Fréttablaðið - 29.03.2023, Síða 38
Svarmi aðstoðar fyrirtæki
við vöktun áhrifa þeirra á
náttúru sem og þeirra áhrifa
sem náttúran hefur á þau.
Svarmi hefur sérhæft sig á þessu
sviði í að verða tíu ár. Lausnin hefur
á undanförnum árum orðið sífellt
eftirsóknarverðari, þá sérstak-
lega á síðastliðnu ári þar sem nýjar
evrópskar reglur munu brátt krefja
fyrirtæki um að standa skil á mun
ítarlegri upplýsingum um áhrif sín
á nærumhverfi.
Kolbeinn Hilmarsson er fram-
kvæmdastjóri og einn meðstofn-
enda Svarma. „Ég hóf minn feril
sem atvinnuflugmaður og sam-
hliða því var ég í fasteigna-, fyrir-
tækja- og jarðasölu. Þá kynntist ég
því fyrst hversu flókið er að meta
möguleika landsvæðis til náttúru-
legrar verðmætasköpunar. “
Gögnin eru grundvöllurinn
Kolbeinn kynntist Tryggva Stefáns-
syni sem stofnaði Svarma í MS í
verkfræði í Stokkhólmi. Svarmi
hafði þá gert magnaða hluti í að
nota dróna, gervitungl og ýmsa
skynjara til að mæla náttúrulegt
umhverfi á stafrænan hátt.
„Þessi gögn fela í sér meiri
áreiðanleika en að notast ein-
göngu við túlkun einstaklinga sem
mæta á staðinn eða kortagrunna
sem byggja á takmörkuðum og
oft gömlum gögnum. Mælingar
og gögn eru grundvöllur að því að
mismunandi aðilar eins og fjár-
festar, verkefnaeigendur, landeig-
endur, náttúruverndarsamtök og
hið opinbera geti átt í skilvirkum
samskiptum og verið sammála um
verðmæti svæðis.
Við höfum unnið mikið með
orkugeiranum og innviðageiranum
að undirbúningi framkvæmda.
Orkugeirinn er lengst kominn í
slíkri vöktun í dag og sér tækifæri í
auknum skilningi á áhrifum nátt-
úrunnar á sína starfsemi. Lands-
virkjun og HS Orka voru meðal
okkar fyrstu viðskiptavina og við
höfum sinnt margþættum vökt-
unarverkefnum fyrir þau, meðal
annars vaktað breytingar á jarð-
hitasvæði HS Orku til fjölda ára.
Að okkur vitandi eru vandfundin
önnur jarðhitasvæði í heiminum
sem hafa verið vöktuð jafn vel.“
Fjölbreytt gögn og gervigreind
Svarmi hefur þróað hugbúnað sem
heitir DATACT til þess að einfalda
aðgengi og hagnýtingu viðskipta-
vina og hagaðila þeirra á þungum
og stórum gögnum. Lausnin tryggir
að gögn skili sér í raunverulegum
aðgerðum (e. Data to Action) og nær
til gagna frá drónum, flugvélum,
gervitunglum, sem og öðrum
gögnum eins og ljósmyndum af
jörðu niðri.
„Við nýtum svo ýmsar úrvinnslu-
og greiningaraðferðir, líkt og gervi-
greind, við vinnslu á upplýsingum.
Þessi hugbúnaðarþróun gerir
okkur kleift að auka umsvif okkar
á erlendri grundu. Við þurfum ekki
að hafa manneskju á staðnum,
heldur nýtast í staðinn upplýsingar
úr fjarkönnunargögnum,“ segir
Kolbeinn.
„Þetta hefur verið til umræðu
í mörg ár og almennt séð fannst
fólki þetta áhugavert verkefni en
fyrirtæki sáu ekki hvernig þörfin á
þessari umfangsmiklu vöktun átti
við þau. Þörfin er þó nokkuð ljós
eins og við framkvæmd á umhverf-
ismati. Til þess þarf fjölda sér-
fræðinga og þá er mikilvægt að þeir
vinni ekki hver í sínu horni heldur
samnýti frekar gögn til fjölþættrar
greiningarvinnu. Þörfin verður enn
meiri í kjölfar nýs regluverks í Evr-
ópu, sem felur í sér talsverða áhættu
en líka stór tækifæri fyrir fyrirtæki.
Pressan um aukið gagnsæi og bætt
gæði upplýsinga kemur bæði frá
Evrópusambandinu og mörgum
stærstu fagfjárfestum heimsins.“
Hjá Svarma starfa sérfræðingar á
breiðu sviði innan náttúruvísinda.
„Einna helst erum við sérfræðingar
í gagnavísindum sem gerir okkur
kleift að meðhöndla gögnin þvert
á notkunartilfelli. Við viljum
auka gagnsæi í flóknu sambandi
viðskipta og náttúru með því að
styðjast við raungögn í stað grófra
áætlana. Nálgun okkar hefur vakið
athygli á alþjóðlegum vettvangi,
þar á meðal á alþjóðaaðildarríkja-
þingi Sameinuðu þjóðanna um
líffræðilega fjölbreytni (COP15).
Við brúum bilið á milli gagna-
grunna sem nýtast við frummat
náttúrutengdra áhrifa og áhættu
og nákvæmari athugana á mikil-
vægum áhrifasvæðum.
Með auknum kröfum á fyrirtæki
um bætta upplýsingagjöf til fjár-
festa og almennings þarf að tryggja
að bolmagn til þess að standa skil
á slíkum upplýsingum sé til staðar.
Það verður að nýta tæknina.“
Aukin umsvif erlendis
Svarmi hefur aukið umsvif sín
erlendis og er í samstarfi við stærri
fyrirtæki en áður. „Sameiginlegur
umræðugrundvöllur á milli ólíkra
aðila fer að skipta æ meira máli
vegna nýs regluverks í Evrópu sem
tekur gildi á næsta ári. Fyrirtæki
munu þurfa að standa skil á upp-
lýsingum um sín áhrif á náttúruna,
líffræðilegan fjölbreytileika og
fleira, á hverju ári. Gagnasöfnun og
miðlun upplýsinga um áhrif á lofts-
lag, líffræðilegan fjölbreytileika og
fleiri þætti færist nú inn í fjárhags-
uppgjör fyrirtækja.
Þar erum við aðili að erlendu
samstarfi, Taskforce on Nature-
Related Financial Disclosures
(TNFD), um mótun upplýsinga-
ramma um náttúruuppgjör. Við
erum að keyra mjög stórt verkefni,
hið fyrsta sinnar tegundar, með AB
InBev, stærsta bjórframleiðanda í
heimi. AB InBev reka bruggverk-
smiðjur um allan heim og við
hjálpum þeim að forgangsraða
sínum áhrifasvæðum í sínum
rekstri og greina og setja upp mæli-
kvarða fyrir svæði sem eru sérstak-
lega mikilvæg út frá líffræðilegum
fjölbreytileika. Þetta gerum við í
samræmi við upplýsingaramma
TNFD og undirbúum drög að sér-
stökum náttúruhluta sjálfbærni-
skýrslu félagsins fyrir árið 2023.“ n
Náttúran á skilið sanngjarnt mat
Kolbeinn
Hilmarsson
segir að tæknin
sé lykilatriði í
því að fyrirtæki
geti staðið skil á
náttúruuppgjöri
á næsta ári.
Fréttablaðið/
anton brink
Þorbjörg Sandra Bakke
starfar sem teymisstjóri í
teymi hringrásarhagkerfis
hjá Umhverfisstofnun. Þar
er unnið að margvíslegum
verkefnum sem snúa að efl-
ingu hringrásarhagkerfisins.
Eitt þessara verkefna er Saman
gegn sóun sem leggur meðal ann-
ars áherslu á að draga úr myndun
óþarfa plastúrgangs með fræðslu,
miðlun, samvinnu og samtali við
bæði almenning og atvinnulífið.
70% Íslendinga telja sig hafa
dregið úr plastnotkun samkvæmt
Umhverfiskönnun Gallup 2022.
„Á sama tíma segist helmingur
svarenda ekki geta gert sín inn-
kaup umhverfisvænni þar sem það
skorti umhverfisvænni valkosti.
Þetta segir okkur að neytendur
vilja og eru tilbúnir til að stuðla að
ábyrgri notkun plasts en þeir þurfa
stuðning og lausnir frá fyrirtækj-
unum sem þeir versla við,“ segir
Þorbjörg og bætir við að brýnt
sé að kynna neytendum hvernig
hægt er að vinna enn frekar gegn
sóun og nýta þær lausnir sem eru
þegar til staðar.
„Á vef Saman gegn sóun hefur
Umhverfisstofnun tekið saman
alls konar upplýsingar sem gagnast
fyrirtækjum sem vilja mæta þessu
ákalli,“ segir Þorbjörg.
Umræðan að plast
sé vondi karlinn
Að sögn Þorbjargar hefur umræð-
an í samfélaginu síðustu ár svolítið
verið á þann veginn að plast sé
vondi kallinn. „En það þarf alls
ekki að vera það.
Plast sem er notað á óábyrgan
hátt er mjög skaðlegt umhverf-
Fyrirtækin lykilaðilar í að skapa hringrás plasts
Þorbjörg segir að mörg fyrirtæki séu komin langt í þessu ferli, farin að bjóða upp á umbúðalausar vörur, fjölnota
lausnir og vörur úr endurunnu plasti. Fréttablaðið/Valli
Við þurfum að
endurnota og
endurvinna það plast
sem er þegar í umferð í
stað þess að framleiða
alltaf meira.
inu en það getur hins vegar verið
tiltölulega umhverfisvænt ef því
er komið inn í lokaða hringrás.
Ástæðan er m.a. sú að plast er
mjög endingargott efni og hentar
því vel að nota það aftur og aftur.
Auk þess er hægt að endurvinna
margar tegundir plasts með
góðum árangri.
Vandamálið er ofgnóttin sem
framleidd hefur verið af plasti,
bæði einnota og fjölnota. Við
þurfum að endurnota og endur-
vinna það plast sem er þegar í
umferð í stað þess að framleiða
alltaf meira.“
Hönnun vara skiptir máli
„Atvinnulífið leikur lykilhlut-
verk í að skapa hér hringrás fyrir
plast, hvort sem það eru fyrirtæki
í framleiðslu, verslun, skrifstofu-
starfsemi eða iðnaði. Bæði með
sinni eigin eftirspurn, því þau
velja hvort þau kaupa umhverfis-
vænni vörur eða eitthvað annað.
En einnig með því að velja vel
hvaða hráefni er notað í vöruna
og hvernig henni er pakkað inn.
Evrópusambandið hefur bent á að
allt að 80% af umhverfisáhrifum
vöru séu ákvörðuð á hönnunar-
stiginu og þess vegna er lykilat-
riði að hanna vörur sem haldast í
hringrásinni eins lengi og mögu-
legt er.
Mörg fyrirtæki eru komin langt
í þessu ferli, farin að bjóða upp
á umbúðalausar vörur, fjölnota
lausnir og vörur úr endurunnu
plasti og það þykir okkur í verk-
efninu Saman gegn sóun frábært,“
segir Þorbjörg og horfir björtum
augum til framtíðarinnar.
„Ef það er eitthvað þrennt sem
ég ætti að ráðleggja framleið-
endum varðandi val á umbúðum
og efnivið í plastvörur þá er það
að vörurnar séu endurvinnan-
legar og að hluta til eða öllu leyti
úr endurunnu plasti, að þær séu
úr einni gerð plasts og í ljósum
lit. Nánari lýsing á því hvernig
plast er heppilegast má finna í
leiðbeiningum okkar um ábyrga
notkun plasts á síðunni okkar
samangegnsoun.is
Ég hvet alla til þess að kíkja
á vefinn okkar og fylgja okkur
á Instagram og Facebook, bæði
almenning og atvinnulífið. Þar má
nálgast aragrúa af hagnýtum upp-
lýsingum um ábyrga plastnotkun,
og margt f leira,“ segir Þorbjörg. n
24 kynningarblað 29. mars 2023 MIÐVIKUDAGURSjálFbærNi í rekStri