Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 39

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 39
HUGUM AÐ HEILDINNI - BYGGJ U M ÞÉTT! PETTER NÆSS er sérfræðingur við norsku rannsókna- stofnunina í skipulagi bæja og héraða(NAMIT). SKIPULAG B/€JA - VANR/EKTUR ÞÁTTUR í UMHVERFISVERND Frá því farið var að gefa meiri gaum að umhverfismálum hafa verið sett mörg markmið, bæði alþjóðleg og af einstökum þjóðum, þar sem lögð er áhersla á að meira tillit sé tekið til náttúru og umhverfis. Mörg þessara markmiða hafa það að leiðarljósi að draga úr umhverfisvanda- málum sem hafa orðið til vegna þess hvernig við höfum skipulagt bæi og þéttbýli. Aukin landrýmisþörf og dreifing á íbúðar- og atvinnusvæðum hefur leitt til þess að við höfum orðið meira og meira háð notkun bifreiða. Bandaríkjamaðurinn Richard Register kallar þessa stjórnlausu þróun „The Auto Sprawl Syndrome" en hún hefur farið harkalega með útivistarsvæði, landbúnaðarsvæði og náttúruverndar- svæði, þ.e.a.s. svæði sem æskilegt hefði verið að vernda. Ef við viljum taka Brundtlandskýrsluna og stefnummörkun norska Stórþingsins um umhverfisvernd alvarlega, þá verðum við að beina þróun þéttbýlis inn á aðrar brautir. Hingað til hafa norskir stjórnmálamenn í áhrifastöðum ekki tekið þessar breytingar alvarlega. Ef til vill er það vegna þess að umhverfisvernd er ennþá helst á Pappírnum. í raun og veru kemur í Ijós að markmiðum á þessu sviði er ekki fylgt eins vel eftir og t.d. markmiðum á sviði ve9amála um auknar vegaframkvæmdir í ibúðarhverfum. Ég held hins vegar að breyting muni eiga sér stað og að um- hverfisvernd verði tekin alvarlega. Því fleiri vistfræðileg aðvörunarljós sem "blikka", því erfiðara verður að leiða umhverfisvandamál hjá sér. 37 HVERNIG VÆRI AÐ TAKA UMHVERFISVERND ALVARLEGA? Þessi spurning liggur að baki margra ára norsku þverfaglegu rannsóknar- verkefni sem ber nafnið „þéttbýlisþróun sem fellur vel að náttúru og umhverfi" (Naturogmilj0vennligtettstedsutvikling“ NAMIT), sem Norska rannsóknarstofnunin í bæja- og héraðarannsóknum vinnur í samvinnu með sjö öðrum rannsóknast- ofnunum. í þessu rannsóknarverkefni hefur verið reynt að skilgreina hvaða afleiðingar það hefði á landnotkun og þróun bæja og þéttbýlis ef þau náttúruverndarmarkmið sem er að finna í Brundtlandskýrslunni, stefnumörkun norska þingsins og í greinargerðum Norrænu ráðherranefndarinnar (Nordisk ministerrád) væru höfð að leiðarljósi. Þau nýju þróunarmarkmið sem hér er um að ræða og hafa verið notuð á athugunarsvæðunum í Borre, Þrándheimi, eystri Malvik og Sogndal eru eftirfarandi: - draga sem mest úr orkunotkun og meng- un sem hefur áhrif á landsvísu og á alþjóðavettvangi - vera þjóðhagslega hagkvæm - minnka staðbundinn hávaða og mengun - gefa góða möguleika á útivist/útiveru - varðveita landslag ogmenningarverðmæti - stuðla að velferðar- / félagslegum markmiðum. -vernda lifandi auðlindir. L

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.