Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Blaðsíða 85
SKIPULAG OG „ LAGASMÍÐI " ÍBÚÐARBYGGÐAR í
SETBERGSHLÍÐ
SIGURÐUR EINARSSON
arkitekt
LAG BYGGÐAR
Hugmynd aö skipulagstillögu fyrir Setbergshlíö.
VERKIÐ
Á komandi misserum munu SH-verktakar hf. standa fyrir
framkvæmdum á skipulagi og byggingu um 100 íbúöa í svokallaðri
Setbergshlíð í Setbergshverfi í Hafnarfirði. Saga skipulagsins er sú
að 1989 hélt Hafnarfjarðarbær einskonar alútboð á landinu, þ.e.a.s.
að loknu forvali verktaka, skiluðu aðilar inn skipulagsdrögum með
verðtilboði í landið. Sá verktaki sem fengi verkið, skyldi síðan sjá um
alla þætti verksins, allt frá skipulagi til afhendingar síðustu íbúðar.
Fjórir verktakar skiluðu tillögum og varð niðurstaðan eins og fyrr er
getið sú, að samið var við SH-verktaka.
SKIPULAGSSVÆÐIÐ OG STAÐHÆTTIR
Skipulagssvæðið er sunnan við Setbergsbæinn, ofan við
Hlíðarberg sem er safnbraut byggðar í sunnanverðu Setbergslandi.
Svæðið blasir við þegar ekið er í gegnum bæinn um Reykjanesbraut
frá suðvestri.
Landinu hallar til suðvesturs og afstaða gagnvart sól er því
hagstæð. Víðsýnt er af svæðinu og útsýni er sérlega tilkomumikið.
Um helmingur landsins er brattari en 1:6 og er hann mestur 1:2.
Flatarmál landsins er um 3 ha.
hugmyndafræðin
Sú hugmyndafræði, sem Batteríið styðst við í mótun
Setbergshlíðar, miðast við að finna og ákveða nokkra áhersluliði í
skipulagsáætluninni og vinna þá lagskipt, þ.e. nokkuð óháða hvern
öðrum. Skipulagsvinnan eða „lagasmíðin” felst í því að lögin eru
lögð saman og þeir árekstrar, sem þá verða, mynda æskilegan
margbreytileika. í skipulagslegum skilningi er því hugtakið árekstur
notað hér á jákvæðan hátt. Þessi hugmyndafræði er einkum eignuð
arkitektinum BernardTschumi, en um hanafjallaði undirritaður ígrein
um Parc de la Villette, í París í A&S 3. tbl. 9. árg.
Hugmyndafræði þessi á sér stækkandi hóp fylgismanna meðal
arkitekta, og í seinni tíð meðal framkvæmdaaðila. Meðal annars eru
frændur okkar Danir að vinna að hverfi með 1000 íbúðum í
noröurhluta Árósa sem hefur hugmyndafræði Tschumis að
leiðarljósi.
í þau skipti sem Batteríið hefur unnið út frá þessari
hugmyndafræði, hefur landhalli átt stóran þátt í tillögugerðinni og
gefið okkur sjálfkrafa það lag sem við köllum lag hæðarlína. Þarna
er að finna hluti/starfsemi sem að okkar mati er best þjónað með að
fylgja hæðarlínum.
Veðrið á stóran þátt í að móta líf okkar íslendinga, og áhrif þess
á skipulagsvinnuna því afar mikilvæg. Skjólmyndandi hlutum er stillt
uppþvertá verstu vindáttir, óháð hæðarlínum. Þannig eru skjólvegg-
irnir í sinni andstöðu við landslagið með í að undirstrika yfirborð
83