Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 71

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 71
UMHVERFISLISTAVERK Imyndun og veruleiki AÐALSTEINN INGÓLFSSSON listfræðingur Hreinn Friðfinnsson : HOUSE PROJECT, 1974. Frá upphafi nútímalegrar myndlistar á íslandi hafa listamenn gengiö á vit náttúrunnar. Flún hefur veriö þeim tákn þjóðfrelsis, sálarspegill, uppspretta myndmáls og tilraunareitur fyrir margháttaöa formraekt. Það er hins vegar ekki fyrr en á seinni árum að íslenskir iistamenn hafa beinlínis gert sér far um að vinna með náttúrunni og umhverfinu almennt, gera hvorttveggja að virkurn þætti í myndverki. Slíkrar viðleitni verður hér ekki vart fyrr en í kjölfar alþjóðlegrar umhverfis-listar (environmental art) og konsept listar á sjöunda áratugnum. A alþjóðlegum vettvangi tekur umhverfislist aðallega á sigtvær myndir. Annars vegar skapa listamenn sérstaka umgjörð úr tilfallandi efniviði utan um eigin verk eða sýningar. Gott íslenskt dæmi er syning sem Jón Gunnar Árnason myndhöggvari stóð fyrir í SÚM árið 1970, en hún var að miklu leyti umvafin plastdúkum sem áhorfandinn þurfti að vafstra í gegnum til að komast að einstökum verkum. fseinni skapar ung listakona, Sigríður Elfa Sigurðar dóttir, sérstakt andrúmsloft dulúðar á sýningum sínum með ríkulegum skreytingum í hólf og gólf. TILFiCRSLA Á LANDSLAGI Hins vegar er sú umhverfislist þar sem áhorfandinn sjálfur, nærvera hans og viðbrögð eru aðalatriðið. Þar er umgjörðin gjarnan af náttúrulegum toga, margháttuð tilfærsla á landslagi (láðlist) eða þá að landslagið, og þar með veður og vindar, er notað sem nokkurs konar andlag. Þekktasta uppistandandi verk þeirrar tegundar á fslandi er örugglega „Áfangar" eftir Richard Serra úti í Viðey, sem þrátt fyrir umfang sitt er marklaust ef áhorfandinn tekur ekki þátt í því út frá þeim forsendum sem listamaðurinn skammtar honum. En aðrir þekktir útlendir myndlistarmenn hafa einnig notað ísland sem vettvang fyrir náttúrulega umhverfislist. Breski listamaðurinn Richard Long „teiknar" slóða í landslag með fótsporum sínum, „teiknar" í fjallshlíðar með því að velta steinum niður þær eða raðar 69

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.