AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 13

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 13
Þaö hefur stundum verið sagt að íslenska þjóðin ráði yfir fjórum meginauðlindum sem eru grunnurinn að framtíðarvelferð okkar og þær beri okkur að vernda og styrkja. Þetta eru auðugt lífríki í hafinu umhverfis landið, gróðurþekja landsins, orkan f jarðhita og fall- vötnum landsins og síðast en ekki síst sá mannauður sem með þjóðinni býr og felst í menntun hennar og kunnáttu. FIMMTA AUÐLINDIN Snemma á öldum spurðust sögur af furðum íslands langt út fyrir landsteinana og erlendir landkönnuðir og ævintýramenn lögðu á sig langa og erfiða sjóferð til landsins til að líta og kanna þessi undur. Sem dæmi um hróður íslenskrar náttúru má nefna að enski læknirinn Henry Holland segir m.a. í dagbók sinni úr íslandsferð árið 1810: „í dag bar ferðalagið okkur á þann stað, sem lengi hefir farið það orð af að vera mesta náttúruundrið, ekki einungis á íslandi, heldur um alla heimsbyggðina. Um langan aldur hafði það verið heitasta ósk okkar allra að sjá Geysi, og nú var þeirri þrá fullnægt." Geysir liggur reyndar í dvala nú um sinn en varla leikur nokkur vafi á þvf að hann mun einn góðan veðurdag vakna til lífsins af eigin rammleik. Það hefur sagan kennt okkur. Þó svo að við njótum ekki Geysis í bili er það að mínum dómi eftir sem áður einkum sérstæð náttúra og óvenjuleg 1 1 GUÐMUNDUR BJARNASON UMHVERFISRÁÐHERRA

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.