Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Blaðsíða 61

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Blaðsíða 61
ODDI Á RANGÁRVÖLLUM Undanfarið hef ég rætt nokkuð við menn í og utan Rángárvallasýslu um þá hugmynd, að efld yrði starfsemi í Odda á Rangárvöllum. Er skemmst frá að segja, að mönnum hefur litist vel á að hefja hið forna fræðasetur til vegs og virðingar. Mönnum hefur virst sem Oddastaður gæti á ný orðið í þjóðleið og meiri umsýslustaður en verið hefur. Þá hafa menn tekið undir þá uppástungu, að Oddi yrði með tíð og tíma miðstöð fræða og fræðslu á sviði náttúruvísinda og sögu. Hyggilegast er að fara sér að engu óðslega og gera áætlanir um framgang málsins hægt og sígandi næstu ár og ára- tugi. Þá er líklegra, að vel takist til. Uppástunga mín um hlutverk menntaseturs á kirkjustaðnum Odda á Rangárvöllum fram yfir störf sóknarprests og búsýslu á jörðinni er nokkurs konar uppkast til íhug- unar og umræðu. Hlutverkið er þrískipt. Fyrsta verkefnið er almennings- fræðsla og rannsóknir á fjölbreytilegri náttúru Rangárvallasýslu og sögu sveitar- innar frá upphafi. Saga lands og þjóðar í þúsund ár er samtvinnuð á þessum slóðum og vissulega lærdómsrík. Hugsa mætti sér unglingastarf að sumarlagi, t.d. námskeið, útivist og hestamennsku. Annað verkefnið eru náttúrufræðilegar rannsóknir, t.d. á norður- Ijósum og segulsviði jarðar, fræðilegar rannsóknir á lofthjúpi jarðar og annarra hnatta sólkerfisins, ennfremur stjarnfræði og geimvísindi. Hin heillandi spurning um lífsskilyrði og líf í alheimi verður sífellt raunhæfara verkefni fyrir vísindin. Þriðja verkefnið er saga mannkyns, einkum með tiiliti til veðurfarsbreytinga á jörðinni allt frá forsögulegum tíma. Hér teldust með rannsóknir og fræðsla um umhverfi mannsins og lífríkisins í heild. Þess má geta, að saga fornþjóða fyrir botni Miðjarðarhafs er mjög forvitnileg að þessu leyti. Samþykkt á fundi Héraðsnefndar Rangárvallasýslu, í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, 1. ágúst 1990: Að lokum skulu sögð þau ánægjulegu tíðindi, að Héraðsnefnd Rangárvallasýslu fjallaði um eflingu Odda á fundi 1. ágúst 1990 og gerði svohljóðandi samþykkt: Héraðsnefnd Rangárvallasýslu ákveður að stefna að því af alefli að hefja hið forna fræðasetur, Odda á Rangár- völlum, til vegs og virðingar á ný með því að efla þar smám saman miðstöð fræða og fræðslu á sviði náttúruvísinda og sögu. Rangárvallasýsla geymir öðrum sveit - um fremur stórbrotnar minningar um mann- inn og höfuðskepnurnar og þeirra kynni í aldanna rás. Hér hafa löngum verið blómlegar byggðir, en aðrar hafa lagst í eyði af náttúrunnar og manna völdum. Hér endurspeglast saga lands og þjóðar. Oddi á Rangárvöllum er frægur sögustaður sem íslenska þjóðin ætti að leggja rækt við. Héraðsnefnd Rangár- vallasýslu mun með ákvörðun þessari stuðla að því, að Oddastaður verði á ný í þjóðleið og meiri umsýslustaður en verið hefur. ígrunduð verði þó rétt stefna, svo að valin verði gagnleg verkefni sem ekki er sinnt sem skyldi annars staðar á landinu. Þannig yrði Oddi ekki einungis lyftistöng Rangárvallasýslu og Suðurlandi heldur öllu landinu. Óþarft er að láta skort á húsakynnum á Oddastað sjálfum koma í veg fyrir að hefjast handa næstu ár, því að vel færi á að nota aðstöðu á Hellu og Hvolsvelli, steinsnar frá Odda. Þannig gæti hinn landfræðilegi þríhyrningur Heila - Oddi - Hvolsvöllur markað upphaf hins endurreista fræðaseturs. Að lokum ber þess að gæta, að endur- reisn Oddastaðar yrði farsælust í kappsfullri samvinnu forráðamanna og áhugamanna innan sveitar og utan, stjórnvalda, kirkjustjórnar og háskólanna. Þriðjudaginn 28. ágúst 1990 varboðað til skrafs og ráðagerðar í Rangárþingi og framtíð Odda rædd. Tuttugu áhugamenn úr héraði og utan gátu komið, en aukþeirra var reyndar með í för tveggja ára fulitrúi æskunnar, Alexander Erlendsson. Fundur var settur rúmlega tvö eftir hádegi á Gammabrekku í Odda. Þar er magnþrungið útsýniyfir undirlendið og til hins víða fjallahrings, Vestmannaeyja og hafsins. Á þessum fræga kögunarhóli var hlýtt á samþykkt Héraðsnefndar Rangárvallasýslu frá 1. ágúst 1990 um eflingu Odda á Rangárvöllum. Að svo búnu var haldið á Hellu þar sem fundi var haldið áfram og málin rædd rækilega. Nutu menn salarkynna og rausnarlegra veitinga í boði Héraðsnefndar. Ákveðið var að boða til stofnunar Oddafélags á Hvolsvelli seinni hluta októbermánaðar næstkomandi, samtaka áhugamanna um endurreisn fræðaseturs í Odda á Rangárvöllum. ■ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.