langhliðum og myndar þríhymt form.
Tveir kertastjakar á altari eru sérmótaðir í blágrýti og
silfur. ■
40
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG