Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Blaðsíða 57

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Blaðsíða 57
f f - OG ODDI A RANGARVÖLLUM Dr. Þór Jakobsson: Þegar spurt er um þróun umhverfis- mála í heiminum síöustu árin, koma fyrst upp í hugann þær gífurlegu framfarir sem orðiö hafa á könnun á jöröinni. Geimöld hefur nú staöið í aldarfjórðung og síöasta áratuginn hefur margvísleg tækni á sviði fjarkönnunar úr gervihnöttum (tynglingum) séö dagsins Ijós. Fjarkönnunarmyndir af yfirboröi jaröar eru orðnar daglegt brauö á mörgum sviðum, svo sem veöurfræöi, haffræði, landafræöi og jaröfræði og einnig viö rannsókn ájöklum, gróöurfari og mörgu fleiru. Fjarkönnun í fræðigreinunum sem hér eru nefndar tengist síðan koll af kolli ýmsum hagnýtum verkefnum í öörum greinum og mætti t.d. nefna fiskileit út frá vitneskju rnanna um yfirborðshita sjávar eða skipula- gningu mannvirkja samkvæmt upplýsingum sem landfræöingar fá með fjarkönnunar- myndum. Geimaldarbyltingin hefur því síöur en svo valdið vonbrigöum þeim sem fást viö rannsókn á yfirborði jaröar, gróöri, vötnum, höfum og lofthjúpi hátt og lágt. Eins og gefur aö skilja gerist tækjabúnaöur í gervihnöttum æ flóknari, enda eru ofangreind rannsóknaverkefni mjög fjölbreytileg. Þróun og smíði skynjara og mælitækja eru í verkahring fjölda eðlisfræðinga, verkfræðinga og tæknifræðinga, sem bætast því í hóp annarra vísindamanna. Af allri þessari fjölbreytni má ráöa, að líf og fjör ríkir í samskiptum náttúru- vísindamanna og tæknimanna sem hér koma viö sögu. Ótal ráðstefnur eruhaldnar ár hvert og sömuleiðis eru gefin út mörg tímarit, sem birta í sífellu nýjar niðurstöður. VÍSINDIN OG JÖRÐIN Hin mikla þekking sem þannig fæst meö háfleygum gervihnöttum (tynglingum) bætist viö niðurstöður á mörgum víg- stöövum á jöröu niðri. Könnun á höfum og lofthjúpi, gróöri og dýralífi á hnettinum okkar er síður en svo lokið. Leiöangrar eru gerðir út sýknt og heilagt, fræðilegar umræður eiga sér stað og tölvutæknin er notuð til hins ýtrasta, t.d. við rannsóknir á loftstraumum yfir norðurhveli jarðar eða við gerð reiknilíkana af veðurfarsbreytingum af völdum eldgosa. Það liggur því í augum uppi, að geysi- miklar framfarir eiga sér stað írannsóknum á jörðinni, hinu náttúrulegu umhverfi okkar mannanna. Samslungin þessu umhverfi eru mannanna verk, sem þó hafa löngum verið harla léttvæg á heimsmælikvarða og einungis okkur í hag. Hins vegar hafa menn upp á síðkastið haft æ meiri áhyggjur af mengun, nýjum efnum og gróðureyðingu. Getur verið, að græðgi og óvitaháttur séu að koma okkur í koll? Erum við of mörg? Sumir eru of fátækir. Eru aðrir of ríkir? Hvað er til ráða? Erum við um of háð gömlum hefðum? Yfirleitt er gerð grein fyrir vísindalegum rannsóknum á torlærðu tæknimáli „stéttarbræðra” og kemur fátt af því fyrir almenningssjónir. Engu að síður fær mannkynið allt að njóta framfaranna um síðir - eða gjalda þegar svo ber undir. En mikilvægt er að minnast þess sem hér er bent á og mönnum hefur orðið Ijósara síðasta áratuginn, að vísindin eru besta náttúruverndin. Þekkingarleitin kemur mönnum á sporið. Því betur sem menn rannsaka umhverfið og þekkja það, þeim mun færri verða mistökin og minna um hvimleið átök baráttusamtaka og sljórra ráðamanna. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.