Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 68

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 68
Malarnám með stórvirkum tækjum í Bolaöldunámu í næsta nágrenni Reykjavíkur. Efnið er nýtt til mannvirkjagerðar sem fyllingarefni í húsa- grunna og götur. ástæða er til að líta sérstaklega á og betur. Að sjálfsögðu er einnig ástæða til að gefa leiðbeina um nýtingu í námu frá byrjun efnistökunnar. Þess ber hér að minnast að á árunum kringum 1960 talaði þáverandi forstöðumaður fyrir Teiknistofu landbúnaðarins, Þórir Baldvinsson arkitekt, um að í kjölfar Jarðsetakönnunar Rb þyrfti að fylgja ákveðin lögverndun og eftirlit góðra steypuefnanáma í hverju byggðalagi. í einni lokaskýrslu um jarðsetakönnun (1972) er eftirfarandi spurningu varpað fram. „Hví skyldu þessi náttúruauðæfii ekki vera vernduð og nýting takmörkuð rétt eins og sjálfsagt þykir um auðæfi sjávar, fiskinn o.fl.? Lög og reglugerðir, gaddavír og hótanir eru því aðeins að gagni, að bakgrunnurinn sé góður og hægt sé að fylgja því eftir. Verulegarsektir við augljósum lagabrotum eru kannski - því miður - nauðsyn. Lög og reglugerðir, sem byggjast á rannsóknaniðurstöðum, verða að vera með þeim hætti, að hægt sé að fylgja þeim eftir á fljótvirkan og raunhæfan hátt, - ekki með fundarhöldum, símtölum og bréfaskriftum. Hver landshluti ætti að hafa á einum stað einhvers konar vitneskjubanka eða miðstöð þar sem hvers kyns upplýsingar er hægt að fá um t.d. námur, lagnir ofanjarðar og neðan, landamörk o.fl. og veita t.d. leyfi til nýtingar í námurnar gegn gjaldi. Viðkomandi miðstöð hafi jafnframt í þjónustu sinni aðila til umsagnar og eftirlits. Sami aðili geti t.d. fyrirvaralaust „lokað”námu, umóákv.tímaeðastöðvaðvinnu þungavinnuvéla. Með hliðsjón af nágrannaþjóðum gæti ofangreint eftirlit og upplýsingamiðstöð t.d. verið í höndum: 1) Skrifstofu samtaka sveitarfélaga 2) iðnþróunarráðgjafa lands- hlutans eða 3) byggingarfulltrúa héraðsins. Ströng viðurlög séu við broti á lagaákvæðum. Fyrir tæpum tveimur áratugum komu Norðurlandabúar fram með athyglisverðar tillögur og mat á ýmsum jarðmyndunarformum. 66 Hinum ýmsu fyrirbærum, þar með öllum jarðmyndunum, sem námur voru í, voru gefnar n einkunnir eftir ítarlega skoðun og rannsókn. Því fylgdi síðan flokkun eftir einkunnargjöf en þar kom greinilega fram, hvar hentugast væri að hefja námuvinnslu. Svokölluð úttekt námusvæðisins var gerð í samráði og með samþykki margra aðila s.s. landslagsarkitekta, skipulagsfræðinga, landfræðinga og jarðfræðinga. Að sjálfsögðu voru jarðeigendur og væntanlegir verktakar með í þessari mynd frá byrjun. Geta má þess hér til gamans að meirihluti útivistarsvæða í Bretlandi hefur að hluta til áður verið námusvæði, þar sem nú eru leikvellir, griðarstaðir andfugla með tjörnum og síkjum, íþróttavellir, golfvellir, bílabrautir o.fl. og hefur svo verið í marga áratugi. Um áramótin 1982-83 kom á prenti stutt en hnitmiðuð grein eftir Jón Jónsson jarðfræðing, þar sem tæpitungulaust en faglega er talað af langri reynslu um þessi mál. Þar segir m.a.: „Það er því miður líka staðreynd að umgengni um velflestar námur er fyrir neðan allar hellur og sama má raunar segja um staðsetningu námanna. Lítið virðist aðjafnaði hafa verið leitað að nýtanlegum jarðefnum nema rétt eða alveg við þá vegi, sem fyrir hendi eru, og því jafnvel ekki sinnt þótt bent hafi verið á aðra staði. Það gripið sem hendi er næst, og ekkert við það hikað að taka upp jafnvel stórar námur á mjög áberandi stöðum. Það skal játað að nokkurrar breytingar til hins betra hefur í seinni tíð orðið vart hvað þetta snertir, en hún er ennþá alltof lítil. Svo slæmt er ástandið í þessum málum nú, að ekki verður annað séð en að sérstaka lagasetningu ásamt öflugu eftirlilti þurfi til að koma þessum málum í viðunandi horf. Einkum ber að hafa í huga fjögur atriði í þessu sambandi: 1) Velja námum stað á sem minnst áberandi stöðum. 2) Ganga hreint til verks, vinna skipulega og ganga vel um námuna. Ekki krafsa hér og þar, heldur byggja upp reglulegt stál.

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.