Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Blaðsíða 20
íslenskt landslag er líka auöllnd sem veröur aö nýta með varfærnl.
breytingar á svo miklum hraöa aö þaö fer
langt fram úr aðlögunarhæfni náttúrunnar
sjálfrar. Breytingar á umhverfinu og
náttúrunni eru oft geigvænlegar.
Vistkerfinu er ógnaö af mengun og
umhverfisbreytingum mannsins, á svo
stórfelldan hátt, aö ef ekki verður staldraö
viö verður skaöinn þaö mikill aö grund-
vallargildi náttúrunnar glatast.
Nú á tímum hefur maðurinn í
velferðarríkinu ríka tilhneigingu til aö
leggja einhliöa áherslu á beinan hagvöxt,
efnahagslegt gildismat og hagnaðar-
markmið viö mat á verðmætum lands-
lagsins. Þaö er augljóst aö áönnurgildi
verður aö leggja áherslu ef tryggja á varan-
leg verömæti auðlindanna og þar meö taliö
landslagið.
Hér á íslandi hefur fólkið í landinu,
bændurog sjómenn mótaö landiö í
aldaraðir. Víöa blasa dæmin viö, t.d. fornir
sjóvarnargarðar viö suöurströndina, gaml-
ar menjar um verbúðir, gamlir hlaönir
garðar um ræktuð tún (t.d. undir
Ingólfsfjalli), gamlar þjóöleiðir sem víöa eru
steinlagðar, leiöir sem liggja frá sveit til
sjávar, aö ógleymdum fornum
bæjarstæðum, þar sem ýmis
grundvallaratriði tengd landslagi og
náttúrufari voru höfö til hliðsjónar viö valið.
Ef litið er nánar á hiö svokallaða
menningarlandslag, eöa manngeröa lands-
lag, þá er eftirfarandi skilgreining stund-
um lögö til grundvallar:
1. náttúrugrunnlagiö, þar sem
jarðfræði, jarövegsfræði, veðurfar,
gróðurfar og dýraiíf eru undirstööuþættir
viö staðsetningu byggöarinnar og ræktunar
landsins.
2. svæðanotkun, sem er háö ræktun
og ýmsum þjóðfélagslegum
ákvöröunum (pólitískum).
3. byggingar og önnur mannanna
verk, sem eru bæöi háð náttúrulegum
forsendum og svæöisnotkuninni.
Byggingarhefðir hafa gegnum tíöina ráöið
miklu þar um.
4.. Gerö landslagsins (stærö, rými)
hefur talsverð áhrif. Hæöadrög, þröngir,
víðir dalir, flatlendi.
Hreppa- og sýslumörk ganga oft þvert
á eðlileg skipti í landslaginu, þó oft (frá
fornu fari) fylgi þau hæðahryggjum,
fjallsbrúnum , lækjum o.þ.h. íslenskt lands-
lag er á margan hátt mjög sérstakt. Landið
er jarðfræðilega mjög ungt og áhrif veðurs
og gróöurs hafa mótaö búsetuna í gegnum
aidirnar. Menningarlandslagið er þaö lands
lag sem maðurinn hefur mótaö í gegnum
aldirnar. Samkvæmt því getum við horft á
ofbeitt landsvæði, framræstar mýrar og
sagt að það sé okkar menningarlandslag.
Tilvera fólksins byggðist á því aö lifa
18
af landinu. Jafnvel síöasta hríslan var rifin
upp til aö hægt væri að halda á sér hita og
þykir það engum mikið.
Okkar land og landslag er auðlind og
það á undir högg aö sækja. Fjöll eru holuö
innan, ár færöar til, votlendi þurrkaö upp og
mannvirki byggö jafnt ofan sem neöan
jaröar.
í dag er það hins vegar ábyrgðarhluti
að fara illa meö landið, þess er ekk i þörf
vegna fátæktar né kunnáttuleysis.Það er því
alveg ótrúlegt þegar litiö er yfir sveitir lands-
ins, jafnt þéttbýli sem strjálbýli, aö til sé
urmull af „vel menntuöu” fólki á sviöi tækni,
verkfræöi - og skipulags. Hvar er allt þetta
fólk, og hvað er þaö aö gera? Þaö er
undantekning ef hægt er aö finna staöi þar
sem skipulag og verkþekking hefur haft
elsku og þekkingu á náttúrufarinu og
landinu aö leiöarljósi. Þetta blasir alls staðar
viö. Jafnvel hinir harðvítugustu skógræktar-
og landgræöslumenn gleyma því að til er
íslenskt landslag, ákveöiö gróöurfar og
ýmsar menningarminjar sem auöga okkar
landslag.
íslenskt landslag er á margan hátt
mjög sérstakt. Landiö er jarðfræðilega mjög
ungt og áhrif veðurs og gróöurs eru
ríkjandi.í augum alheimsins er hér allt hreint
og tært og hér býr hraust, vel menntað fólk.
En síðustu áratugi hefur verið farið verr með
þetta landslag en í margar aldir þar á und-
an, þó svo æ ofan í æ sé talað um ofbeit og
landníðingu liöinna kynslóða.
Tæknin er hættuleg,
ef hún tekur völdin, þó er
skammtímagróðinn enn
verri! Þaö er áríöandi aö
allir þeir sem á einhvern
hátt fjalla um og vinna aö
skipulagi og breytingum á
landi hafi þá viröingu til aö
bera og ást á landinu aö
þeir láti það stjórna
gjöröum sínum. íslenskt
landslag er auölind sem
hægt er aö nýta en líka
gjöreyðileggja. - Við
getum valið! ■
Um landgræðslu og skógrækt gilda sömu lögmál og vlð önnur mannanna verk. Þar er verið að
breyta náttúrunni sjálfri og landslaginu . Hér hefur friöun lands skilaö góðum árangri.
19