Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 57

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 57
f f - OG ODDI A RANGARVÖLLUM Dr. Þór Jakobsson: Þegar spurt er um þróun umhverfis- mála í heiminum síöustu árin, koma fyrst upp í hugann þær gífurlegu framfarir sem orðiö hafa á könnun á jöröinni. Geimöld hefur nú staöið í aldarfjórðung og síöasta áratuginn hefur margvísleg tækni á sviði fjarkönnunar úr gervihnöttum (tynglingum) séö dagsins Ijós. Fjarkönnunarmyndir af yfirboröi jaröar eru orðnar daglegt brauö á mörgum sviðum, svo sem veöurfræöi, haffræði, landafræöi og jaröfræði og einnig viö rannsókn ájöklum, gróöurfari og mörgu fleiru. Fjarkönnun í fræðigreinunum sem hér eru nefndar tengist síðan koll af kolli ýmsum hagnýtum verkefnum í öörum greinum og mætti t.d. nefna fiskileit út frá vitneskju rnanna um yfirborðshita sjávar eða skipula- gningu mannvirkja samkvæmt upplýsingum sem landfræöingar fá með fjarkönnunar- myndum. Geimaldarbyltingin hefur því síöur en svo valdið vonbrigöum þeim sem fást viö rannsókn á yfirborði jaröar, gróöri, vötnum, höfum og lofthjúpi hátt og lágt. Eins og gefur aö skilja gerist tækjabúnaöur í gervihnöttum æ flóknari, enda eru ofangreind rannsóknaverkefni mjög fjölbreytileg. Þróun og smíði skynjara og mælitækja eru í verkahring fjölda eðlisfræðinga, verkfræðinga og tæknifræðinga, sem bætast því í hóp annarra vísindamanna. Af allri þessari fjölbreytni má ráöa, að líf og fjör ríkir í samskiptum náttúru- vísindamanna og tæknimanna sem hér koma viö sögu. Ótal ráðstefnur eruhaldnar ár hvert og sömuleiðis eru gefin út mörg tímarit, sem birta í sífellu nýjar niðurstöður. VÍSINDIN OG JÖRÐIN Hin mikla þekking sem þannig fæst meö háfleygum gervihnöttum (tynglingum) bætist viö niðurstöður á mörgum víg- stöövum á jöröu niðri. Könnun á höfum og lofthjúpi, gróöri og dýralífi á hnettinum okkar er síður en svo lokið. Leiöangrar eru gerðir út sýknt og heilagt, fræðilegar umræður eiga sér stað og tölvutæknin er notuð til hins ýtrasta, t.d. við rannsóknir á loftstraumum yfir norðurhveli jarðar eða við gerð reiknilíkana af veðurfarsbreytingum af völdum eldgosa. Það liggur því í augum uppi, að geysi- miklar framfarir eiga sér stað írannsóknum á jörðinni, hinu náttúrulegu umhverfi okkar mannanna. Samslungin þessu umhverfi eru mannanna verk, sem þó hafa löngum verið harla léttvæg á heimsmælikvarða og einungis okkur í hag. Hins vegar hafa menn upp á síðkastið haft æ meiri áhyggjur af mengun, nýjum efnum og gróðureyðingu. Getur verið, að græðgi og óvitaháttur séu að koma okkur í koll? Erum við of mörg? Sumir eru of fátækir. Eru aðrir of ríkir? Hvað er til ráða? Erum við um of háð gömlum hefðum? Yfirleitt er gerð grein fyrir vísindalegum rannsóknum á torlærðu tæknimáli „stéttarbræðra” og kemur fátt af því fyrir almenningssjónir. Engu að síður fær mannkynið allt að njóta framfaranna um síðir - eða gjalda þegar svo ber undir. En mikilvægt er að minnast þess sem hér er bent á og mönnum hefur orðið Ijósara síðasta áratuginn, að vísindin eru besta náttúruverndin. Þekkingarleitin kemur mönnum á sporið. Því betur sem menn rannsaka umhverfið og þekkja það, þeim mun færri verða mistökin og minna um hvimleið átök baráttusamtaka og sljórra ráðamanna. 55

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.