AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 19
STEFNUMOTUN STJORNVALDA I FERÐAÞJÓNUSTU Aundanförnum árum hefur veriö mikil um- ræöa um nauðsyn þess að stjórnvöld marki sér stefnu í ferðaþjónustu.Atvinnu- greinin hefur stöðugt orðið mikilvægari í þjóðarbúskapnum og þvítalið eðlilegt að stjórnvöld marki stefnu um á hvern hátt þau komi að og tryggi áframhaldandi arð af atvinnugreininni. Hér á landi er ekki hægt að segja að opinber ferða- málastefna hafi verið mótuð. Þó hafa verið unnar a.m.k. þrjár tillögur að ferðamálastefnu á vegum stjórnvalda á sl. tuttugu árum. í tillögum nefndar sem nýlega skilaði af sér til samgönguráðherra er fjallað um stefnumótun í ferðaþjónustu á vegum stjórnvalda. Undirritaður var nefndinni til aðstoðar ásamt fleiri ráðgjöfum Hagvangs hf. í stuttri grein er aðeins hægt aó stikla á stóru.í skýrslu nefndarinnar sem gefin var út af samgönguráðuneytinu í maí sl. er að finna tillögurnar sjálfar í stuttu máli. Lögð er áhersla á að birta stefnu, markmið og leiðir í hverjum málaflokki með skipulegum hætti svo aðgengilegt sé lesendum. STEFNUMÓTUNARVINNAN Samgönguráðherra skipaði 17. október 1995 stýri- hóp, sem í voru hagsmunaaðilar, þingmenn og emb- ættismenn, til að gera tillögur að stefnumörkun stjórn- valda í ferðaþjónustu. Stýrihópurinn réði sér starfs- mann til að vinna að verkinu. Þá var gerður samning- ur við Hagvang hf. um faglega vinnu við gerð stefnu- mótunarinnar. Stýrihópurinn réð starfsfólk til að vinna að gerð tillagna og stýra vinnuhópum í einstökum málaflokkum og það fólk leitaði síðan aðstoðar fjölmargra við sína gagnasöfnun og tillögugerð. Einnig voru send út bréf til um 200 einstaklinga, fyrirtækja eða hagsmunaaðila, þar sem þeim var 17 KRISTÓFER OLIVERSSON SKIPULAGSFRÆÐINGUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.