Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Blaðsíða 77
BÓKARKYNNING
UPPRUNINN
Skáldsaga um arkitekt
ÞÓR SIGFÚSSON
Um næstu jól kemur út bók eftir bandarísk-rússnesku
skáldkonunaAyn Randsemheitiráfrummálinu„TheFountainhead.“
Bókin kom fyrst út í Bandaríkjunum áriö 1946 og hefur hún selst í
milljónum eintaka. Bókin nefnist á íslensku „Uppruninn."
“Saga þessi segir frá arkitektinum Howard Roark sem virðir
að vettugi hefðir í byggingarlist og er utangarðsmaður í grein sinni
sökum þess.
„Uppruninn" er saga um baráttu tveggja andstæðra
lífsskoðana; hóphyggju og einstaklingshyggju. Howard Roark er
fulltrúi einstaklingshyggjunnar. Hann er arkitekt og sköpunarverk
hans eru fullkomin, rökrétt og búa yfir fegurð sem gengur þvert á allar
hefðir. Hann á sér þá einu þrá að byggja og með hana að vopni berst
hann gegn öllum heiminum og hefur sigur að lokum.
Andstæða Roarks, menntamaðurinn Ellsworth Toohey, er
fulltrúi hóphyggjunnar og opinberar hennar innstaeðli; einstaklingur-
inn verður að gleyma sjálfum sér, hætta að vera til og renna saman
við heildina, beina öllum sínum kröftum að velferð hennar.
Mitt á milli þeirra stendur Peter Keating, skólabróðir Roarks.
Hann hefur fengið allt upp í hendurnar og er ákveðinn í að reyna að
notfæra sér aðstöðu sína og þá sem á vegi hans verða, til þess að
bæta eigin hag. Líf hans hefur ekki tilgang, hann er aðeins bergmál
annars fólks og án þess er hann hjálparvana.
Það sem er einna markverðast við bók þessa og ástæða
þess að hún er nú gefin út er að hún á líklega einkar vel við íslenskar
aðstæður. Höfundurinn nær að útlista kunningjaþjóðfélagið á þann
hátt að fáir hafa leikið það eftir. Howard Roark þrífst í samfélagi þar
sem mest er um vert fyrir arkitektinn að stunda teboðin, afla sér
vinsælda í samkvæmislífinu og hafa sjálfskipaða dómara
byggingarlistarinnar í fjölmiðlum og annars staðar á sínu bandi.
íslenska kunningjaþjóðfélagið byggist á svipuðu lífsmynstri. Meira er
um vert að þekkja rétta fólkið en að geta!
í þessu andrúmslofti verður arkitektinn aðeins
undirmálsmaður, hlekkjaður í vanann; aðeins bergmál annarra.
Ayn Rand vartalin hafa, að einhverju leyti, Frank Lloyd Wright
sem fyrirmynd að aðalpersónu bókarinnar, Howard Roark. Ayn Rand
viðurkenndi það aldrei meðan hún lifði, en í einni af ævisögum
Wrights er sagt frá því að hann hafi lesið bókina og hafi Rand og
Wright rætt saman um efni hennar. Sagt er að Wright hafi líkað bókin
vel. í ýmsu fellur sagan að sögu Frank Lloyd Wrights. Bæði
sögupersónan og Wright eru byltingarmenn, bæði í sögunni og í lífi
Wrights er að finna dæmi þar sem báðir hafa í hótunum um að
eyðileggja hús, sem þeir höfðu teiknað, vegna þess að verktakar
breyttu teikningum þeirra.
Markmið Ayn Rand með skrifum sínum var ávallt það að sýna
fram á að í hverjum manni byggi hans eigin markmið og að skylda
hans væri að framfylgja þeim.
„Uppruninn" er án efa einn besti fulltrúi höfundar síns.
Frásögnin er leiftrandi af lífi og hlaðin spennu. Þetta er bók sem
auðvelt er að opna og erfitt að leggja frá sér. ■
unoform
Innréttingahúsiö hf
Háteigsvegi 3, 105 Reykjavík
Sími 91-627474 Símbréf 91-627737
75