Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Blaðsíða 43

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Blaðsíða 43
. .. % Adopted national and inter- 'j national goals • • * .••*•* • Vinnuferill rannsóknarverkefnisins. fyrir því að samkvæmt útreikningum er minna en fjórði hlutinn af auknum þétting- armöguleikum á núverandi íbúðasvæðum. Til þess að varðveita gróður á opnum svæðum á að staðsetja nýjar byggingar í smáhúsahverfum fyrst og fremst meðfram aðkomuvegum milli núverandi húsa, en ekki aftan við þau. Við þéttingu byggðar á þessum svæðum á líka að loka götum, mjókka akstursleiðir og vinna þannig sameiginleg svæði til útivistar. Mestu möguleikarnir til þess að frekari byggðaþróun í Borre taki fullt tillit til umhverfis- og náttúruverndar eru samt fólgnir I því að nýta „óvenjuleg" svæði (uppfyllingar, umferðarsvæði) og að byggja meira á lítið notuðum athafnalóðum. Til þess að veita fólki í suð-austur- hluta Horten betra aðgengi að nálægum „grænum“ svæðum, er lagt til að malarfyll- ing við sjóinn verði skipulögð og tekin í notkun sem útivistarsvæði. Það er grundvallaratriði að þétting byggðar sem stuðla á að umhverfisbótum sé markvisst skipulögð. Þetta er nauðsyn- legt bæði til þess að ná tilætlaðri nýtingu og til þess að hlífa sem mest umhverfi viðkomandi staðar. Ef þróun þéttbýlis verður hnitmiðuð á þennan hátt verður einungis þörf fyrir um 50 ha af nýju byggingarlandi á athugun- arsvæðinu við Borre/Horten til ársins 2020. Ef áfram verður byggt á svipaðan hátt og nú er mun þörfin vera um 660 ha. EINBÝLISHÚSADRAUMURINN kvaddur Ef þessari stefnu verður fylgt þýðir það að margir verða að kveðja drauminn um einbýlishús og tvo bíla í bílskúrnum. Ef við ætlum að taka fullt tillit til náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða sem höfð voru að leiðarljósi í þessari rannsókn þá þýðir það þétta smáhúsabyggð og lágar blokkir, 3-4 hæðir - líka í smærri bæjum og þéttbýli. Ef byggt er þétt sparast við það land, auk þess sem hægt er að veita betri þjónustu en hægt er í einbýlishúsabyggð. Vegna þess að þörfin á aukningu íbúða á sér fyrst og fremst stað vegna aukins fjölda fólks sem býr eitt er það líka skynsamlegt að skipuleggja aðra tegund íbúðarbyggðar en einbýlishús. Auk þess að minnka það landsvæði sem notað er til umferðar þá er líka nauðsynlegt að setja hömlur á bifreiðaumferð. Við reiknum með því að bensín sé selt á 15 kr. norskar lítrinn (um 140 kr. ísl.); hámarki á árlega eldsneytis- notkun einstaklinga; akstursgjöldum á viðkomandi stað; breytingum á umferð og fækkun bifreiðastæða í íbúðar- og miðbæjarhverfum sé hægt að draga þann- ig úr bifreiðaumferð að hún verði um 1/3 af því sem hún er í dag. í staðinn verða göngufjarlægðir í almenningsflutningakerfið styttri á þéttbýlum svæðum og öruggir göngu- og hjólreiðastígar gera það æski- legri kost fyrir fleiri að ganga eða hjóla í verslanir og vinnu. Hægt verður að nýta aðkomugötur á íbúðarsvæðum fyrir leiksvæði; göngugötur verða iíflegir staðir, þar sem menn geta hist og rabbað saman; með því að minnka það svæði sem nú fer undir vegi og bílastæði er hægt að fá nýjar byggingarlóðir, eða fleiri græn útivistarsvæði. Sveigjanlegt almennings- flutningakerfi, þar sem að hluta er gert ráð fyrir því að fólk geti pantað litla vagna í gegnum síma, getur líka dregið úr söknuðinum við að hafa ekki allt það frelsi sem einkabíllinn veitir í dag. MARKVISSAR UMBÆTUR Á ÁKVEÐNUM SVIÐUM Þótt reynt sé að taka fullt tillit til náttúruverndar- og umhverfissjónarmiða þá þýðir það ekki að nauðsynlegt sé að gefast upp við að bæta gæði íbúða, vinnuum- hverfis o.s.frv. „Þak“ á heildar - efnis- og orkunotkun þýðir samt að nauðsynlegt er að ákveða hvar æskilegt er að auka þessi gæði. Hingað til hafa möguleikar lágtekju- hópa á íbúðum og flutningum að miklu leyti aukist við það að almenn aukning hefur orðið á efnisnotkun í samfélaginu. Dæmi um þetta er þegar fólk með góðar tekjur byggir og losar með því íbúðir fyrir aðra tekjuminni. Ef við viljum taka fullt tillit til náttúru- og umhverfissjónarmiða er erfitt að koma við slíkri almennri aukningu. Umhverfissjónarmið geta þannig skerpt félagslegar andstæður. Ef við viljum tryggja öllum ákveðin lágmarksgæði þá verðum við að beina aðgerðum að þeim sviðum þar sem þörfin er mest. Skipulagsaðilar hafa lengi verið uppteknir við að setja lágmarkskröfur. Umhverfissjónarmið gera það að verkum að það er líka aðkallandi að bæta við hámarksákvæðum, t.d. um lóðarstærð á íbúð og um bifreiðastæði. ■ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.