Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2023, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 29.03.2023, Qupperneq 34
Eftirspurn eftir sjálfbærni- upplýsingum fyrirtækja hefur aukist umtalsvert með tilheyrandi umfangi og kostnaði við öflun slíkra upplýsinga. Nýtt regluverk hefur og mun gera fjölmörgum fyrirtækjum skylt að afla og birta upplýsingar um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti í sínum rekstri og í tilfelli fjármálafyrirtækja eru kröfurnar sérstaklega miklar. Til að koma til móts við þessar auknu kröfur hefur Creditinfo kynnt Veru til sögunnar, sem sýnir á einum stað helstu sjálfbærniupp­ lýsingar um öll íslensk fyrirtæki. „Vera er sniðin þannig að við hjá Creditinfo söfnum saman upplýsingum um sjálfbærnimál fyrirtækja. Sjálfbærniupplýsingar finnast víða hvort sem þær eru í skjölum, á vefsvæðum eða í skýrslum. Það er jafnvel fjöl­ miðlaumfjöllun sem við erum að fylgja, við erum að skoða dómsmál og þetta er rosalega breið flóra af gögnum sem eru ekki endilega að birtast einu sinni á ári í skýrslum sem fyrirtækin matreiða sjálf. Við erum að toga gagnaupplýsingar héðan og þaðan og birtum í einu þægilegu viðmóti,“ segir Reynir Smári Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo. „Ástæðan fyrir því að við hjá Credit info búum Veru til er að regluverk tengt sjálfbærni er að leggjast á fjármálamarkaðinn af miklum þunga. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki þurfa ákveðin gögn til að geta auðveldað sér þessa upplýsingaskyldu,“ segir Reynir, sem starfaði hjá Landsbankanum í þessum málaflokki áður en hann fór til Creditinfo. „Maður sá þetta fyrir og aðgengi að gögnum var mjög takmarkað. Það er í rauninni það sem við erum að leysa.“ Geta uppfært upplýsingarnar Virkar Vera fyrir öll íslensk fyrir- tæki? „Já, þú getur flett upp hvaða fyrirtæki sem er og sömu upp­ lýsingar birtast fyrir öll íslensk fyrirtæki. Svo geta fyrirtækin farið inn í Veru í gegnum Mitt Credit­ info og uppfært upplýsingar um eigið fyrirtæki. En það er aðeins hluti af upplýsingum sem þú getur uppfært eins og til dæmis losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum með líkan sem áætlar losun gróðurhúsalofttegunda en ef fyrir­ tækin hafa birt slíka tölfræði þá höfum við náð í þær upplýsingar. Ef þú hefur reiknað losun gróðurhúsalofttegunda frá þínum rekstri og vilt setja þær þarna inn þá getur þú uppfært þær upplýsing­ ar fyrir þitt fyrirtæki á Mitt Credit­ info. Ef þú veist í hvaða löndum virðiskeðjan þín liggur þá getur þú sett þær upplýsingar inn og það er hitt og þetta sem þú getur uppfært og miðlað á fjármálamarkaðinn á einum stað,“ segir Reynir, en Vera aðstoðar öll fyrirtæki, hvort sem þau eru smá eða stór, að miðla upp­ lýsingum tengdum sjálfbærni til hagaðila á samræmdan máta. En sumt geta fyrirtækin sjálf ekki uppfært að sögn Reynis. „Þú getur til að mynda ekki fjarlægt fjölmiðlaumfjöllun sem þér þykir óþægileg eða dómsmál. Í dóms­ málum horfum við líka á tengd félög. Ef þú ert að skoða eitt fyrir­ tæki en stór eigandi þess fyrirtækis birtist í dómsmálum þá sést það í Veru og sömuleiðis að ef þú átt stóran hluta í fyrirtæki sem er búið að vera í dómsmálum þá birtir Vera það líka. Þannig að í Veru er mjög fjölbreytt yfirlit yfir þessa umhverfis­ og félagslegu stjórnar­ hætti,“ segir Reynir Smári. Auðvelt er að sækja sjálfbærni­ upplýsingar um íslensk fyrirtæki á þjónustuvef Creditinfo. Þær sjálf­ bærniupplýsingar sem sóttar eru í Veru nýtast fyrirtækjum sem þurfa að standa skil vegna komandi regluverks á sviði sjálfbærni líkt og SFDR, CSRD, CSDD o.fl. Sjálfbærniupplýsingar sem eru sóttar eru aðgengilegar í 30 daga og á þeim tíma getur þú óskað eftir því að fyrirtækið sem þú ert að kanna uppfæri sínar upplýsingar á Mitt Creditinfo. Spurður út í mikilvægi sjálf­ bærniupplýsinga hjá fyrirtækjum segir Reynir: „Fólk hugsar strax um orð spors­ áhættu fyrirtækja og það er eitt­ hvað sem fólk á að vera meðvitað um. Það er ekki bara ef eitthvað misferst á Íslandi heldur líka ef atburðir eiga sér stað í virðiskeðju fyrirtækja og jafnvel í virðiskeðju fyrirtækja í sama geira. Þá er eðlilegt að spyrja: Hvaðan kemur innihaldið í vöruna sem ég er að kaupa? Er það að koma frá löndum þar sem þessir þættir eru í ólestri? Það er eitt og svo eru líka beinar fjárhagslegar afleiðingar tengdar þessum upplýsingum. Til dæmis hjá fyrirtækjum sem eru undir viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir, ETS, líkt og flugfélögin, fyrirtæki í þunga­ iðnaði og bráðum skipafélög og flutningafyrirtæki líka. Þú vilt fá að sjá hversu mikið ákveðið fyrir­ tæki er að losa af gróðurhúsaloft­ tegundum og þá ferð þú mögulega að spyrja hvað kostar þessi losun félagið og hvað er hægt að gera til að draga úr losun?“ Hægt að ná í öll skjöl á sama stað Hefur eftirspurn eftir sjálf bærni- upplýsingum aukist á síðustu misserum? „Eftirspurnin er þegar orðin mikil í Evrópu og við teljum að það sama verði uppi á teningnum hérna. Það eru ýmis ráð gjafar fyrir­ tæki og hugbúnaðarfyrirtæki á íslenska markaðnum sem aðstoða við að útbúa og birta sjálfbærni­ upplýsingar fyrir fyrirtæki en það eru allir að gera þetta á mismun­ andi máta. Það sem við hjá Creditinfo gerum er að við sækjum þessar upplýsingar, sláum inn og gerum þetta samræmt. Hjá okkur er hægt að spara mikla vinnu og sækja skjölin öll á sama stað. Við erum aðeins á undan löggjafanum. Við sjáum fram á aukið regluverk á sviði sjálfbærni hér á Íslandi í sumar og á næsta ári og við teljum að við séum þá tilbúin með lausn til þess að auðvelda fjármálafyrir­ tækjum að sækja allar þessar upp­ lýsingar og sömuleiðis líka þegar kemur að birgjamati. Það er verið að kalla eftir mun ítarlegri upplýs­ ingum um fyrirtæki í birgjamati. Við erum að auðvelda fyrirtækjum að miðla þessum upplýsingum öllum í gegnum sama stað og lág­ marka áreiti,“ segir Reynir. n Sjá nánari upplýsingar um Veru á ufs.is Vera aðstoðar fyrirtæki með sjálfbærniupplýsingar  Reynir Smári Atlason er forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Upplýsingar sem eru aðgengilegar í Veru n Losun gróðurhúsalofttegunda n Losunarkræfni atvinnugreinar n Dómsmál tengd fyrirtæki n Viðeigandi mælikvarðar fyrir sjálfbærniáhættu og tækifæri samkvæmt SASB/IFRS n UFS-áhættumat þriðja aðila n Staða heimsmarkmiða í aðfangakeðju fyrirtækis n Sjálfbærniumfjöllun fyrirtækis í fjölmiðlum n Sjálfbærniumfjöllun helstu viðskiptalanda n Kynjahlutföll starfsmanna, stjórnarmeðlima og framkvæmda- stjórnar fyrirtækis n Flokkun atvinnustarfsemi samkvæmt flokkunarreglugerð ESB (EU Taxonomy) mun birtast í Veru á seinni hluta ársins 2023. n Önnur tengd skjöl, s.s. sjálfbærniskýrslur fyrirtækja á einum stað Ástæðan fyrir því að við hjá Credit- info búum Veru til er að regluverk tengt sjálf- bærni er að leggjast á fjármálamarkaðinn af miklum þunga. Reynir Smári Atlason Vera er sniðin þannig að við hjá Creditinfo söfnum saman upplýsingum um sjálfbærnimál fyrir- tækja. Sjálfbærniupp- lýsingar finnast víða hvort sem þær eru í skjölum, á vefsvæðum eða í skýrslum. Reynir Smári Atlason 20 kynningarblað 29. mars 2023 MIÐVIKUDAGURSjálfbærni í rekStri

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.