Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 90

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 90
Stóll, smíðaður úr MDF, lakkaður. Gerður í London College of Furniture 1983. fe i Verkefni í Gerrit Retveld Academle 1988. Hugmynd að stól. Form tekin af verkfærum, sigð, jórn og pappamassi. Borðplata, innlögð úr eik, rótarspæni og palesander. flestra og niðurstaöan verður að þau verða kei lík. Samband iðnhönnuða og framleiðsluiðnaðarins hefur ára- tugum saman verið í stíl við stöðu leikara í Hollívúdd. Margir reyna-, nokkrir fá tækifæri og örfáir verða að stjörnum. Þetta samband er nú að breytast, bæði vegna breyttra viðhorfa og fjölhæfari framleiðslutækni. Á fáum sviðum eru breytingarnar meira áberandi en í hús- gagnagerð. í stórborgum heimsins eru opnaðar verslanir sem selja sérsmíðuð húsgögn og oft eru það hönnuðirnir sjálfir sem reka verslanirnar. í vissum tilfellum reka þeir líka sín eigin verkstæði þar sem hönnun og framleiðsla renna saman í eitt. Breskir hönnuðir hafa t.d. lagt mikið upp úr því að enduruppgötva efniseiginleika og áferð, þeir hafa notað algeng efni eins og lítið unnið timbur, jafnvel steinsteypu og steypustyrktarjárn. í öðrum löndum, t.d. Þýskalandi og Hollandi hafa menn búið til konsepthúsgögn, t.d. stóla fyrir kaþólikka, framámenn í sovéska kommúnistaflokknum eða afgreiðslufólk í kjörbúð. í Barcelóna blómstrar vönduð húsgagna- gerð sem sameinar leik og afbragðs handverk. Það segir ef til vill sína sögu að allþekktur hönnuður bindur efnisnotkun sína við afskrifaða hluti og afurðir neysluþjóðfélagsins. Spennuvíddin í þessari flóru er með ólíkindum, allt frá fínlegum hátæknihúsgögnum til groddalegasamsetts úrgangs. Samnefnari umrótsinsersköpunar- gleði og fagþekking. Það verður að viðurkennast að slík húsgögn eru ekki allra, en þeim fer fjölgandi sem vanda valið. Þeir velja fáa hluti og verjast þar með offlæðinu með því að búa umhverfi sitt sál og inntaki. Sigrún Kristjánsdóttir hefur menntað sig í húsgagnagerð og fyrir stuttu mátti sjá verk hennar á sýningu í Epal, á samsýningu hennar og Halldóru Emilsdóttur en þar sýndi hún borð og skilveggi. Verk hennar bera þess greinilega merki að hún hefur náð tökum á handverkinu. Eftir stúdentspróf fór hún í Iðnskólann og lærði húsgagnasmíði og fékk þar góða fagþjálfun. Lærði tækniteiknun, að vinna með mismunandi efni, leikreglur samsetninga og yfirborðsmeðhöndlunar aukgrundvallaratriðaverksmiðjuframleiðslu. Síðan fór hún til Englands að læra hönnun í London College of Furniture. Það er einkenni á flestum enskum skólum að áhersla er lögð á hagnýtt nám. Notagildið er í fyrirrúmi, nemendur eru þjálfaðir í tæknilegum lausnum skilgreindra verkefna þar sem markaðstengsl og hagkvæmni eru leiðarljósið. Aftur á móti er lítið svigrúm fyrir djarfa sköpun í fagskólunum þar. Hana er fremur að finna í listaskólunum sem löngum hafa verið frjósamur jarðvegur nýsköpunar. 88

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.