Arkitektúr og skipulag


Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 48

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Blaðsíða 48
ISLENSKIR BYGGINGAMENN I VESTURHEIMI Fyrri hluti HÖF: ÞORMÓÐUR SVEINSSON Þormóður Sveinsson er arkitekt frá L.T.H. í Lundi. Hann stundaði framhaldsnám í Kanada. Hann starfar sem arkitekt í Reykjavík. Með komu íslendinga til Manitoba árið 1875 og búsetu þeirra við Winnipegvatn og í Winnipeg má segja að bygg-ingarsaga þeirra í Vesturheimi hefjist. Saga þeirra í Manitoba er að sjálfsögðu nátengd landnemasögunni og þeim lífskjarabótum sem innflytjendumir stefndu a ð í Winnipegborg og gerðu byggingaframkvæmdir og verk- takastarfsemi að starfsvettvangi sínum um lengri eða skemmri tíma. Að sjálfsögðu verður ekki unnt að gera slíkum efnisbálki full skil í grein sem þessari, til þess er hann of viðamikill og mun verða stiklað á nokkuð stóru. Fæstir núlifandi Islendingar hér á landi gera sér grein fyrir hversu stórt og viðamikið starf þessir menn unnu á sínum tíma. Margar bækur og greinar hafa verið skrifaðar um bókhneigð og skáldskap þessarar þjóðar og hátt er haldið á lofti fróðleiksþorsta og menntunarþörf Islend- ingsins, bæði hér á landi og vestanhafs. Það sést m.a. gleggst í hinu séríslenska fyrirbæri minn-ingargreinum, þar sem næst á eftir andlegum eiginleikum s.k. verklegir eiginleikar eru taldir upp. Þetta gæðamat á persónulegum einkennum virðist fylgja Islendingum hvar sem er í heiminum, enda hefur vestur- íslenskum skáldum og öðrum andans mönnum miklu frekar verið hampað en þeim mönnum sem í svita síns andlits skópu sér framtíð í nýju og framandi landi. Við athuganir mínar á vestur-íslenskum byggingameisturum, þá má segja að þær hefjist vegna forvitni minnar á þeim mönnum sem stóðu á bak við öflugt félags-, útgáfu- og kenns- lustarfíslendingaíWinnipeguppúraldamótum. Hvaðankom hluti af fjármagninu sem stóð að blaða- og bókaútgáfu? Peningarnir sem lagðir voru fram til stofnunar Eimskipafélags Islands? Vænar fjárfúlgur sem sendar voru til Islands vegna sjóslysa? Fjármagn sem lagt var fram til stofnunar prófessorsstöðu í íslensku og íslenskum fræðum við Manito- baháskóla? Stórhluti þessafjármagnskom úrröðum bygginga- manna og verktaka, sem var ljóst að til að halda íslenskri tungu og bókmenntum á lofti þarf fé og þess þarf að afla og það gerist ekki með íslenska tungu og bókmenntahneigð sem eina veganestið, því hingað til hafa fáir ef einhverjir orðið ríkir á veraldlega vísu af íslensku tungutaki einu saman. Byggingarsaga íslendinga í Vesturheimi er nátengd uppbyggingu Winnipegborgar. Það er því nauðsynlegt að dvelja örlítið við landfræðileg og söguleg einkenni borgar- innar. Landfræðilega er borgin staðsett um það bil á miðju meginlandi Norður-Ameríku og á svipaðri breiddargráðu og Frankfurt í Vestur-Þýskalandi. Hún erá mótum tveggja fljóta, eða þar sem Assiniboineriver rennur úr vestri í Red-river. Hið 46 Dæmigert millistéttarheimili upp úr aldamótum.Enn skal bent á bil milli húsa síðarnefnda kemur að sunnan, af sléttum miðríkja Ban- daríkjanna og rennur til norðurs í Winnipegvatn. Mönnum forvitnum um ömefni skal það upplýst, að orðið Winnipeg mun komið úr indíánamáli og þýðir óhreint vatn. Veðurfarslega er svæðið gjörólíkt Islandi, meginlandsloftslag ríkjandi með köldum vetrum og hlýjum summm. Landfræðilega eru gresjur- nar miklu ríkjandi og hæðarmunur hverfandi á íslenska vísu. Þaðvoru því mikil viðbrigði fyrir fyrstu landnemana sem komu til Manitobafylkis frá íslandi í lok síðustu aldar. Á þeim tíma var Winnipegborg lítið annað en þorp. íbúafjöldi var um 5000 í kringum 1880, ekki ósvipað og í Reykjavík (7600 íbúar 1902). Hverjir voru svo möguleikar févana innflytjenda um alda- mótin, ef þeir hneigðust ekki til búskapar? Margir þeirra sneru sér að viðskiptum í einhverri mynd er fram liðu stundir, en margur innflytjandinn mun hafa byrjað atvinnuferil sinn í hinum nýju heimkynnum við snjómokstur og eldiviðarsölu. Einnig skapaðist sú hefð meðal Vestur-íslendinga að þeir sem fyrir voru og höfðu komið sér fyrir atvinnu- og húsnæðislega séð réttu þeim nýkomnu hjálparhönd. Smám saman er menn höfðu nurlað saman sparifé og höfðu jafnvel til að bera einhverja iðngráðu var hafist handa. Land var ódýrt, nóg var vinnuaflið og viljinn mikill. Frumhvatinn að byggingar- framkvæmdum Islendinga mun hafa verið þörfin fyrir þær til handa eigin fjölskyldu. Brátt varð mörgum ljóst að unnt var að hagnast verulega á sölu fullbúins húsnæðis og fara langt með að byggja tvö ný hús fyrir söluverð þess fyrsta, slík var ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.