Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 33
Eimskip er yfir 100 ára gam-
alt fyrirtæki og er leiðandi
flutningafyrirtæki í Norður-
Atlantshafi með sérhæfingu
í flutningi á frystum og
kældum vörum. Félagið er
meðvitað um samfélagslegt
mikilvægi sitt og sína sam-
félagslegu ábyrgð.
Agla Huld Þórarinsdóttir er
sjálf bærnisérfræðingur hjá Eim
skip. Hún segir að Eimskip leggi sig
fram við að vera til fyrirmyndar og
leiðandi í sjálfbærnimálum, bæði
gagnvart umhverfi og samfélagi.
„Við leggjum mikla áherslu á að
þekkja þá áhættuþætti sem snúa
að sjálfbærni í okkar rekstri og við
vinnum markvisst að því að draga
úr þeim,“ segir hún.
Orkuskiptin eru lykilatriði
„Það er ljóst að orkuskiptin eru lyk
ilatriði bæði í okkar rekstri og fyrir
samfélagið í heild. Við verðum að
stuðla að sjálfbærari lausnum og
ná að koma í veg fyrir að hitastig
jarðar stígi upp fyrir 1,5°C,“ segir
Agla en Eimskip hefur verið að
vinna að mörgum áhugaverðum
verkefn um varðandi orkuskipti
„Nú er svo komið að allir hafnar
kranar okkar á Íslandi eru drifnir
rafmagni. Starfsmenn okkar og
samstarfsaðilar lögðu gríðarlega
miklu vinnu í að breyta krönum
þannig að þeir gætu gengið fyrir
rafmagni,“ segir Agla.
„Annað verkefni sem við erum
stolt af er landtenging skipa en í
desember náðum við þeim áfanga
að geta tengt skipin okkar, Detti
foss og Brúarfoss, við rafmagn
þegar þau eru í höfn. Með því
náum við að slökkva á ljósavélum
og draga úr kol efnisfótspori okkar
auk annarra jákvæðra áhrifa á
nærsamfélag okkar. Þetta var
skemmtilegt verkefni sem við
unnum einnig með mörgum
góðum samstarfsað ilum.“
Eimskip hefur verið að skipta
yfir í umhverfisvænni öku tæki,
bæði með notkun metanbíla og
nú síðast með því að fjárfesta í
tveimur 15 tonna flutninga bílum
knúnum rafmagni. Þetta eru
miklar fjárfestingar og það að stíga
þessi skref þýðir að við erum að
fjárfesta í tækjum sem eru tvöfalt
dýrari en sam bærileg ökutæki
sem eru knúin jarðefnaelds
neyti. „Kostnaður er einmitt ein
af áskorununum þegar horft er til
orkuskipta en tæki sem eru knúin
grænni orku eru alla jafna dýrari og
þetta hægir á endur nýjun flotans
okkar. Það er klárt mál að hvatning
frá yfirvöldum gegnir lykilatriði ef
flýta á orku skiptum,“ segir Agla.
Agla segir skiparekstur vega
þyngst þegar kemur að kolefnis
fótspori og að segja megi að það sé
stóra verkefni Eim skips varðandi
orkuskiptin. „Við erum nú að
vinna verkefni sem snýr að því
að kanna hag kvæmni á smíði
tveggja skipa sem væru knúin
grænni orku. Þetta yrði viðamikil
fjárfesting og margir óvissuþættir
en öllu máli skiptir að allir aðilar
séu samstíga. Fyrirtæki verða að
þora að taka stór skref sem snúa að
orkuskiptum og stjórnvöld verða
að tryggja að næg orka sé í boði
á viðráðan legu verði. Við höfum
ásamt Landsvirkjun unnið að því
að kortleggja þarfir okkar og það
nýtist vonandi öðrum atvinnu
greinum. Orkuskipti mega ekki
leiða til þess að jafnvægi raskist
heldur verðum við öll að njóta þess
ávinnings sem hlýst af þeim.“
„Það er stutt í 2040 þar sem
Ísland hefur sett sér skýr mark mið
um að verða kolefnishlutlaust. Við
verðum sem samfélag að sam einast
um leiðir og tryggja þetta stóra
heimsmarkmið sem allir eru að
horfa til,“ segir Agla Huld.
Stór áskorun í orkuskiptum skipa
Agla Huld Þórarinsdóttir er sjálfbærnisérfræðingur hjá Eimskip. Hún segir fyrirtækið leggja sig fram í sjálfbærnimálum fyrir umhverfi og samfélag.
FRÉTTABLAÐIÐ/AnTon BRInk
í desember náði
Eimskip þeim
áfanga að geta
tengt Dettifoss
og Brúarfoss við
rafmagn þegar
þeir eru í landi.
Með því næst að
slökkva á ljósa-
vélum og draga
úr kolefnisfót-
spori.
Sjálfbærni snýst ekki bara um
umhverfismálin
„Þrátt fyrir að við horfum mikið til
umhverfismála á okkar sjálfbærni
vegferð þá er mikilvægt að hafa í
huga að sjálfbærni snýst ekki bara
um umhverfismál. Með sjálfbærni
erum við að halda utan um alla þá
málaflokka sem tryggja réttlátara
samfélag. Málaflokkarnir eru
margir og fyrirtækjum ber skylda
til að meta sín áhrif og stuðla
markvisst að betra samfélagi og
nærumhverfi,“ segir Agla.
Agla segir Eimskip leggja mikla
áherslu á að tryggja öryggi og vel
ferð starfsfólks. „Í því sambandi
skiptir gríðarlega miklu máli að
hafa góða öryggismenningu á
öllum okkar starfsstöðvum. Til
að tryggja öryggisvitund í okkar
daglegu störfum þá leggjum við
áherslu á fræðslu og góð samskipti.
Öll störf eru metin út frá áhættu og
hver hópur fær viðeigandi þjálfun.
Við leggjum mikla áherslu á sér
sniðna fræðslu fyrir ólík störf en
síðan sameinumst við öll í árlegri
öryggisviku þar sem við fram
kvæmum fjölbreyttar æfingar sem
styðja við góða öryggisvitund.“
Fjölbreyttur vinnustaður
Eimskip er mjög fjölbreyttur
vinnustaður. Félagið starfar í 20
löndum og þar starfar fólk frá yfir
40 löndum. Störfin eru einnig mjög
fjölbreytt og það er því að mörgu
að huga þegar unnið er að vellíðan
starfsfólks. „Við settum á fót sér
stakan heilsu og hamingjupakka
sem tekur á fjölmörgum þáttum
sem snúa að heilsu og vellíðan
enda er mikilvægt að fjárfesta í
heilsu starfsfólks og að stuðla að
almennri vellíðan í vinnu. Góð
heilsa snýst ekki eingöngu um
heppni og því skiptir máli að styðja
við fjölbreyttar þarfir starfsfólks,“
segir Agla enn fremur og bendir
á að Eimskip hafi einnig innleitt
samgöngustyrk sem fjölmargir
starfsmenn hafa nýtt sér. „Við finn
um fyrir mikilli ánægju með þessa
viðbót auk möguleikans á því að
nýta hana t.d. bara á sumrin. Svo
er ein mjög skemmtileg hefð hjá
Eimskip en við bjóðum starfs
mönnum sem hafa hætt hjá okkur
vegna aldurs alltaf í kaffi reglulega.
Þetta er mjög skemmtilegur siður
og ótrúlega gaman að fá fólkið
okkar aftur í hús og um leið erum
við að styðja við okkar fyrrverandi
starfsfólk og bjóða upp á vettvang
til að hittast,“ segir hún.
„Fræðslan skipar stóran sess í
okkar starfi og við erum stolt af því
skrefi sem við tókum síðasta vor
þegar við fórum af stað með leið
togaþjálfun fyrir hóp starfsfólks á
alþjóðavísu. Markmiðið með verk
efninu er að byggja upp breiðan
og fjölbreyttan hóp leiðtoga innan
félagsins en í heildina hafa 74 ein
staklingar frá 14 löndum farið í
gegnum þjálfunina þar sem kynja
hlutfall var jafnt. Þá er gaman að
segja frá því að nú þegar hafa níu
þátttakendur, þar af fimm konur,
hlotið framgang í starfi í nýjum
hlutverkum.“
Breytt regluverk
Agla segir verkefnin fram undan
ærin enda miklar breytingar á
regluverki í tengslum við sjálf
bærni, bæði sem snúa að rekstr
inum og upplýsingagjöf. „Við
vinnum hörðum höndum að því
að kynna okkur regluverkin og þau
áhrif sem þau hafa á okkar rekstur
enda ljóst að þær breytingar munu
hafa mikil áhrif á hvernig fyrirtæki
vinna í framtíðinni.“
Að lokum segir Agla: „Ísland og
heimurinn eru að stíga stór skref í
átt að bættu samfélagi og hér þurfa
allir að leggjast á eitt til að ná þeim
markmiðum sem stefnt er að.“ n
Eimskip hefur
verið að skipta yfir
í umhverfisvænni öku-
tæki. Bæði með metan-
bílum og nú síðast þá
fjárfestum við í tveimur
15 tonna flutningabílum
knúnum rafmagni.
Agla Huld Þórarinsdóttir
kynningarblað 19MIÐVIKUDAGUR 29. mars 2023 Sjálfbærni í rekStri