Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 35
Húsasmiðjan leggur mikið upp úr að bjóða viðskipta- vinum sínum grænar lausnir frá ábyrgum birgjum. „Við erum með skýr markmið í átt að vistvænni framtíð og erum sífellt að leita nýrra leiða í þá átt, t.d. með stöðugt bættum ferlum hér innanhúss, minna vistspori í virðiskeðjunni, nýjungum á sviði byggingarvara og strangari kröfum í umhverfisvottunum,“ segir Emilía Borgþórsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni. Þegar horft er til sjálfbærni þá þarf að huga að öllum þremur grunnstoðunum: umhverf- is-, samfélags- og efnahagslegum þáttum sem þýðir að ekki er hægt að einbeita sér að einum þætti sem gæti komið niður á öðrum. Líf okkar og lifnaðarhættir á Vestur- löndum teljast seint vera sjálfbær eins og staðan er en við getum farið í þá átt og gert mikið betur en við gerum í dag en nú eru að ganga í gildi lög og reglugerðir sem styðja breyttar og betri venjur. Húsasmiðjan er stór innflutn- ingsaðili byggingarvara hér á landi og því fylgir mikil ábyrgð. Lögð er áhersla á að allar starfsstöðvar Húsasmiðjunnar og ferlar séu til þess gerðir að sporna við sóun og auka hagkvæmni, m.a. þegar kemur að orkusparnaði, vöru- rýrnun, sorphirðu, flokkun o.fl. „Eitt dæmi er að koma frauð- plasti frá okkur á ábyrgan hátt en hingað til hefur það endað í urðun því engin úrræði voru fyrir þess háttar plast. Við innleiðingu á nýjum ferlum nú í haust þá fórum við í samstarf við Tempru sem tekur á móti öllu hreinu frauð- plasti frá okkur, en allt að 30% af þeirra vörum getur komið frá hreinu endurunnu frauðplasti. Nú getur frauðplastið sem eitt sinn varði ofninn þinn eða blóma- vasa frá hnjaski, einangrað húsið þitt til tuga ára. Þetta styður við nýju hringrásarlögin en markmið okkar er að flokkunarhlutfallið fari upp í 90% á næstu tveimur árum. Úrgangsmálin voru stærsti útblástursliðurinn í umhverfisbók- haldi Húsasmiðjunnar á síðasta ári og því ljóst að sporna þarf við þeirri losun. Einnig höfum við gert samning við PureNorth með endurvinnslu á lituðu umbúða- plasti en umbúðaplast er stór hluti af sorpinu okkar. Þau endurvinna plastið í hrávöru sem er seld til inn- lendra og erlendra aðila. Við gerum okkur grein fyrir verðmætum sem eru fólgin í sorpi og erum sífellt að leita nýrra leiða til að lágmarka fót- spor okkar,“ segir Emilía. Minna kolefnisfótspor í framleiðslu Emilía segir að Húsasmiðjan leitist einnig eftir því að auka áhrif sín í virðiskeðjunni enda kröfurnar frá neytendum síbreytilegar og sérstaklega núna, þegar áhersla er lögð á sjálfbærni. Æ fleiri fram- leiðendur eru farnir að svara kalli neytenda með betri vöru sem hefur minna kolefnisfótspor í fram- leiðslu, nettari pakkningum með minna af plasti og sum þessara fyrirtækja eru jafnvel að hugsa um hvar varan muni enda eftir notkun. Neytendur eru í auknum mæli hættir að sætta sig við vöru sem er aðeins vistvæn í notkun og vilja rekja umhverfisáhrifin frá upphafi til enda, eða vöggu til vöggu, sem þýðir að varan fari í endurnýjun í lok líftíma eða þegar hún hefur lokið hlutverki sínu, það sem hringrásarhagkerfið gengur út á, að færast frá línulega hagkerfinu „vöggu til grafar“ sem við öll könn- umst við. „Ef við horfum til mannvirkja- geirans þá er hann talinn ábyrgur fyrir um 40% af heildarútblæstri á heimsvísu. Þar af eru byggingarefni ábyrg fyrir 45% af heildarlosun nýbygginga og því augljóst að fram- þróunar er krafist en mikil gerjun er í þessum geira og mörg fyrirtæki í mikilli nýsköpun þegar kemur að byggingarefnum. Nú á dögum, þar sem mygla er mikil vá, er skyn- samlegt að vanda til verka og koma í veg fyrir að mygla nái að skjóta rótum og dreifa sér. Vottanir eru því ekki eingöngu fyrir umhverfið heldur einnig heilsu íbúa þar sem flestar vottanir leggja mikla áherslu á innivist, að byggja heil- næmar og öruggar byggingar með rekjanleika og gagnsæi. Einnig er minna af eiturefnum í vottuðu eða leyfðu byggingarefni þar sem tölu- vert getur verið af efnum sem fara út í andrúmsloftið og hafa áhrif á viðkvæma hópa, t.a.m. börn. Eins skiptir máli að heildarmyndin sé skoðuð en orkunotkun í rekstri bygginga er talin vera um 30% af heildarútblæstri bygginga og getur verið mjög kostnaðarsöm. Vottaðar byggingar eru hagkvæmari í rekstri þar sem hugað er að rekstrarþátt- um í hönnunarferli eins og líftíma- kostnaðargreiningar sýna fram á. Þar er metin orkunotkun bygginga út frá t.d. þykkt einangrunar í byggingarhjúp og einangrunargildi glerja,“ segir Emilía. „Vottun á vörum er ákveðinn gæðastimpill eins og LADY málningin frá Jotun er t.a.m. Svansvottuð, sem er gott dæmi um það hvernig strangar kröfur um leysiefni, efni sem eru hættuleg umhverfinu og rotvarnarefni geta skilað sér í bættri heilsu neytenda. Málningin er einnig samþykkt af norsku og sænsku astma- og ofnæmissamtökunum. Hún er einnig endingarbetri en það er umhverfisvænna og ódýrara að þurfa að gera hlutina sjaldnar. Umhverfisyfirlýsing (EPD) inni- heldur upplýsingar um umhverf- isáhrif vörunnar, ásamt inni- haldslýsingu, efnismeðhöndlun, kolefnisfótspori o.fl. sem gagnast vel þegar lífsferilsgreina á vöru. Samantekt á kolefnislosun bygg- ingar verður æ mikilvægari þáttur en umhverfisvottanir krefjast utanumhalds á bókhaldi um kol- efnislosun bygginga.“ FSC- og PEFC-vottað timbur tryggir að timbrið komi úr sjálf- bærum skógum og stuðli að verndun skóga og dýra þrátt fyrir að vera notað sem byggingarefni. Slíkar vottanir stuðla að verndun alls vist- og lífkerfis í skóginum og gera strangar kröfur til uppruna og rekjanleika efnisins. Mikil gróska er í vistvænum byggingarvörum með vottunum eins og klæðn- ingum en þróun með hitameð- höndlun er eitt dæmi sem hefur rutt sér til rúms á markaðnum en fura og greni eru dæmi um timbur sem er leyfilegt í allar vottanir og sem er meðhöndlað lítillega eins og með hita. Lifa í sátt og samlyndi við vistkerfi jarðar „Mikið er fjallað um líffræðilegan fjölbreytileika sem eitt af stóru umhverfismálunum en það skiptir miklu máli að rask á umhverfinu sé í lágmarki. Við á Íslandi erum ekki komin eins langt í þessum efnum og margar borgir í Evrópu, en þar eru klæðningar og þök til þess gerð að halda gróðri og vera um leið íverustaður fjölda lífvera. Við þurfum að lifa í sátt og samlyndi við vistkerfi jarðar því við erum jú hluti af henni þrátt fyrir þróun sem er oft fjarri nátt- úrunni. Vísindin hafa sannað að einmitt tengsl við náttúruna gefi okkur mestu endurheimt á sál og líkama og því til mikils að vinna. Einnig eru blágrænar ofanvatns- lausnir taldar vinna með okkur í loftslagsbreytingum og áhrifum af þeirra völdum á íslensk mann- virki. Með auknum veðurham í kjölfar hlýnunar s.s. með aukinni ofankomu, flóðum og hækkandi sjávarstöðu þarf að grípa til frekari ráðstafana og spila umhverfið og grænar lausnir stórt hlutverk í þeim efnum. Það þarf að huga að heildar- myndinni og eru vottanir til þess gerðar að bæta gæði bygginga og umhverfis. Þær tryggja að rétt sé staðið að málum sem og hugsað um líf íbúanna í formi hagstæðs rekstrarkostnaðar, innivistar s.s. hljóðvistar, birtuskilyrða, loftgæða og margs fleira. Sjálfbærniáherslur eru í stöðugri þróun og munu ein- göngu aukast þar sem þekking og skilningur almennings vex og því mun eftirspurnin aukast þar sem hættu á byggingargöllum er haldið í lágmarki og gæði tryggð með rekjanleika. Það eru því stórar og krefjandi áskoranir sem bíða okkar en í þeim leynast tækifæri,“ segir Emilía. n Emilía Borgþórsdóttir er verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mikið er fjallað um líffræðilegan fjölbreytileika sem eitt af stóru umhverfismál- unum en það skiptir máli að rask á umhverf- inu sé í lágmarki. Emilía Borgþórsdóttir Húsasmiðjan með skýr markmið í átt að vistvænni framtíð  kynningarblað 21MIÐVIKUDAGUR 29. mars 2023 Sjálfbærni í rekStri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.