AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 29
verið er að vinna. í reglunum er talað um að atvinnu-
rekanda beri að sjá til þess að dagleg skjávinna sé
rofin reglulega með hléum eða verkefnum af öðru
tagi. Eldri verkstöðvar fá frest til 1. janúar 1997 til að
uppfylla öll þau skilyrði sem sett eru til búnaðar og
vinnuskipulags í reglunum. Nýjar verkstöðvar, þ.e.
þær sem hafa tekið til starfa eftir 15. september 1994,
skulu uppfylla öll skilyrði nú þegar.
MISMUNANDI ÚTFÆRSLA TÖLVUVERKSTÖÐVA
Það er algengt að vinnuaðstæður við tölvur séu allt
of þröngar. Jafnvelhefurtölvanásumumvinnustöð-
um verið sett á hliðarkálf út frá skrifborði sem ætlaður
var ritvél. Það hefur tekið langan tíma fyrir marga að
átta sig á því að tölvur gera allt aðrar kröfur til vinnu-
rýmis og skipulagningar vinnuumhverfis heldur en
ritvélar.
Nokkuð er um það að tölvuverkstöðvar séu settar
inn í stærri einingu þar sem vinnuaðstæður við tölvu
og skrifborðsvinna mynda eina heild. Hnappaborðið
er þá oft sett á niðurfellda hillu. Þetta getur verið góð
lausn en það þarf að gæta þess að rými á niðurfelldu
hillunni sé nægt fyrir bæði hnappaborð og mús. Það
er algengt að sjá að hillurnar rúmi alls ekki músina
og það veldur vandræðum. Mús sem staðsett er fyrir
ofan hnappaborðið er líkleg til að valda óþægindum
frá öxlum og úlnlið áður en langt um líður.
Önnur lausn getur verið sú að hafa hnappaborðið á
skrifborði ef rými er nægjanlegt. Þá verður að vera
hægt að stilla hæð skjásins, t.d. setja hann á þar til
gerðan arm. Kosturinn við að setja skjáinn á arm er
sá að hægt er að breyta fjarlægð frá augum að skjá
eftir þörfum. Þegar hnappaborðið er á skrifborði þarf
að hækka stólinn meðan unnið er við hnappaborðið
til að fá góða líkamsstöðu og því oft nauðsynlegt að
hafa fótskemil til stuðnings fyrir fætur. Þriðja lausnin
er hefðbundið tölvuborð með hliðarplötum. Það þarf
að vera hægt að stilla hnappaborðs- og skjáplötu
hvora fyrir sig.
Lýsingu þarf að vanda þegar vinnusvæði er skipu-
lagt. Lýsing eða birta frá gluggum má ekki endurkast-
ast í skjánum. í sumum tilfellum þarf sérlýsingu til
lesturs vinnuskjala. Það er mikilvægt að skipuleggja
vinnusvæðið fyrst og síðan ákveða lýsingu út frá því.
LOKAORÐ
Fjöldi íslendinga vinnur að staðaldri við tölvur. Erlend-
ar kannanir benda til að óþægindi frá úlnliðum,
olnbogum og öxlum sé vaxandi vandamál meðal
tölvunotenda. Til þess að draga úr álagseinkennum
er mikilvægt að hönnun vinnuaðstöðu sé þannig að
hægt sé að vinna í góðri líkamsstöðu. það er einnig
mikilvægt að reyna að stytta sem mest þann tíma
sem unnið er við tölvu. Á átta tíma vinnudegi ætti
helst ekki að vinna lengur en 4 tíma við tölvu og sinna
öðrum verkefnum hinn hluta vinnudagsins. þar sem
unnið er við tölvur að staðaldri á að taka reglubundin
hlé t.d. 5-10 mínútna hlé á klukkutíma fresti eða
tveggja mínútna á 20 mínútna fresti.
Reglur um skjúvinnu
eiga að tryggja öryggi og hollustu
þeirra sem vinna við tölvu.
Samkvæml reglunum á að:
Veita upplýsingar
og træðslu
Starfsmenn eiga rétt á að
fá upplýsingar um alla
þætti öryggis og hollustu er
tengjast vinnu þeirra við
skjá.
Þeir eiga einnig rétt á
starfsþjálfun.
Meta vinnuaðstæður
Atvinnurekendur skulu sjá til
þess að gerð sé úttekt á
skjáverkstöðvum til að meta
hvaða áhrif þær hafa á
starfsmenn.
Athuga ber sérstaklega
áhættu fyrir sjón og líkam-
legt og andlegt álag.
Vinnavið tölvu
Hafa samstarf
Hafa ber samráð við
starfsmenn og tryggja að
samstarf geti orðið sem best
um öryggismál, aðbúnað
og hollustuhætti.
• llppfylla lcröfur
Nýjar verkstöðvar eiga nú
þegar að uppfylla þær kröfur
sem fram koma í viðauka
reglnanna.
Eldri verkstöðvar skal lag-
færa fyrir 1. janúar 1997.
Reglurnar f jallcs einnig um
daglega vinnufilhögun
augn- og sjónvernd sfarfsmanna
Reglurnar iást hjá Vinnueftirliti rikisins,
einnig leiðbeiningabæklingurinn
VINNA VIÐ TÖLVU
VINNUEFTIRLIT RIKISINS
Bíldshöfða 16-112 Reykjavik
Sími 567 2500 - Bréfsími 567 4086
y
Ég hvet fólk til aö athuga vel vinnuaðstæður sínar til
að stuðla að vellíðan og góðri heilsu - til hagsbóta
fyrir alla. ■
27