Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 23

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 23
Rætt var um stööu slíkra úttekta innan laga- rammans, aðferðafræöi við framkvæmd þeirra og hvernig tillit megi taka til viðhorfa almennings. Fyrir námsstefnunni lágu drög að skýrslu um samanburð á milli Norðurlandanna á þessu sviði. íslands er þó ekki getið í skýrslunni. Aðalerindi námsstefnunnar flutti James A. Roberts þar sem hann sagði frá reynslu sinni í Bandaríkjunum, Kína, Hollandi og síðast í Svíþjóð. Hann reyndi að skilgreina hvað MKB væri og hvenær, hvar og hversvegna slíkar athuganir væru nauðsynlegar. Kynnt voru nýleg dæmi frá hverju landi og flutti Jónas Elíasson erindi um athugun á skipulagi í Fossvogsdal sem Háskóli íslands vann fyrir Skipulagsstjórn ríkisins. Finnarnir kynntu fyrirhugaða vegartengingu á milli Helsinki og Ábo og lýstu því hvernig reynt var að ná til íbúanna í gegnum svæðisútvarp og blaðagreinar. Danir kynntu athugun á nýrri ferjuhöfn í Helsingör þar sem m.a. er lögð rík áhersla á að spilla ekki næsta umhverfi hins sögufræga kastala sem þar er í næsta nágrenni. Norðmenn kynntu athugun á flutningi á gasi frá Sleipnisvæðinu í Norðursjó á land í Kárstö. Töluvert var rætt um þróun mála á vettvangi alþjóðasamtaka sem Norðurlönd eru aðilar að, t.d. SÞ, OECD og ECE. Ljóst er að víðtækar alþjóðasamþykktir á þessu sviði eru í undirbúningi. Má þar nefna UN/ECE: Draft Agreement on Environmental Im- pact Assessment in Transboundary Context. Norðurlöndin að Svíþjóð og íslandi undanskildum hafa sett lög um mat á umhverfislegum áhrifum. Staða slíkra athugana innan ramma skipulagslaga er ólík eftir löndum. Danir byggja t.d. alfarið á reglum Evrópubandalagslandanna. Sænska skipulagsstofnunin (Boverket) undirbýr tillögur um að taka upp mat á umhverfislegum áhrifum sem hluta afskipu- lagsvinnunni og nýtur þar aðstoðar dr. James A. Roberts sem er bandarískur sérfræðingur með mikla og víðtæka reynslu á þessu sviði. Roberts hefur verið hjá sænsku skipulagsstofnuninni síðastliðna 3 mánuði en lýkur störfum þar í ágústlok. Skipulag ríkisins og Háskóli íslands hafa ákveðið að fá Roberts til íslands í 4 vikur í september 1990 og mun hann á sama hátt og í Svíþjóð gera tillögu að því hvernig hér megi innleiða mat á umhverfis- legum áhrifum sem fastan lið í skipulagsvinnuna. Umhverfismála- ráðuneytið hefur samþykkt að veita stuðning við heimsókn Roberts. Auk þess að vinna að greinargerð um þessi mál hér á landi mun Roberts halda þriggja daga námskeið, aðallega ætlað embættismönnum í umhverfisgeiranum. Athugun sú sem H.í. vann fyrir Skipulagsstjórn virðist hafa farið í þann farveg sem nú er mest til athugunar á Norðurlöndum, þ.e. að mat á umhverfislegum áhrifum hefjist sem forathugun á vegum skipulagsyfirvalda. Nauðsynlegt er að vekja athygli stjórnvalda á þessu máli ef Islendingar ætla að fylgja fordæmi annarra Norðurlandaþjóða og setja hér í lög og reglugerði r ákvæði um umhverfismat. Mat á umhverfislegum áhrifum skv. skilgreiningu James A. Roberts. Hvað: Hvers vegna: - Ferli - Spá um áhrif - Skjal - Betri landnýting - Verkfceri til ákvarðanatöku - Koma í veg fyrir mengun - Opin umrœða - Auka þátttöku almenn- ings Hvenœr: Hvar: - \ skipulagsvinnunni - Á viðkvœmum svœðum - Fyrir staðarval Á landbúnaðarsvœðum - Ekki eftir á - Á þéttbýlum svœðum - Hluti af leyfisumsókn - Við ný umferðarmannvirki VERNDUN OG SKIPULAG í lokmars 1990 kom til íslands danskur arkitekt, Gregers Algreen-Ussing, sem er yfirmaður þeirrar skrifstofu hjá dönsku skipulagsstjórninni sem fjallar um verndun í byggðu umhverfi. Algreen-Ussing kom hingað á vegum Skipulags ríkisins, Þjóðminjasafns íslands og Arkitektafélagsins. Auk þess að halda opinn fyrirlestur í Odda um það sem er verið að gera í Danmörku hélt hann fund með Húsfriðunarnefnd, Borgarskipu- lagi, embætti skipulagsstjóra ríkisins og Arkitektafélaginu. í Danmörku voru sett lög um húsfriðun árið 1918. Síðan þá hefur áhugi á verndun á sögulegum og menningarlegum verðmætum aukist stöðugt. í upphafi var einkum um að ræða friðun einstakra húsa en síðan hefur þróunin verið í átt til þess að vernda stærri heildir, heil hverfi eða ákveðið bæjarmynstur. Það er ekki einungis í Danmörku sem áhuginn hefur verið vaxandi. Um alla Evrópu hafa augu manna í auknum mæli beinst að gömlum bæjarmiðjum og sögulegum byggingum. Árið 1975 samþykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins sérstaka húsverndarályktun og árið 1985 gerðust Danir aðilarað Granadasamkomulaginu svokallaða sem skuldbindur aðildarríki til að skrá og skjalfesta byggingarlist fyrri tíma með það fyrir augum að hún nýtist seinni tíma hönnuðum og skili sér í umhverfi framtíðarinnar. í danska þinginu er samstaða um að leggja aukna áherslu á húsavernd og árið 1987 var yfirstjórn málasem tengjast húsafriðun og vernd í Danmörku flutt frá friðunar- stjórninni (fredningsstyrelsen) yfir í skipulagsstjórnina (plan- styrelsen). Þar voru settar á Gregers Algreen Ussing. 21

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.