Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2023, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 29.03.2023, Qupperneq 36
Við samþættum sjálfbærnihugsun inn í sem flesta þjón- ustuþætti, hjálpum viðskiptavinum að innleiða sjálfbærni með markvissum hætti. Dr. Hafþór Ægir Sigurjónsson Hugtakið sjálfbærni hefur orðið æ meira áberandi í allri umræðu hér á landi á undanförnum misserum og árum. Orkuskiptin eru fram undan og samdóma álit flestra að sjálfbærni sé órjúfanlegur hluti þeirra. Dr. Hafþór Ægir Sigurjónsson er forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG, en hann leiðir sjálfbærni- teymið og ber ábyrgð á innleiðingu sjálfbærnimála í þjónustufram- boði fyrirtækisins. Hann lauk doktorsprófi í verkfræði frá DTU í Danmörku og gegndi þar rann- sóknarstöðu og var einnig aðjúnkt hjá Háskóla Íslands. Áður en hann gekk til liðs við KPMG stofnaði Hafþór Circular Solutions ásamt nokkrum samstarfsmönnum. KPMG keypti Circular Solutions fyrir tveimur árum. Sjálfbær þróun er svið sem er í miklum forgangi hjá KPMG. „Við teljum það grundvallar atriði að skapa langvarandi virði fyrir viðskiptavini, starfsfólk og sam- félagið í heild sinni. Með því að vera arðbær með góða stjórnunarhætti og styðja félagslegt og umhverfis- legt jafnvægi, styrkja fyrirtæki stöðu sína og eru betur búin fyrir framtíðina,“ segir Hafþór. „Þessi áhersla hjálpar okkur að uppfylla stefnu okkar um ánægju starfs- fólks því flestir vilja láta gott af sér leiða. Það á að vera augljóst val viðskiptavina og hafa jákvæð áhrif á samfélagið.“ Hafþór segir áherslu KPMG á sjálfbærni hafa aukið mikilvægi félagslegs og umhverfislegs jafn- vægis innan fyrirtækisins og gert því kleift að efla þjónustu á sviði sjálfbærni fyrir viðskiptavini. „Við samþættum sjálfbærnihugsun inn í sem flesta þjónustuþætti, hjálpum viðskiptavinum að innleiða sjálf- bærni með markvissum hætti og Sjálfbærni er lykill að framtíðinni Sjálfbærnihópur KPMG. Efri röð frá vinstri: Dr. Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni, Soffía Eydís Björgvinsdóttir, lögmaður hjá KPMG Law, Helga Harðardóttir, á ráðgjafarsviði, Sævar Helgi Bragason verkefna- stjóri, Lára Portal sérfræðingur. Neðri röð frá vinstri: Anna-Bryndís Zingsheim Rúnudóttir sérfræðingur, Hildur Tryggvadóttir Flóvenz verkefnastjóri, Helena W. Óladóttir sérfræðingur og Árni V. Claessen, á endurskoðunarsviði. Á myndina vantar dr. Kevin Dillman verkefnastjóra. mynd/geir ólafsson aðstoðum þá við að undirbúa sig undir þær miklu breytingar sem eru fram undan í reglum og löggjöf um upplýsingagjöf í sjálfbærni.“ Hafþór segir KPMG bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í sjálfbærni sem nái yfir stefnumótun, upp- lýsingagjöf, sjálfbær fjármál, sér- hæfðar greiningar, t.d. á kolefnis- spori vöru og þjónustu, sjálfbæra aðfangakeðju, aðgerðaáætlun til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda, staðfestingu og áreiðan- leikakönnun á ófjárhagslegum upplýsingum, skilgreinda vegferð orkuskipta og í átt að hringrásar- hagkerfi. „Við viljum vera leiðandi á innlendum markaði, auk þess að taka þátt í vinnu erlendis, svo sem í Kanada, Hollandi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum, þar sem þekk- ing og reynsla sjálfbærniteymisins er eftirsóknarverð. Þar fáum við dýrmæta þekkingu og reynslu sem kemur viðskiptavinum okkar hér á landi til góða.“ Hvað er svo fram undan hjá KPMG? „Hvað varðar innra starf okkar þá vinnum við nú eftir aðgerða- áætlun með sérstaka áherslu á fólkið okkar, vellíðan þess og starfsþróun, auk öryggis- og gæða- mála,“ segir Hafþór. „Hvað viðskiptavini varðar leggjum við áherslu á að efla þjón- ustu á sviði sjálfbærni og halda áfram að samþætta sjálfbærni- hugsun inn í sem flesta þjónustu- þætti í fyrirtækinu. Margt er að breytast með bættri löggjöf og við gerum ráð fyrir að markaðurinn hér heima þroskist mikið á næstu árum. Við höfum unnið með öðrum þjónustusviðum KPMG til þess að geta boðið heildstæða þjónustu og lausnir fyrir okkar viðskiptavini og þar kemur bæði endurskoðunarsviðið og KPMG Law við sögu, en það eru Árni Claessen endurskoðandi og Soffía Eydís Björgvinsdóttir lögmaður sem sinna sjálfbærnimálunum í samvinnu við okkur, ásamt sínum teymum. Þekking þeirra og reynsla er mjög mikilvæg fyrir vegferðina sem fram undan er.“ n 22 kynningarblað 29. mars 2023 MIÐVIKUDAGURSjálfbærni í rekStri

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.