Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 54
í mörgum löndum er nú talið sjálfsagt að framkvæma kerfisbundið mat á umhverfisáhrifum fram-
kvæmda, eins og staðarvali sorphauga, stóriðju og gerð meiri háttar akbrauta, áður en í þessar
framkvæmdir er ráðist. Hér er um allt önnur vinnubrögð að ræða en „álit“ eins opinbers aðila fyrir annan.
leg áhrif á umhverfi manna. Hér var bæði um að ræða mat á
áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á umhverfið, þ.e.a.s. land,
loft, vatn, gróður og dýralíf, en einnig var leitast við að meta
félagslegarafleiðingarframkvæmdanna.Þannigkerfis-bundið
mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, sem kallað er á ensku
„Environmental Impact Assessment” , er aðferð til þess að
skilgreina, segja fyrir um og lýsa þeim áhrifum, sem líklegt má
telja að ákveðin fyrirhuguð framkvæmd eða stefna hafi .
Niðurstöður af þessari vinnu eru venjulega settar fram í
greinargerð eða skýrslu, og frá því að umhverfismálalögin
gengu í gildi í Bandaríkjunum hafameira en 15.000 fyrirhugaðar
framkvæmdir verið metnar á þennan hátt þar í landi.
Margar stærstu lánastofnanir heims, þar á meðal
Alþjóðabankinn, hafa lagt áherslu á að slíkar athuganir séu nú
gerðar fyrir þær framkvæmdir sem þær lána fé til. Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin hefur einnig látið þessi mál sig mikið
varða undanfarin ár og gengist fyrir ráðstefnum og námskeiðum
um þau víða um heim. Þessar hugmyndir hafa líka verið
hafðar að leiðarljósi hjá mörgum ríkjum, sem hafa viljað koma
þessum málum í betra horf, bæði hvað viðvíkur löggjöf og
framkvæmd skipulags. Þannig hafa mörg lönd tekið upp
svipaða aðferðafræði við mat á áhrifum fyrirhugaðra
framkvæmda og lögð var til grundvallar í bandarísku um-
hverfismálalöggjöfinni. Bandaríkin og Kanada hafanú öðlast
mestareynsluafþvíaðframkvæmaslíkarformlegarathuganir
á áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda, en þar er slíkt mat
bundið við framkvæmdir á vegum hins opinbera.
í Bretlandi geta skipulagsyfirvöld krafist þess að
framkvæmdaaðili láti framkvæma mat á áhrifum fyrirhugaðra
framkvæmda. Einnig geta viðkomandi skipulagsyfirvöld
framkvæmt slíkt mat sjálf, eða ráðið til þess ráðgjafa. Ahrif
margra fyrirhugaðra framkvæmda hafa þannig verið metin í
Bretlandi, t.d. viðvíkjandi olíu- og gasvinnslu í Norðursjó, og
Umhverfismálaráðuneytið breska hefur gefið út leiðbeiningar
til skipulagsyfirvalda um framkvæmd slíks mats.
Frakkland hefur einnig bundið í lög að fram skuli fara mat á
áhrifum meiri háttar framkvæmda á franskri grund og hefur
franska Umhverfismálaráðuneytið gefið út ábendingar um
gerð slíks mats. Af öðrum löndum sem hafa látið þetta mál
mjög til sín taka má t.d. nefna Holland, Irland og Astralíu.
Efnahagsbandalagið hefur sent frá sér ábendingar um athuganir
vegna fyrirhugaðra framkvæmda bæði á vegum opinberra
aðila og einkaaðila, til þess að reyna að samræma aðgerðir
ríkja Efnahagsbandalagsins á þessu sviði. Hjá Efnahags-
bandalaginu hefur afstaða til þessa máls verið nokkuð mis-
munandi eftir löndum. Þessi ríki hafa þó smám saman verið
að gera sér grein fyrir því fomkveðna, að á skal að ósi stemma,
og að haldbesta stefnan í umhverfismálum er sú að reyna
frekar að forðast neikvæð umhverfisáhrif í tíma heldur en að
reyna að byrgja brunninn eftir á. í ábendingum Efnahagsban-
dalagsins er leitast við að skilgreina hvaða framkvæmdir það
séu, sem æskilegt sé að láta athuga á þennan hátt, og er leitast
við að setja þar ákveðin mörk.
KYNNING Á NIÐURSTÖÐUM - EFTIRLIT
Gert er ráð fyrir að niðurstöður slíkra athugana séu rækilega
kynntar fyrir almenningi áður en ákvörðun um framkvæmdir
er tekin, og sömuleiðis er gert ráð fyrir því að fylgst sé með því
hvort áhrif af viðkomandi framkvæmd verði þau sömu og
53